Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013
✝ SteingrímurIngólfsson
fæddist á Tjörn í
Aðaldal, Suður-
Þingeyjarsýslu, 9.
nóvember 1920.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ í Reykja-
vík 12. mars 2013.
Foreldrar Stein-
gríms voru Ing-
ólfur Indriðason, f.
17.8. 1885, d. 18.5. 1968, bóndi í
Húsabakka í Aðaldal og María
Bergvinsdóttir, f. 20.9. 1888, d.
29.11. 1977, húsfreyja. Systkini
Steingríms voru Bergvin Karl
Ingólfsson, f. 1912, d. 2004, Ind-
íana Dýrleif Ingólfsdóttir, f.
1915, d. 2005, Sigrún Ingólfs-
dóttir, f. 1918, d. 2007, Helgi
Ingólfsson, f. 1923, d. 1993, Elín
29.4. 2004, og Eyrún Anna, f.
25.3. 2006. Sonur Jóhannesar og
Sigríðar M. Magnúsdóttur, f.
28.10. 1959, Eiríkur Snær, f.
22.2. 1995. 2) Ingólfur R. Stein-
grímsson, f. 10.1. 1966, maki
Guðrún Erna Þórhallsdóttir, f.
17.1. 1968. Börn þeirra eru Þór-
hallur Dan, f. 5.9. 1990, Helga
Kristín, f. 20.4. 1996, og Ólöf
Edda, f. 20.12. 2000.
Steingrímur var lengst af
verslunarmaður hjá Kaupfélagi
Reykjavíkur og nágrennis eða í
36 ár. Steingrímur hafði ánægju
af því að ferðast og njóta þess
sem landið hafði upp á að bjóða.
Náttúra Íslands var honum hug-
leikin og var hann duglegur að
deila áhuga sínum með fjöl-
skyldu og vinum. Steingrímur
var gerður að kjörfélaga hjá
Ferðafélagi Íslands árið 1990 og
naut félagið krafta hans um ára-
tuga skeið.
Útför Steingríms Ingólfs-
sonar verður gerð frá Laug-
arneskirkju í Reykjavík í dag,
22. mars 2013, og hefst athöfnin
kl. 13.
Guðrún Ingólfs-
dóttir, f. 1925, Jón-
ína Ingólfsdóttir, f.
1927, og Anna Þur-
íður Ingólfsdóttir,
f. 1932.
Eiginkona Stein-
gríms er Helga Jó-
hannesdóttir frá
Flóðatanga í Staf-
holtstungum, Borg-
arfirði, f. 18.5.
1928. Foreldrar
hennar voru Jóhannes Jónsson,
f. 24.6. 1895, d. 21.12. 1990,
bóndi og Ingibjörg Sveinsdóttir,
f. 8.9. 1895, d. 3.11. 1989, hús-
freyja. Synir Steingríms og
Helgu eru 1) Jóhannes H. Stein-
grímsson, f. 20.8. 1964, maki
Rannveig B. Ragnarsdóttir, f.
8.8. 1967. Börn Jóhannesar og
Rannveigar eru Ingvar Orri, f.
Steingrímur bróðir minn er
látinn 92 ára að aldri. Steini,
eins og ég kallaði hann, var mér
mjög kær. Þegar ég kom fyrst
til Reykjavíkur úr Aðaldalnum
tæplega tvítug bjó ég hjá hon-
um. Þá vorum við bæði ógift og
samdi okkur mjög vel. Við
bjuggum saman í fimm ár og
var það góður tími. Steini vann
alla tíð í verslunum KRON, að-
allega í raftækjadeildinni, og
sinnti hann því starfi af lífi og
sál. Þegar Steini kynntist svo
Helgu sinni og ég mínum manni
þá lauk sambúð okkar Steina.
Ég flutti síðar á Selfoss en allt-
af héldum við góðu sambandi.
Steini var mikill göngugarpur
og gekk um fjöll og firnindi
löngu áður en það komst í tísku
og hafði mikinn áhuga á göngu-
leiðum og útivist á Íslandi.
Hann var afskaplega fróður um
íslenska náttúru og kom maður
ekki að tómum kofunum ef
þessi málefni bar á góma. Hann
fylgdist alla tíð mjög vel með
því sem var að gerast í þjóðmál-
unum og hafði sterkar skoðanir
á málefnum líðandi stundar.
