Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Flestir þeirra sem skilaðhafa inn umsögnum umlagafrumvarp SteingrímsJ. Sigfússonar, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu, fara hörðum orðum um efni frumvarpsins. Á meðal þess sem um- sagnaraðilar gagnrýna er að ákvæði frumvarpsins feli í raun í sér frekar miklar breytingar á eignarhaldi auð- linda, að frumvarpið sé lagt fram stuttu fyrir þinglok og að hags- munaðilum hafi verið gefinn of stutt- ur umsagnarfrestur um það; ein- ungis tveir virkir dagar. „Ég hef ekki tök á því að skila skriflegri umsögn innan þessara knöppu tímamarka en hef verulegar efnislegar athugasemdir við fram- komið frumvarp sem af óskiljan- legum ástæðum er klætt í búning „samræmingarmáls“ en felur þvert á móti í sér grundvallarbreytingu á eignarréttarlegri stöðu grunnvatns- og grunnvatnsréttinda,“ segir í um- sögn Karls Axelssonar, hæstarétt- arlögmanns og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, um frumvarpið. Mögulega stjórnarskrárbrot Þá bendir Karl jafnframt á í umsögn sinni að ekki verði séð að nein úttekt hafi verið gerð á þeim áhrifum frumvarpsins né heldur augljósum árekstri við eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar. Þá gagnrýnir hann að í frumvarpinu sé talað um samræmingu á lagaþróun með því að flytja ákvæði um grunn- vatn úr auðlindalögum yfir í vatnalög en skilja jarðhitann þar eftir enda sé jarðhiti í eðli sínu ekkert annað en heitt grunnvatn. Í sameiginlegri umsögn Lands- sambands veiðifélaga og Lands- samtaka landeigenda á Íslandi er bent á að í frumvarpinu sé ráðgert að afnema með lagasetningu fullkominn og beinan eignarrétt landeigenda yf- ir grunnvatni sem tryggður er með núgildandi lögum. „Landssamband veiðifélaga og Landsamtök landeig- enda lýsa undrun sinni á að fram- kvæmdavaldið skuli ganga fram með þeim hætti að leggja fram frumvarp sem afnemur lögvarinn beinan eign- arrétt landeigenda að grunnvatni. Enginn vafi er að frumvarp þetta fer í bága við 72. gr. gildandi stjórnar- skrár um vernd eignarréttar,“ segir í umsögninni en þar er jafnframt um- fjöllun um eðli málsins í greinargerð þess gagnrýnd og hún sögð villandi. Þá gera Bændasamtök Íslands alvarlegar athugasemdir við frum- varpið en í umsögn þeirra segir að athugasemdir með frumvarpinu beri allar þess merki að um sé að ræða eins konar samræmingarmál, hins vegar sé þvert á móti um að ræða grundvallarbreytingu á eignarrétt- arlegri stöðu grunnvatns. Þar að auki gera Bændasamtökin alvarlega athugasemd við þau vinnubrögð Al- þingis að gefa hagsmunaaðilum ein- ungis tveggja virkra daga frest til að skila inn umsögn um frumvarp sem varðar stjórnarskrárvarinn eign- arrétt landeigenda. Samtök atvinnulífsins og Sam- tök iðnaðarins skiluðu einnig sam- eiginlegri umsögn um málið en þau telja málsmeðferð þess hafa verið óviðunandi. Í um- sögn SA og SI segir að sam- tökin hafi áhyggjur af því að frumvarpið feli í reynd í sér miklar breytingar á eignarhaldi auðlinda og gæti haft áhrif á bæði fiskeldisfyr- irtæki og ylrækt- endur. Deilur um eignarrétt á grunnvatni Morgunblaðið/Einar Falur Eignarréttur á grunnvatni Ýmsir hagsmunaaðilar gagnrýna frumvarp ráðherrans og telja að það feli í sér breytingar á eignarhaldi grunnvatns. