Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Þorsteinn, hér varð ekkert slys, heldur ískaldur ásetningur. Það er langt síðan við vorum lítil börn og lék- um okkur við strönd- ina. Þá kunnu allir að lesa og það þótti gott þegar við tókum til hendinni og unnum okkur inn smáaura, í dag heitir það barna- þrælkun. Við ærslu- ðumst stundum í skólanum og kenn- arinn agaði okkur, í dag mæta börnin í skólann með lögfræðing. Við leituðum uppi afvikna staði og böksuðum við að reisa áramótabrennur, guð hjálpi þeim börnum sem reyna það í dag. Kristin fræði voru kennd í skólum og við vor- um hluti af vestrænni menningu, í dag veit enginn muninn á kristnum gildum og kristinni trú, í dag réttir enginn hjálparhönd manni sem liggur blóð- ugur á götunni. Við reistum okkur þak yfir höfuðið að loknum venjulegum vinnudegi, í dag heitir það skattsvik. Við stofn- uðum lítil fyrirtæki, ef enga vinnu var að fá, og áttum svolitlar vonir um að þau gætu gengið, í dag er þúsund manna ríkisrekinn eftirlitsiðnaður sem sér um að svoleiðis vonir rætist ekki. Unga fólkið lærði til verka og stundaði sína vinnu í friði, stofnaði skóla, sjúkrahús og hingað sóttu meira að segja útlendar nunnur og prestar, sem stofnuðu skóla og sjúkrahús, sem þau síðan gáfu okkur, þegar þau létu af störfum. Í dag formælum við þessu fólki af því að á meðal þess voru ein- staklingar sem höguðu sér eins og verstu Íslendingar og við viljum lög- sækja kirkju þess. Þá var til land, sem hét Ísland, og við áttum það og elskuðum af því að við vorum frjáls þjóð í frjálsu landi. Ekkert var svo erfitt að ekki væri ger- andi að gera það betra. Í dag er það til sölu fyrir fáeinar evrur. Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar. Eign okkar allra og við undum við fjallavötnin fagurblá, í gær var það þjóðnýtt og nú má enginn fara þar um nema fuglinn fljúgandi og maður gangandi. Mið-Sovétið, 70% af land- inu, er aðeins til að horfa á, ekki til að snerta. Stoltið okkar þá var Háskólinn, við hann voru stóru vonirnar bundnar og framtíðin einnig en það var aðeins hrokinn sem þar var kenndur. Ekkert sem sagt hefur verið síðan er mark- tækt nema það sé sagt af háskóla- menntuðum manni og húsin sem við reistum eftir þeirra forskrift hristust í sundur af alkalí og öðru. Handritin komu heim og byggt var yfir þau hús og hinir vitru tala þau niður, segja þau aðeins lygasögur og hindurvitni, ein- göngu til að geyma í glerskápum, og selja að- gang að. Nú sitjum við hér, hnípin þjóð í vanda, orð- in gömul og eigur okkar komnar á skattstofuna. Unga fólkið, sem lærði til verks, hefur verið svælt úr landi, hjúkr- unarfólkið vélsmiðirnir, trésmiðirnir og allir hin- ir sem eitthvað kunnu. Við kveikjum á sjónvarp- inu og hlustum á ríkisstjórnina segja okkur að við höfum það gott, allt ann- að sé lygi, og það sem verra er, við höfum ekkert vit á því hvað gott er. Jæja! Ég held að fyrir gamla út- brunna fauska eins og mig sé það hollast að leggja aftur augun og horfa ekki í kring um sig og við þig, Þor- steinn Eggertsson, vil ég segja: „Farðu út aftur meðan fært er, hér er ekkert eftir nema von um nokkrar evrur.