Hann var mikill áhugamaður
um íþróttir og fylgdist vel með
og fannst gaman að ræða um
það sem var að gerast á því
sviði.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Það er mikil eftirsjá að Stein-
grími bróður mínum og votta ég
Helgu, Jóhannesi, Ingólfi og
þeirra fjölskyldum mína dýpstu
samúð.
Þuríður Ingólfsdóttir.
Látinn er aldraður föður-
bróðir minn, Steini frændi eins
og ég kallaði hann, á 93. aldurs-
ári. Hann fæddist á Tjörn í Að-
aldal, bjó þar í 5 ár og flutti svo
í Húsabakka. Hann sagði mér
frá því þegar afi og amma og
systkini hans, sem voru fædd
þá og yngsta aðeins eins og
hálfs árs, gengu niður fyrir núp
með búfénað, yngsta barnið og
pabbi minn, sem var þriggja
ára, voru sett á hest. Hann
mundi þetta vel. Steini ólst upp
í Húsabakka í stórum systk-
inahóp og eru þrjár yngstu
systurnar á lífi. Hann var ungur
maður þegar hann flutti suður.
Hann vann á ýmsum stöðum, til
dæmis á Langholtsbúinu og í
Kron þar sem ég ætlaði að
verða búðarkona hjá honum en
aldrei varð úr því. Hann kvænt-
ist Helgu Jóhannesdóttur og er
hún úr Borgarfirðinum. Þau
bjuggu lengst af á Laugarnes-
veginum, eignuðust tvo stráka,
þá Jóhannes og Ingólf, og sex
barnabörn.
Á sumrin komu þau norður,
hann var að leggja net, veiða í
fljótinu, var í heyskap og fleira.
Við löbbuðum upp á núp, ekki
má gleyma því, og niður á börð,
út í Bakkatagl, út í Flögur og
nefndu það bara. Steini var
mikill göngugarpur, hann var
leiðsögumaður hjá ferðafélagi í
mörg ár.
Í fyrsta sinn sem ég fór til
Reykjavíkur, þá var ég 21 árs,
hélt ég til á Laugarnesveginum.
Við fórum til Þingvalla, það var
eftirminnileg ferð. Fyrir nokkr-
um árum var Steini í sumarbú-
stað í Skagafirði ásamt sínu
fólki, ég brunaði þangað að
hitta hann. Við fórum heim að
Hólum í Hjaltadal, héldumst
arm í arm og gengum um Hóla-
stað, það rennur mér seint úr
minni. Hann talaði oft um það
við mig. Eins var gaman að
geta verið með honum í níræð-
isafmælinu hans fyrir rúmum
tveimur árum, það var eftir-
minnilegur dagur. Það var ein-
hver strengur á milli okkar,
margar símhringingar, spyrja
frétta að norðan. Ánægður var
hann með berjasendingarnar,
ber sem voru tínd í Aðaldaln-
um. Þegar jólapakkinn frá
Steina frænda kom þá máttu
jólin koma.
Síðast hittumst við síðastliðið
sumar, á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ. Ég fór til hans á
hverjum degi í nokkra daga og
við ræddum ýmislegt, aðallega
um Aðaldalinn og þar í kring og
gamla daga sem hann mundi
svo vel. Þetta voru góðir dagar
sem ég mun geyma í hjarta
mínu ásamt mörgu öðru.
Til þín ég hugsa staldra við,
sendi ljós og kveðju hlýja,
bjartar minningarnar lifa,
ævina á enda.
Elsku Helga, Jóhannes, Ing-
ólfur og fjölskyldur, Ella, Ninna
og Þura, innilegar samúðar-
kveðjur. Minningin lifir um góð-
an frænda sem mér þótti svo
vænt um. Hvíl þú í friði, elsku
besti frændi minn, og ástar-
þakkir fyrir liðnar stundir, ég
mun sakna þín, hittumst síðar í
sumarlandinu.
Þín frænka,
Kristjana Helgadóttir
(Didda).
Steingrímur
Ingólfsson
Það tók mig, elsta barn henn-
ar, tíma að skilja að ég vildi segja
eitthvað um konuna sem fæddi
mig í þennan heim fyrir rúmum
65 árum.
Við áttum ekki auðvelda ferð
saman. Blessuð konan átti sér
drauma um starfsframa, sem var
útilokað á þessum tímum eftir að
konur höfðu eignast börn. Þá
gátu vonbrigðin rist djúpt hjá
þeim sem fær ekki draumum sín-
um fullnægt og þá verður að tjá
það við þann sem olli vonbrigð-
unum, þótt viðkomandi sé ekki
alltaf meðvitaður um hvað sé ver-
ið að tjá.