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvers vegnaundirrit-uðu nú- verandi og fyrr- verandi vara- formaður Samfylking- arinnar skyndi- lega samning um landakaup, sem snertir rekstur Reykja- víkurflugvallar, án aðildar þess ráðherra sem fer með flugmál í landinu? Og hvers vegna var sleppt að geta þess í gleðiríkum tilkynningum flokkssystkinanna um þennan atburð að enn hefði ekki verið uppfyllt skipulagsbundin for- senda þessara kaupa? Fyrir liggur að forsenda kaupanna er að NA/SV-braut flugvallarins verði lögð niður. Og forsenda þess liggur einnig fyrir og er bundin í samningi ríkis og borgar. Sú forsenda er að flugbraut á Keflavík- urflugvelli, sem notuð er við sömu vindaðstæður og brautin í Reykjavík, verði opnuð á ný, áður en hinni verður lokað. Það hefur ekki verið gert. Og það sem meira er, þá sér fjár- hagslegs undirbúnings opn- unar brautarinnar í Keflavík ekki einu sinni stað á sam- gönguáætlun, eins og tilkynnt hafði verið þegar árið 2006 að gert yrði. Auðvitað mega allir, stjórn- málamenn sem aðrir, stefna að því að leggja flugvöllinn í Reykjavík af. Fáir hafa gefið sig fram sem vilja gera slíkt, án þess að frambærilegir flugkostir aðrir, sem tengi höfuðborg og lands- byggð, liggi fyrir. Reynt hefur verið að vísa á Hólmsheiði sem stæði fyrir flugvöll framtíðar. Nýlega var reynt að tala upp nýja rannsóknarskýrslu um þá staðsetningu. Glannalegum fullyrðingum, sem þá voru settar fram, hefur verið svar- að með afgerandi hætti. Ann- markar á því flugvallarstæði eru meiri en svo, að sú lausn teljist boðleg. Það er sjálfsagt að kjörnir fulltrúar höfuðborgarinnar láti spurninguna um Reykja- víkurflugvöll mjög til sín taka. En þeir hljóta þó að gæta þess að umgangast málið einvörð- ungu á grundvelli réttra upp- lýsinga, enda mikið í húfi. Og þeir hljóta einnig að viður- kenna að þeim beri að horfa til sjónarmiða hvaðan sem þau koma af landinu, ekki síst þeg- ar hagsmunirnir tengdir flug- vellinum ná svo augljóslega til landsins alls. Fagráðherrann sem málið fellur undir hefur góðan skiln- ing á þessum þætti. Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er mikilvæg. Hún hentar illa sem pólitískt sjónarspil} Sérkennilegt sjónarspil Í fyrrakvöldhéldu borgaryf- irvöld fund með íbúum um upp- byggingu í Úlfars- árdal. Var sá fund- ur augljóslega ekki ætlaður til að hlusta á sjón- armið íbúa eða eiga við þá sam- tal um vandann sem við blasir í hverfinu. Á fundinum, sem átti að standa í hálfan annan tíma, voru átta frummælendur til að lesa yfir íbúunum ræður sem höfðu mislítið með vanda hverfisins að gera, en sem kunnugt er hefur uppbygging gengið afar hægt og margir íbúar telja sig illa svikna og þykir borgaryfirvöld sýna stöðunni lítinn skilning. Fundurinn gerði ekkert til að draga upp aðra mynd í huga þessara íbúa en staðfesti ein- ungis að borgaryfirvöld hafa hvorki raunverulegan áhuga á að leysa vandann né að hafa raunverulegt samráð við íbúana um lausnina. Á fundinum lásu frummæl- endur upp ræður sínar þar til fundartíminn var nánast búinn og að því loknu var opnað fyrir fáeinar fyrir- spurnir íbúa en um leið þrýst á þá að tala sem minnst. Og borgarstjóri, sem tók tvisvar til máls á fundinum, gætti þess vandlega að svara engri af spurningum íbúanna, en gat þess að sér þætti erfitt að koma á fundi og mæta reiðu fólki. Ólíklegt má telja að íbúarnir hafi tekið frá tíma til að mæta á fundinn og hlusta á þær lang- lokur sem þar var boðið upp á, hvað þá til að taka þátt í að vorkenna borgarstjóra að þurfa að sinna störfum sínum. Þeir hafa á hinn bóginn vænt- anlega vonast eftir að borg- arstjóri væri kominn í hverfið til að hlusta á þá, ræða við þá og gera í það minnsta tilraun til að svara þeim. Jón Gnarr Kristinsson borg- arstjóri boðaði nýja tíma með framboði sínu og öðruvísi póli- tík. Ætli íbúar borgarinnar vildu ekki heldur „gömlu“ póli- tíkina þar sem sjónarmið borg- arbúa skiptu máli og íbúa- fundir voru annað og meira en sýning og sýndarmennska. Samtöl við borg- arbúa eru orðin að löngum einræðum borgaryfirvalda} Sýning og sýndarmennska G osi, Pinocchio, hefði orðið 130 ára á árinu ef hann hefði lifað, reynd- ar ef hann hefði verið til yfirleitt, því eins og allir vita var hann persóna í