Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Um 40 þúsund manns vinna í versl- unargeiranum hérlendis en það er um 20% íslenskum vinnumarkaði. Þá stendur greinin undir um helm- ingi skatttekna ríkisins. Þetta var með- al þess sem kom fram í máli Ágústs Einars- sonar hagfræð- ings á morgun- fundi Samtaka verslunar og þjónustu og Rannsóknaset- urs verslunar- innar í gærmorgun. Kynnti Ágúst þar nýja rannsókn en sagði niðurstöður hennar sýna fram á hversu gjaldeyrishöftin væru mikið mein á verslun hér- lendis. Í samtali við mbl.is sagði Ágúst umfang verslunarinnar meira en menn gerðu sér grein fyr- ir. Mikið umfangs verslunar „Helstu niðurstöður rannsóknar- innar eru að umfang verslunar eru miklu meira en menn hafa almennt talið. Verslunin er að skila um 20% til landsframleiðslunnar og rúm- lega 20% af íslenskum vinnumark- aði vinnur við verslun, eða um 40 þúsund manns,“ sagði Ágúst. „Þá stendur verslunin undir mjög miklum hluta af skatttekjum ríkisins en það er vegna þess að verslunin innheimtir mikið af sköttum fyrir ríkisvaldið.“ Hann sagði skatta frá starfs- mönnum verslunar vera um 75 milljarða, en það er svipuð upphæð og fer í samgöngumál og mennta- mál samanlagt. Þá sé verslunin ráðandi þáttur í tekjuöflun ríkisins, bæði í því sem hún ber og þess sem hún innheimtir. „Þessu hlutverki verslunar hefur ekki verið gefinn mikill gaumur,“ segir Ágúst. Á næstu árum mun sjálfsaf- greiðsla aukast mikið auk þess sem netverslun mun verða stærri. Hann segir að nauðsynlegt sé að mennta starfsfólk í greininni betur til að mæta þeim kröfum sem breytt landslag kalli á, en í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey var meðal annars sagt að til að ná fram aukinni framlegð á Íslandi þyrfti að færa um 20% af vinnuafli þjóðarinnar úr verslun og þjónustu yfir í aðrar greinar. 40 þúsund vinna við verslun  Um 20% fólks á íslenskum vinnumarkaði vinna í verslunargeiranum  Skattar frá starfsmönnum verslunar nema um 75 milljörðum króna  Nauðsynlegt er að mennta starfsfólk í greininni betur Morgunblaðið/Kristinn Rannsókn Umfang verslunarinnar á Íslandi er meira en menn gerðu sér grein fyrir að mati Ágústs Einarssonar. Ágúst Einarsson „Gjaldeyrishöftin eru að drepa íslenskt efnahagslíf. Þeim hef- ur verið líkt við krabbamein og það er réttmæt lýsing og krabbamein getur valdið dauða. Gjaldeyrishöftin end- urspegla þau höft sem voru á verslun á árunum áður með spillingu og verri lífskjörum en þurfti. Við erum að stefna inn í það sama,“ segir Ágúst Ein- arsson. Hann segir eina helstu niðurstöðu skýrslunnar, sem hann kynnti í gærmorgun, vera nauðsyn þess að afnema gjald- eyrishöftin. Á þau sannindi væri aldrei of oft bent í ræðu og riti. „Með höftum er ekki hægt að byggja neitt heilbrigt at- vinnulíf eða búa mönnum þau lífskjör sem menn gætu haft. Gjaldeyrishöftin vekja minn- ingar um höftin sem voru hér um miðja síðustu öld og voru lengur en þau þurftu að vera og sköpuðu verri lífskjör,“ seg- ir Ágúst. Eru að drepa efnahagslífið ÁHRIF GJALDEYRISHAFTA NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. MYNDARLEGUR Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l / 100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is www.landrover.is OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 7 3 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.