Á þeim tímum var ekki heldur
leyfilegt að láta í ljós að foreldri
væri annað en fullkomið. Annað
var álitið svik og vanþakklæti og
hreinlega bannað að tjá sig um.
Nú eru sem betur fer breyttir
tímar.
Ég hef búið hér í Ástralíu í
rúman aldarfjórðung og krufið
lífsferð mína til mergjar með að-
stoð alls þess sem er í boði hér til
að skilja mannlífið og hegðun
þess betur.
Hvað sem hægt er að segja í
þeim tilfellum þá gerði hún sitt
besta eftir því sem hún best vissi.
Þegar svo síðar börnin mín voru
komin í heiminn skildi hún að
stundum þurfti ég að fá tíma fyrir
sjálfa mig og var viljug að gæta
þeirra fyrir mig þau kvöld og
daga sem ég brá mér annað og
hvatti mig líka til þess að fá frí, til
að lyfta mér upp – fara út að
dansa og slíkt. Trúlega komið frá
hennar eigin reynslu.
En þar sem vantaði upp á
hæfileika til að ræða við mig um
innri málefni lagði hún aðal-
áherslu á að halda veislur og
slíkt. Þá var hún í essinu sínu og
skipulagning mjög góð, tók
stundum nokkrar vikur þegar um
stórar samkomur var að ræða
sem þurfti að skipuleggja vel. Og
allt gekk upp á þeim degi sem
veislan var.
Fegurð og hvernig allt liti út
skipti hana miklu máli. Þegar
hún kom til Bandaríkjanna 1947
og upplifði nýjar snyrtivörur sem
þá voru rétt komnar á markaðinn
þar var það sem innblástur og
fegurðarþrá hennar fékk vængi.
Það hefði getað orðið fag hennar
og framabraut, en af því að það
gat ekki orðið snerist það upp í
herferð hennar varðandi þá sem
voru í kring um hana, því að hún
kaus að konur sæju um að lífga
upp á andlitið áður en þær færu
úr húsi. Og líka vera fallega
klæddar.
Hún var litrík og glöð þegar
gesti bar að garði og bjó til góðan
Sigríður
Guðbrandsdóttir
✝ Sigríður Guð-brandsdóttir
fæddist í Hallgeirs-
eyjarhjáleigu í
Landeyjum 9. ágúst
1925. Hún lést í
Reykjavík 24. febr-
úar 2013.
Sigríður Guð-
brandsdóttir var
jarðsett í kyrrþey
12. mars 2013.
mat og þau foreldr-
ar okkar voru mjög
gestrisin og gjaf-
mild. Við stelpurnar
máttum alltaf hafa
vini inni hjá okkur
og þá fengu þeir líka
að drekka og borða
hjá okkur, sem fáir
aðrir foreldrar í göt-
unni leyfðu.
Það væri hægt að
segja margt fleira
en plássið í blaðinu er takmarkað
svo þessi innsýn frá mér verður
að duga.
Matthildur Björnsdóttir,
Adelaide, Suður-Ástralíu.
Látin er í Reykjavík Sigríður
Guðbrandsdóttir 87 ára að aldri.
Sigríður var gift móðurbróður
mínum, Birni Guðbrandssyni,
barnalækni.
Ég kynntist Sigríði fyrst þegar
hún ásamt fjölskyldu sinni flutt-
ist frá Bandaríkjunum til Íslands
1954. Mikill húsnæðisskortur var
í Reykjavík á þessum tíma og
fékk fjölskyldan inni hjá okkur
meðan þau leituðu að húsnæði.
Það fylgdi Sigríði framandi
blær. Húsgögn, fatnaður og mat-
ur var öðruvísi en ég átti að venj-
ast. Stelpurnar töluðu ensku sem
mér var alveg óskiljanleg.
Sigríður var glæsileg kona og
alltaf vel klædd. Það var eftir
henni tekið hvar sem hún kom.
Fljótlega eftir flutninginn
heim hófu þau hjónin byggingu á
húsnæði í Grænuhlíð. Þar gat ég
leikið mér endalaust við elstu
dóttur Sigríðar og Björns, Matt-
hildi. Það má segja að ég hafi
fylgst með hverjum nagla sem í
bygginguna fór. Þetta voru
skemmtilegir tímar. Við Matta
stóðum oft álengdar og hlustuð-
um á pælingar um veggfóður,
flísar, málningu og gólfefni og
ekkert var of dýrt eða of fínt fyrir
framtíðarheimilið. Enda varð
heimili Björns og Sigríðar afar
glæsilegt.
