Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Valgeir Bjarna- son hefur verið ráðinn sem nýr svæðisstjóri WOW air í Mið- Evrópu með að- setur í Berlín. Valgeir verður fulltrúi WOW air á meginlandi Evrópu og mun sjá um kynningu á vöru og þjónustu félagsins, halda utan um samskipti við ferðaskrif- stofur, finna ný viðskiptatækifæri ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum. Þetta er fyrsti svæðisstjórinn sem WOW ræður til sín á erlendri grundu. Hann starfaði áður sem af- greiðslustjóri hjá Flugfélagi Íslands á Reykjavíkurflugvelli, deildarstjóri tekjustýringar og áætlunargerðar hjá Flugfélagi Íslands og sem for- stöðumaður tekjustýringar hjá Ice- land Express. Valgeir hefur starfað hjá WOW air frá stofnun félagsins, fyrst sem forstöðumaður á sölusviði og núna sem svæðisstjóri Mið- Evrópu. Fyrsti svæðisstjóri WOW erlendis Valgeir Bjarnason hann að það fari eftir flækjustigi fyrirtækja hve mikið megi lesa úr ársreikningum þeirra en rekstur Bílabúðar Benna sé umsvifamikill; fyrirtækið selur nýja og notaða bíla, varahluti, dekk, rekur verkstæði og bílaleigu. Nú eru þeir keppinautar sem lentu í faðmi banka, BL, Hekla og Toyota, komnir í einkaeigu, og því segir Benedikt að þá horfi skil á árs- reikningum til opinberrar birtingar öðru vísi við. Lítið fyrirtæki Bílabúð Benna telst vera lítið fyr- irtæki á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt Evrópureglum mætti fyrirtækið því skila samandregnum ársreikningi. „Það er skömminni skárra en að skila ítarlegum árs- reikningi til keppinauta okkar,“ seg- ir hann. Hér á landi séu hins vegar séríslenskar reglur um hvaða fyr- irtæki teljast lítil eða meðalstór. Samkvæmt Evrópureglum þurfa eignir fyrirtækis að vera yfir þrem- ur milljörðum króna og rekstrar- tekjur yfir sex milljörðum til að skila þurfi ítarlegum ársreikningi. Hér á landi sé miðað við 575 milljóna króna eignir og 1.150 milljóna króna rekstrartekjur. „Þetta er fimmfald- ur munur,“ segir hann. Benedikt segir að hver sem er þurfi ekki að hafa aðgang að árs- reikningum fyrirtækisins. Aftur á móti láti hann þá sem hann á í mikl- um viðskiptum við, t.d. viðskipta- banka og birgja, fá öll gögn í hendur til að þeir séu upplýstir um stöðu fyrirtækisins. Sóun á kröftum hins opinbera  Benedikt Eyjólfsson segir birtingu ársreikninga ekki tengjast skattheimtu Morgunblaðið/Árni Sæberg Samkeppni Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna, vildi ekki að bankamenn í samkeppni við hann gætu dregið lærdóm af rekstri hans. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bíla- búðar Benna, segir að það sé sóun á kröftum skattyfirvalda að þeim sé falið að rukka fyrirtæki um árs- reikninga til opinberrar birtingar hjá Ársreikningaskrá. „Opinber birting á ársskýrslum hefur ná- kvæmlega ekkert með skattheimtu eða skatteftirlit að gera,“ segir hann og bætir við að slík opinber birting komi ekki í veg fyrir að fyrirtæki verði gjaldþrota, líkt og dæmin sanna. Á þriðjudaginn var kveðinn upp dómur yfir Benedikt og fyrirtæki hans sektað um 750 þúsund krónur fyrir að skila ársreikningum of seint. Honum þykir undarlegt að Rík- isskattstjóri þurfi að innheimta árs- reikninga, gangi það illa sé skatt- rannsóknarstjóri settur í að annast kærumeðferð vegna vanskila. Að því loknu tekur við ákærumeðferð hjá Sérstökum saksóknara. „Þetta er afar óskynsamlegt og í engu samhengi við alvarleika brots- ins – sem er þegar betur er að gáð ekkert. Það eru einungis fyrirtæki sem skráð eru á markað eða eru með skuldabréf á markaði sem þurfa að birta ársreikninga sína op- inberlega,“ segir Benedikt í samtali við Morgunblaðið. Hann leggur ríka á herslu á það að Bílabúð Benna hafi alltaf skilað ársreikningum á réttum tíma, öll þau 38 ár sem fyrirtækið hafi starf- að. Ársreikningarnir hafi fylgt skattframtalinu. Aftur á móti hafi fyrirtækið látið hjá líða að skila inn ársreikningum til opinberrar birt- ingar af samkeppnisástæðum. „Ég hef verið í samkeppni við bílaumboð sem hafa verið í eigu banka eftir hrunið. Það er ósanngjörn sam- keppni þar sem bankarnir hafa fulla vasa fjár á meðan ég verð að reka mitt fyrirtæki með hefðbundnum hætti. Ég lét hjá líða að birta op- inberlega ársreikninga svo að talna- glöggir bankamenn gætu ekki rýnt í gögn frá fyrirtæki mínu og reynt að sjá hvað þeir geti gert betur í rekstri bílaumboða í sinni eigu,“ segir Benedikt. Aðspurður segir Sektaði 1.817 fyrirtæki » Í janúar sektaði ríkisskatt- stjóri 1.817 félög um 250 þús- und krónur hvert fyrir að hafa ekki skilað ársreikningum 2011. » Samtals gerir þetta 454 milljónir króna. Stærsti hluti þessara fyrirtækja er ekki í rekstri eða hálfdauður.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +10.10 +,,.,, ,+.2-0 ,+.30- +0.,43 +3,.,5 +.3+/5 +14.4+ +2+.5- +,-.30 +0/.3- +,,.-1 ,+.4,, ,+.5-1 +0.3,0 +3,.2+ +.3+5, +11.,4 +2+.0 ,,+.+413 +,-.20 +0/.1+ +,,.05 ,+.41- ,+.-,+ +0.31- +3,.01 +.3+1 +11.13 +2,.3- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● RIMC, tveggja daga alþjóðleg markaðsráðstefna, hófst í gær á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu og er það í tíunda sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Und- anfarin ár hafa um 300 manns sótt ráðstefnuna árlega frá yfir 10 löndum. Ráðstefnan er ætluð framsæknum stjórnendum fyrirtækja sem hafa áhuga á að sjá og fræðast um helstu nýjungar sem hafa orðið til í markaðssetningu á netinu auk þess að efla tengslanet sitt, en ráðstefnuna sitja stjórnendur margra helstu fyr- irtækja á Íslandi. mbl.is hefur um árabil verið samstarfsaðili RIMC. RIMC ráðstefnan haldin í tíunda skipti á Íslandi Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Pottar og prik Akureyri Miðstöðin Vestmannaeyjum - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík - Skipavík Stykkishólmi Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.