Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013
Aríur og dúettar
úr heimi óper-
unnar verða á
efnisskrá hádeg-
istónleika í Há-
teigskirkju í dag
og þá m.a. eftir
W.A. Mozart og
G.F. Händel.
Flytjendur eru
Elma Atladóttir
sópran, Jóhanna
Ósk Valsdóttir mezzósópran og
Lilja Eggertsdóttir píanóleikari.
Aríur og dúettar í
Háteigskirkju
Georg Friedrich
Händel
34 íslenskar kvikmyndir verða
sýndar á 18 stöðum vítt og breitt
um landið frá og með deginum í
dag til 24. mars og er aðgangur að
sýningum ókeypis. Viðburðurinn
nefnist Íslensk kvikmyndahelgi og
að honum standa íslenskir kvik-
myndagerðarmenn í samstarfi við
stjórnendur sýningarstaða og Kvik-
myndamiðstöð Íslands. Tilefnið er
hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð
og sá stuðningur sem kvikmynda-
greinin hefur fengið í gegnum tíð-
ina, eins og segir í tilkynningu.
Leikstjórar eða aðrir sem að kvik-
myndunum komu verða viðstaddir
fjölda sýninga. Má þar nefna Hrafn
Gunnlaugsson sem verður við-
staddur sýningu á kvikmynd sinni
Hrafninn flýgur í Háskólabíói á
morgun kl. 18. Hrafn mun ræða við
áhorfendur að sýningu lokinni.
Dagskrá kvikmyndahelgar má finna
á vef Kvikmyndamiðstöðvar undir
slóðinni www.kvikmyndamidstod.is/
frettir/nr/3333.
Íslensk kvikmyndahelgi hefst
Hrafnar Hrafn Gunnlaugsson ræðir
við gesti um Hrafninn flýgur.
kynningar erlendis á plötu sinni
The Box Tree. Af öðrum styrkþeg-
um má nefna Retro Stefson, Samúel
J. Samúelsson Big Band, Angist,
Úthlutað var úr tónlistarsjóðnum
Kraumi í gær og hlaut Anna Þor-
valdsdóttir tónskáld hæsta styrk-
inn, tvær milljónir króna, til að
hljóðrita ný verk til útgáfu í flutn-
ingi Sinfóníuhljómsveitar Íslands
og CAPUT. Anna mun nýta sér
hluta styrkjarins til kynningar á
þeirri breiðskífu erlendis, í sam-
vinnu við kynningarfyrirtæki og er-
lendar umboðsskrifstofur, skv. til-
kynningu. Alls var úthlutað 10,4
milljónum króna til 16 verkefna en
sjóðnum bárust 146 umsóknir um
styrki. Hljómsveitin Bloodgroup
fékk einnig veglegan stuðning, eina
milljón króna, til að geta fylgt eftir
og kynnt nýjustu skífu sína, Trac-
ing Echoes, á tónleikum erlendis.
Skúli Sverrisson og Óskar Guð-
jónsson fengu sömu upphæð til
Hamrahlíðarkórinn, múm, tónlist-
arhátíðina Rauðasandur Festival
og Stelpur Rokka! sem eru rokk-
sumarbúðir fyrir ungar stúlkur.
Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson
Úthlutun Styrkþegar í höfuðstöðvum Kraums í gær, sælir að sjá.
Anna hlaut hæsta styrk Kraums
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Einhver frægustu danstónverk sög-
unnar, Vorblótið og Petrúska eftir
Igor Stravinskíj, verða flutt í Eld-
borg í Hörpu 24. og 25. maí nk. af
Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) og
Íslenska dansflokknum (Íd) og ber
viðburðurinn yfirskriftina Dansar í
Eldborg. Verður það í fyrsta sinn í
13 ár sem hljómsveitin og dansflokk-
urinn koma saman á sviði (það gerð-
ist síðast við flutning á ballettverk-
inu Baldri eftir Jón Leifs árið 2000)
og er viðburðurinn hluti af dagskrá
Listahátíðar í Reykjavík, samstarfs-
verkefni hátíðarinnar, SÍ, Íd og
Hörpu.
Einn þekktasti hljómsveitarstjóri
Frakklands og jafnframt einn virt-
asti túlkandi tónlistar 20. aldar, Pas-
cal Rophé, mun stýra SÍ en Vor-
blótið hefur verið eitt af lykilverkum
á efnisskrám hans í ein 20 ár. Verkið
var frumflutt árið 1913 í París og á
því 100 ára afmæli í ár en hið upp-
haflega dansverk samdi Vaslav Nij-
inskíj. Olli frumflutningurinn miklu
fjaðrafoki, frumstæðar balletthreyf-
ingar Nijinskíjs og ómstríð tónlist
Stravinskíjs gerðu það að verkum að
á fyrstu mínútum brutust út slags-
mál meðal áhorfenda sem enduðu
með því að kalla þurfti til lögreglu.