Sigríður var höfðingi heim að
sækja og er þar skemmst að
minnast jólaboðanna sem hún
hélt fyrir fjölskylduna.
Ég var viðloðandi í Grænuhlíð-
inni langt fram á unglingsár. Ég
var alltaf velkomin og Sigríður
gaf sér oft góðan tíma til að ræða
við mig um hitt og þetta. Hún var
alltaf svo kát og skemmtileg.
Þegar ég flutti svo í nágrenni
Sigríðar 1995 má segja að ég hafi
endurnýjað kynni mín við hana.
Sigríður var mikið Reykjavíkur-
barn. Hún hafði mikinn áhuga á
sögu bæjarins og hún lánaði mér
nokkrar bækur þar að lútandi og
hafði gaman af að ræða efni
þeirra.
Þegar ég varð fyrir miklum
missi fyrir nokkrum árum þá var
hún sú fyrsta sem kom til mín.
Ég gleymi aldrei hvað hún var
hlý og yndisleg á þeirri stundu og
veitti mér mikinn stuðning.
Ég kveð nú Sigríði með hjart-
ans þökkum fyrir allt það sem
hún veitti mér.
Áslaug Ármannsdóttir.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI HALLDÓR ÁRNASON
frá Setbergi
í Hornafirði,
lést þriðjudaginn 19. mars á
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Höfn.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju
mánudaginn 25. mars kl. 13.00.
Árný Sigrún Helgadóttir, Magnús Leopoldsson,
Stefán Helgi Helgason,
Ólöf Guðrún Helgadóttir, Friðrik Snorrason,
Þorvarður Guðjón Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð vegna andláts og
útfarar eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
ÓSKARS INGÓLFS ÁGÚSTSSONAR
múrarameistara,
Sóleyjarrima 3,
Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Jónsdóttir.
✝
Yndislega, litla dóttir okkar og barnabarn,
LILJA DÓRA ÁSTÞÓRSDÓTTIR,
Fjósatungu,
Þingeyjarsveit,
sem lést föstudaginn 15. mars verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
27. mars kl. 13.30.
Svana Ósk Rúnarsdóttir, Ástþór Örn Árnason,
Elín Sigurlaug Árnadóttir, Rúnar Jónsson,
Kristín Linda Jónsdóttir, Sigurður Árni Snorrason.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför míns ástkæra
HAFSTEINS JÓNSSONAR,
Bárugötu 31,
Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Áróra Pálsdóttir.
✝
Elskuleg systir okkar og mágkona,,
KRISTÍN BRAGADÓTTIR,
Efstalandi 4,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 16. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Grímhildur Bragadóttir, Haukur Guðlaugsson,
Baldur B. Bragason, Esmat Paimani,
Halldór Bragason,
Steingrímur Bragason, Sesselja Einarsdóttir,
Kormákur Bragason, Þórdís Pálsdóttir,
Matthías Bragason, Gréta Gunnarsdóttir,
Þorvaldur Bragason, Ólöf Sighvatsdóttir,
Angela Baldvins, Stefán Valur Pálsson.
✝
Okkar ástkæra
GUÐFINNA GUÐNADÓTTIR,
áður Hæðargarði 24,
lést miðvikudaginn 20. mars á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu Grund.
Jarðarför auglýst síðar.
Jón B. Guðmundsson, Valgerður Gunnarsdóttir,
Þórdís Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Hafsteinsson,
Halldóra Guðmundsdóttir, Sævar Sigurðsson,
Margrét Guðmundsdóttir, Ármann Sigurðsson,
Einar Kr. Guðmundsson, Bergljót Ingvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Minningarathöfn um eiginmann minn, pabba
okkar, son, tengdason, bróður, mág og
frænda,
SIGURÐ SVEIN PÉTURSSON,
fer fram í Akraneskirkju þriðjudaginn
26. mars kl. 14.00.
Silja Sjöfn Björgúlfsdóttir,
Sól Sigurjónsdóttir, Ari Steinar Sigurðarson,
Magnea G. Sigurðardóttir, Pétur S. Jóhannesson,
Silja S. Eiríksdóttir, Björgúlfur Lúðvíksson
og fjölskylda.