Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Tvær lögregluþyrlur hröpuðu til jarðar skammt frá Ól- ympíuleikvanginum í Berlín með þeim afleiðingum að minnst einn lést og fjórir slösuðust, tveir þeirra alvar- lega. Slysið varðá æfingu lögreglunnar í Berlín en þyrl- urnar áttu að vera hluti af umfangsmikilli æfingu lög- regluembættis borgarinnar þar sem 400 lögreglumenn voru að æfa viðbrögð við óeirðum á knattspyrnuvöllum. Mikil snjókoma er í Berlín og skyggni ekki gott, að sögn BBC, breska ríkisútvarpsins. Alls voru þrjár þyrlur notaðar í æfingunni en talið er að tvær þeirra hafi skoll- ið saman. AFP Lögregluþyrlur rekast á í Berlín Seðlabanki Evrópu hefur gefið stjórnvöldum á Kýpur frest fram á mánudag til að safna 5,8 milljörðum evra til tryggingar fyrir áframhald- andi fjárhagsaðstoð og forsendu fyrir 10 milljarða neyðarláni. Skil- yrði seðlabankans kemur í kjölfarið af höfnun kýpverska þingsins á samkomulagi sem Evrópusamband- ið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settu upphaflega fram sem skilyrði fyrir neyðarláni til Kýpur. Upphaf- legi samningurinn gerði m.a. ráð fyrir því að skattur yrði lagður á innistæður í bönkum en mikil óánægja var með það skilyrði á Kýpur. Allir bankar í landinu hafa verið lokaðir í þessari viku til að forðast bankaáhlaup en fólk hefur streymt í hraðbanka til að taka út reiðufé þar sem víða er erfitt að nota tékka og kort. Þá hefur kauphöllin á Kýpur einnig verið lokuð í vikunni. Kýpversk stjórnvöld ætla að bregðast við nýju skilyrði Seðla- banka Evrópu með því að setja upp opinbera fjárfestingarsjóði með út- gáfu skuldabréfa og skoða þann möguleika að þjóðnýta lífeyrissjóði landsins. Michael Sarris, fjármálaráðherra Kýpur, segir að einnig sé verið að skoða lán frá Rússlandi en landið hefur nú þegar fengið 2,5 milljarða lán frá Rússum. „Auk þess að ræða forsendur nýrra lána frá Rússlandi erum við að horfa á aukna fjárfest- ingar Rússa á Kýpur og kemur þar til greina að rússneskir fjárfestar komi að kaupum á kýpverskum bönkum.“ Vilja lausn fyrir mánudag  Stjórnvöld á Kýpur þurfa að safna 5,8 milljörðum evra fyrir mánudag til að fá neyðarlán frá Evrópusambandinu Julia Gillard, forsætisráðherra Ástr- alíu, baðst í gær afsökunar á ættleið- ingarstefnu Ástrala á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þúsundir manna, sérstaklega ógiftar mæður, voru þvingaðar til að gefa börn sín til ættleiðingar en að baki ættleiðingunum stóðu aðallega trúarhópar sem styrktust verulega eftir síðari heimsstyrjöld. Rannsókn á ættleiðingunum hefur leitt í ljós að á því tímabili sem um ræðir voru 225 þúsund börn tekin frá mæðrum sínum og gefin til ættleið- ingar. Í ræðu sem Gillard hélt fyrir hóp fólks sem var beitt þessum mikla órétti á sínum tíma baðst hún afsök- unar fyrir hönd ástralskra stjórn- valda. „Ykkur, mæðurnar, sem voru sviknar af kerfi sem gaf ykkur ekk- ert val og misbauð ykkur, kom illa fram við ykkur og braut gegn ykkur, vil ég biðjast afsökunar,“ sagði Gill- ard í ræðu sinni en hún bætti því við að engin orð gætu bætt fólki þann skaða sem það hefði orðið fyrir á um- ræddum tíma. AFP Afsökun Julia Gillard biður afsökunar á þvinguðum ættleiðingum. Beðist afsökunar á ættleiðingum  Mæður þvingaðar til að gefa börnin Vinsælu derhúfurnar og hjálmaljósin frá LeDitSee komin aftur Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Glæsilegt úrval gjafavara LAUgavegi 32 562-6600 kringlan 822-9077 smáralind 571-1122 HALFPIN T 3.290,- fill er u p 3.290,- tetris heat changing mug 1.990,- Vínil glasamott ur 2.790,-iphone hulstur 1.990,- hopside down 3.490,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.