Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Ríkisstjórn og Seðlabanki hafa ver- ið algerlega samstiga í þeirri nálgun sinni að við munum ganga eins langt og lög og þjóðréttarlegar skuldbind- ingar leyfa í vörn fyrir íslenska hags- muni,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, á 52. ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Vísaði hún þar í verkefnið að vinda ofan af aflandskrónuvandanum svo- kallaða og þrotabúum bankanna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að mikið útflæði gjaldeyris vegna upp- gjörs þeirra gæti ógnað hér lífskjör- um vegna skorts á erlendum gjald- eyri í landinu. Kröfuhafar raunsærri „Vísbendingar eru um að kröfu- hafar í bú föllnu bankanna séu að leggja raunsærra mat á virði krafna sinna. Samspil eðlilegs mats á raun- virði krafna og gengi getur verið lyk- ill að því að losa um þá hengju af kvikum krónum sem ella verða til við uppgjör búanna,“ sagði hún. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði að væri ekki hægt að stíga afgerandi skref varðandi losun hafta fyrr en fundin hefði verið lausn á uppgjöri búa föllnu bankanna sem samrýmdist henni. Hann sagði að svigrúmið til að nýta viðskipta- afgang til þess að hleypa út krónu- eignum erlendra aðila væri ákaflega takmarkað á næstu árum. „Ég ætla ekki að fjölyrða frekar nú um þessar mögulegu lausnir þar sem framundan eru margvíslegar kannanir og þreifingar þar sem ekki er rétt að sýna of mikið á spilin,“ sagði Már og nefndi að nauðsynlegt væri að hafa fleiri en einn möguleika að grípa til ef sú leið sem í upphafi virtist best reyndist torfær þegar á reyndi. Bankasala til útlendinga gæti kallað á arðgreiðslur „Nokkrar almennar athugasemdir er þó hægt að gera sem auka skiln- ing á því sem þarf að gerast. Ef farin verður leið nauðasamninga við upp- gjör hluta búanna er lykilatriði að krónuendurheimtur þeirra bætist sem minnst, ef nokkuð, við núver- andi stöðu kvikra krónueigna í eigu erlendra aðila. Þá er mikilvægt að hafa í huga að sala á bönkunum á tiltölulega lágu verði til erlendra aðila sem horfa meir til skamms tíma og myndu vilja miklar arðgreiðslur í framhaldinu leysir ekki vandamálið og gæti jafn- vel gert það verra. Það er hlutverk búanna að koma eignunum í verð og greiða út til kröfuhafa. Spurningin snýst því ekki um niðurskrift krónu- eigna, eins og ætla mætti af opin- berri umræðu um þessi mál, heldur hitt hvað sé raunhæft verð eigna og á hvaða gengi þeim verður skipt í er- lendan gjaldeyri. Það veltur á því hverjir vilja kaupa og geta og vilja koma með þann nýja gjaldeyri sem þarf, því hann getur ekki komið af útflutningstekjum þjóðarinnar né gjaldeyrisforða Seðlabankans,“ sagði Már Guðmundsson. Verja hagsmuni til hins ýtrasta  Katrín Júlíusdóttir ráðherra segir að „við munum ganga eins langt og lög og þjóðréttarlegar skuld- bindingar leyfa í vörn fyrir íslenska hagsmuni“ þegar kemur að uppgjörum þrotabúa föllnu bankanna Ársfundur Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra brugðu á leik. Morgunblaðið/Styrmir Kári Íslensk hönnun Íslensk hönnun fyrir fermingarstelpuna www.jens.is www.uppsteyt.is 5.900.- 7.600.- Kringlunni og Síðumúla 35 11.900.- 17.800.- 9.600.- 12.300.- 9.300.- 17.200.- 19.800.- 10.800.- 12.400.- Fermingar 2013 Sendum fermingargjafirnar frítt innanlands! 7.600.- 11.400.- 7.900.- 9.900.- 12.300.- 7.900.- 8.200.- 13.900.- 12.900.- 14.900.- 14.100.- fyrir fermingarstrákinn 17.200.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.