Dansverkið sem Íd flytur við Vor-
blótið er nýtt af nálinni og eftir ís-
lenska höfunda, þær Láru Stef-
ánsdóttur og Melkorku Sigríði
Magnúsdóttur en um búningahönn-
un sér Filippía Elísdóttur og Björn
Bergstein Guðmundsson um ljósa-
hönnun. Höfundur dansverksins við
Petrúsku er einn fremsti danshöf-
undur Norðurlanda, Jorma Uotinen
sem hefur aðlagað verkið til upp-
færslu á sviði Eldborgar. Petrúska
Uotinen er nútímadansverk byggt á
klassískum ballett, var frumsýnt ár-
ið 1994 af Finnska ballettflokknum
og þykir eitt af lykilverkum finnskr-
ar ballettsögu. Í því er sögð saga
strábrúðu sem vaknar til lífsins.
Merkileg tímamót
Hanna Styrmisdóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík,
bendir á að árið 1913 sé afar merki-
legt í listasögunni. Tímamótaverk
Stravinskíjs, Vorblótið, hafi m.a.
verið frumflutt og Marcel Duchamp
kynnt til sögunnar nýja hugsun í
myndlist, ready-made. „Það er ein-
hver svona tilfinning í Evrópu á
þessum tíma, ofboðslega frjótt tíma-
bil sem nær hápunkti 1913. Svo
kemur stríð og þessi framsækni tónn
í listsköpun hverfur, listamenn
bakka út úr þessu í nokkra áratugi
og svo brýst þetta aftur fram á
sjötta og sjöunda áratugnum. Þetta
eru svo merkileg tímamót og mik-
ilvægt að við minnumst þeirra,“ seg-
ir Hanna. Stravinskíj hafi með Vor-
blótinu komið fram með nýtt hugtak
á þessum tíma, danstónverkið.
„Þessi hugmynd um danstónverk er
svo róttæk árið 1913 og við erum í
raun að fagna 100 ára afmæli þess-
arar róttæku hugsunar,“ segir
Hanna og bendir á að Listahátíð sé
vettvangur allra listgreina, vinni að
því að greina ekki á milli þeirra held-
ur leiða þær saman og sjá hvað ger-
ist í því skapandi rými sem þær
mætist í. Verk Stravinskíjs séu í
anda þeirrar hugsunar.
Hanna bendir að lokum á að þess-
ar fjórar stofnanir, þ.e. Listahátíð,
SÍ, Íd og Harpa, séu að starfa saman
í fyrsta sinn og að Íd hafi ekki dans-
að á sviði Eldborgar áður. Dansar í
Eldborg sé því stórviðburður og afar
sjaldgæfur.
Önnur nálgun
Lára Stefánsdóttir, listrænn
stjórnandi Íd, segir ótal dans-
útfærslur og -útgáfur hafa verið
gerðar við Vorblótið. Íd og Listahá-
skóli Íslands (LHÍ) taki nú höndum
saman við gerð nýrrar útgáfu. 12
dansnemar LHÍ á fyrsta ári verði í
verkinu og 10 frá Íd. Í upphaflegu
uppfærslunni, þeirri aldargömlu,
hafi verið byggt á rússneskri þjóð-
sögu en Íd fari allt aðra leið. „Við er-
um ekki að fara inn í neinar þjóðsög-
ur heldur er nálgun okkar nútímaleg
þar sem leitast verður við að sýna
hvernig við sem einstaklingar fórn-
um oft mikilvægum eiginleikum
innsta kjarna okkar til að falla í inn i
fjöldann eða samfélagið,“ segir
Lára. „Tekist verður m.a. á við sam-
líkingar eins og lífsneistann sem fel-
ur í sér holdleika, hreinsun, sköp-
unarorku og hvernig kraftur
hamslausar gleði getur orðið að frið-
lausri kvöl,“ segir Lára.
Morgunblaðið/Kristinn
Fjöldi Tugir listamanna koma að uppfærslunni Dansar í Eldborg sem er fyrsta samstarfsverkefni SÍ, Íd, Listahátíð-
ar í Reykjavík og Hörpu. Myndin var tekin í Eldborg í gær, listrænir stjórnendur og listamenn saman komnir.
Meistaraverk Stravinskíjs
flutt í Hörpu á Listahátíð
Íd og Sinfóníuhljómsveit Íslands mætast eftir 13 ára hlé
Vefur Listahátíðar: listahatid.is
Kristjana Stef-
ánsdóttir djass-
söngkona og
Árni Heiðar
Karlsson píanó-
leikari koma
fram á hádeg-
istónleikum í
Víðistaðakirkju í
dag og hefjast
þeir kl. 12. Á efn-
isskrá eru amer-
ísk sönglög og íslensk trúarljóð eft-
ir ýmsa höfunda.
Sönglög og trúar-
ljóð í hádeginu
Kristjana
Stefánsdóttir
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Gott hljóðfæri er kærkomin
fermingargjöf sem
nýtist umókomin ár