“ Svar við grein Þorsteins Eggertsson- ar, Menningarslys Eftir Kristján Hall Kristján Hall »Nú sitjum við hér, hnípin þjóð í vanda, orðin gömul, og eigur okkar komnar á skattstofuna. Höfundur er áhugamaður um líf og menningu. Mér brá nú heldur þegar ég las grein Þor- steins Eggertssonar í Morgunblaðinu 20. mars. Datt mér helst í hug að Þorsteinn væri að lýsa martröð sem hann hefði fengið sem síðan yrði efni í texta enda maðurinn snilldar textasmiður. Þó var undarlegt, og ekki hon- um líkt, að hann skyldi ætla sér að yrkja svo neikvætt um gamla heimabæinn sinn og þetta hlytu því að eiga að verða öf- ugmælavísur. Staðhæfing um að verið sé „að þurrka út menningarstarfsemina í Keflavík“ eins og Þorsteinn segir í grein sinni, er fjarstæða og getur því ekki flokk- ast undir annað en öf- ugmæli og þar að auki einkennilega tímasett í vikunni eftir að Safna- helgi á Suðurnesjum var haldin, þegar þús- undir gesta flykktust inn á söfnin okkar, þar á meðal inn á Byggðasafn Reykjanesbæjar, Lista- safn Reykjanesbæjar og Bátasafn Gríms Karlssonar sem öll eru staðsett í Duushúsum í Grófinni. Í Duushúsum eru nú fjórir sýningarsalir þar sem bæði myndlist og sögu eru gerð skil á faglegan og skýran hátt og einnig eru haldnar þar alls kyns menningaruppákomur s.s. tónleikar og bókmenntakvöld. Núna á fimmtudaginn er einmitt árlegt menningarkvöld Bókasafnsins sem ber heitið Erlingskvöld, Erlingi Jónssyni sem nefndur er í grein Þor- steins, til heiðurs. Þess má líka geta að sýning á skúlptúrum Erlings var sett upp í Bryggjuhúsi Duushúsa á sl. Ljósanótt til að sýna fólki hvar safnið hans verður til húsa eftir að end- urgerð Bryggjuhúss verður lokið, sem er skammt að bíða. Ef haldið er út úr Grófinni í Kefla- vík sem Þorsteinn gerir að umtals- efni í greininni, en höldum okkur þó innan landamerkja Reykjanesbæjar, má einnig benda á Safnamiðstöð Reykjanesbæjar þar sem Byggða- safnið hefur höfuðstöðvar og slökkvi- liðsmenn eru að leggja lokahönd á sýningu um sögu slökkviliða á Ís- landi, Rokkheima Rúna Júl, sýn- inguna Orkuverið Jörð og síðast en ekki síst hina glæsilegu Víkinga- heima þar sem nú má sjá fimm skemmtilegar sýningar og þar af þrjár sem settar voru upp sl. vor. Þess má svo geta í lokin, að nú er einnig verið að leggja lokahönd á Hljómahöllina þar sem Popp- minjasafn Íslands mun verða til húsa. Þau söfn og sýningar sem hér hafa verið upp talin, eru opin alla daga og þar er tekið á móti tugþúsundum gesta á hverju ári og við hlökkum til að taka sem fyrst vel á móti Þorsteini Eggertssyni, einum af merkilegustu sonum bæjarins í menningarlegu til- liti. Vertu velkominn Þorsteinn Eftir Valgerði Guðmundsdóttur Valgerður Guðmundsdóttir » Staðhæfing um að verið sé „að þurrka út menningarstarfsem- ina í Keflavík“ eins og Þorsteinn segir í grein sinni er fjarstæða og get- ur því ekki flokkast und- ir annað en öfugmæli … Höfundur er framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar. Duushús, menningar- og listamiðsöð Reykjanesbæjar. TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Golfhermir DOUBLE EAGLE 2000 Frábær aðstaða til að spila golf. Þú getur valið um 9 golfvelli, St. Andrew´s, Coeurd Alene, Firestone, Pebble Beach, Druids Glen, Doral Resort, Emirates. Óþarfi að týna sveiflunni í vetur Hægt er að bóka fasta tíma í vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.