barnasögunni Le Av- venture Di Pinocchio eftir ítalska rithöfund- inn Carlo Collodi sem kom út fyrir 130 árum; í febrúar 1883. Liður í ævintýrum Gosa eru kynni hans af óþokkunum Ketti og Ref sem fregna af gullpeningum sem spýtustrákurinn á að færa tréskeranum Geppetto, „föður“ sín- um. Í framhaldinu narra þeir Gosa til að grafa gullið á Kraftaverkaakrinum, Campo dei Miracoli, enda muni spretta af því peningatré og pund hans margfaldast. Við torg eitt óvenjulegt í ítölsku borginni Pisa standa fjórar sögulegar byggingar; klukkuturn, sem borið hefur hróður ítalskrar verkfræði um allan heim, skírnarkapella, grafhýsi og mikil kirkja, Dómkirkjan í Pisa. Ítalska skáldið Gabriele d’Annunzio gaf torginu heitið Kraftaverkatorgið, Piazza dei Miracoli, í ljóði í upphafi síðustu aldar. Dómkirkjan í Pisa, hverrar hornsteinn var lagður fyr- ir 920 árum, er mikið listaverk, ekki síður en aðrar bygg- ingar við Kraftaverkatorgið, mesta listaverkið reyndar eins og sést vel þegar komið er inn í hana. Svipmót kirkj- unnar er býsanskt og þverröndóttar súlur lagðar svört- um og hvítum marmara setja sterkan svip á hana. Kirkj- an var reist fyrir stríðsgóss eftir að Palermó var hernumin og Sikileyjaremíratið leyst upp 1072 og íburð- ur er gríðarlegur í henni, eins og tilheyrir í kaþólskum sið, greinilegt að ekkert hefur verið til sparað, listaverk á veggjum, stór- brotinn útskurður, gull í bryddingum og á köntum, og hvar sem því verður við komið. Eitt af því sem vakið hefur hvað mesta at- hygli við nýjan leiðtoga kaþólsku kirkjunnar, Frans fyrsta páfa, er að hann hefur lagt áherslu á skyldu kirkjunnar gagnvart fátæk- um; kirkjan eigi að vera fátæk og fyrir fá- tæka. Ýmsir hafa og talið sig sjá merki þess að orð muni fylgja efndum því Frans I. kaus heldur páfahring úr silfri en úr gulli og geng- ur ekki á rauðum gullbryddum páfaskóm, þó að hann noti vissulega top notch mokkasínur. Ég kom til Pisa fyrir mörgum árum og gekk þá um Kraftaverkatorgið, skoðaði klukkuturninn skakka, skírnarkapelluna, grafhýsið og dómkirkjuna. Kannski var ég með snert af Stendhal-heilkenninu, búinn að fá of mikið af fegurð í Ítalíuheimsókninni, því þar sem ég gekk um dómkirkj- una og virti fyrir mér skrautið og flúrið og pellið og purpurann fann ég ekki til aðdáunar – ég varð bálreiður. Víst var þetta falleg bygging, en hefði hún ekki verið margfalt fallegri ef hún hefði verið skóli eða sjúkrahús? Ef öll sú orka og allt það fé sem runnið hefur í að reisa skrauthýsi utan um draugasögu hefði verið nýtt í heilsu- gæslu og menntun, hefði þá ekki uppskeran verið meiri af Kraftaverkatorginu í Pisa en af Kraftaverkakrinum hans Gosa? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Gosi og kraftaverkin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Ég tel að þetta sé mjög þörf og alveg hárrétt ráðstöfun vegna þess að það er komin niðurstaða í það hvernig eigi að fara með fyrirbærið vatn í þessum skiln- ingi,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon aðspurður út í gagnrýn- ina á frumvarpið. Að sögn hans er vatn sameig- inlegt og enginn eigi það í eign- arlegum skilningi. „Réttindin eru hins vegar skilgreind nýting af- nota og nýtingarréttindi sem fela ekki í sér beinan eignarrétt á vatninu. Það er það sem verið er að gera í þessu litla frumvarpi, það er verið að færa ákvæði jarða um rannsókn og nýtingu auðlinda í jörðu til samræmis við þessa niðurstöðu Alþingis og færa grunnvatnið þar með sam- an við yfirborðsvatnið,“ seg- ir Steingrímur og bendir á að hann telji ekki ástæðu fyrir menn að hafa áhyggjur af þessu nema þeir vilji ekki una nið- urstöðunni sem varð um sjálf vatnalögin. Segir áhyggj- ur óþarfar EINUNGIS SAMRÆMING Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.