Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Afmæli Einars Rafns Viðarssonar verður haldið hátíðlegt á vor-fagnaði Boot Camp þjálfunarstöðvarinnar annað kvöld ogverður það í raun afmælisveislan hans þetta árið. „Ég stefni á að taka daginn snemma, fara á góða æfingu um morguninn og fara svo í spa eða álíka til að gíra mig upp fyrir kvöldið,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann mikill áhugamaður um hreyfingu og úti- veru og æfir af kappi í BootCamp til að halda sér í góðu formi enda er hann með kraftmikil markmið fyrir sumarið. „Fyrir rúmu ári kynntist ég frábærri stelpu sem heitir María Kristín Gröndal og við búum núna saman í Norðurbakka í Hafnarfirði ásamt dætrum hennar sem eru al- veg yndislegar. Við höfum bæði tvö mikinn áhuga á hreyfingu og úti- veru og erum við að æfa á fullu fyrir maraþon í Berlín sem fer fram núna í haust. Ef allt gengur upp og ég næ að æfa af fullum krafti þá stefni ég á að klára hlaupið á undir þremur og hálfum tíma,“ segir Einar. Einnig stefnir Einar á að ganga á Hvannadalshnjúk í sumar, fara hringveginn ásamt því að hlaupa yfir Fimmvörðuháls sem er árlegur viðburður hjá honum. „Það að fá að ferðast og njóta útiveru í hreinu og fögru landi eru forréttindi sem margir fá ekki að kynnast og því læt ég ekkert stoppa mig í þeirri ástríðu. En mestu máli skiptir að hugsa vel um líkamann og rækta hann vel,“ segir Einar. Einar er bæði í námi og fullri vinnu. Hann hefur starfað sem verk- efnastjóri hjá Stjörnublikki seinustu árin og er með meistarabréf í blikksmíði. Fyrir tveimur árum fór hann aftur í skóla og hóf þá nám í véla- og orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík. sad5@hi.is Einar Rafn Viðarsson 31 árs Útivist Einar Rafn í stórbrotnu landslagi í Þórsmörk eftir að hafa gengið yfir Fimmvörðuháls með BootCamp. „Ég læt ekkert stoppa mig“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Sigurður Eiríks- son frá Eyrar- bakka er áttatíu og fimm ára í dag, 22. mars. Árnað heilla 85 ára Reykjavík Sölvi Kári fæddist 25. júní kl. 19.45. Hann vó 4.010 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Arna Frímannsdóttir og Guðjón Bjarni Snæland. Nýir borgarar Reykjavík Kristín Inga fæddist 11. júní kl. 8.58. Hún vó 3.740 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingunn Anna Ragnarsdóttir og Kristinn Freyr Kristinsson. B jarney Kristín Hlöðvers- dóttir leikskólastjóri fæddist í Keflavík 22.3. 1963 en ólst upp í Grindavík. Hún var í Grunnskóla Grindavíkur, Héraðs- skólanum í Reykholti í tvö ár og stundaði nám við Ringerike Folke- høgskole í Noregi 1982-83. Bjarney hóf nám við Fósturskóla Íslands haust 1986 og útskrifaðist sem leikskólakennari (fóstra) 1989. Hún hóf síðar nám í sérkennslu við KHÍ 2002 og lauk prófum sem sér- kennari 2004. Bjarney vann við Landsbankann í eitt ár að loknu námi í Reykholti. Hún hóf síðan aftur störf þar er hún kom frá Noregi og starfaði þar til 1986. Að loknu leikskólanámi var hún deildarstjóri við leikskóla í Mos- fellsbæ til 1990, deildarstjóri við leik- skólann í Grindavík 1990-93 og við leikskóla í Hafnarfirði frá 1993. Hún var sérkennslustjóri við leikskóla í Hafnarfirði 2003-2005, sérkennari á unglingastigi við Smáraskóla 2005- Bjarney Kristín Hlöðversdóttir leikskólastjóri – 50 ára Sigrún Inga fermd Bjarney og Ólafur ásamt dætrunum, foreldrum hans og móður hennar (með hatt). Heilsan og umhverfið Heilsuleikskólinn Unnur Stefánsdóttir afhendir Bjarneyju Heilsufánann í tilefni af vígslu Heilsuskólans Kórs þann 1.desember árið 2008. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjónVeisluþjónusta Við erum með tilboð sem koma sér vel við öll tækifæri, s.s. fermingar, útskrift, skírnina eða afmælið. Snittur, tapas, heitir ofnréttir og brauðtertur. Allar nánari upplýsingar færðu í síma 533-3000 virka daga milli kl. 8-16. Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Tvennutilboð 40 manna kransakaka og 25 manna marsipanbók Verð kr. 19.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.