Morgunblaðið - 25.03.2013, Page 8

Morgunblaðið - 25.03.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Björgvin G. Sigurðsson talar einsog ríkisstjórnin sé við það að leggja fram frumvarp sem eigi að losa álversframkvæmdir í Helguvík úr klakaböndum. Aðrir stjórnar- liðar kannast minna við þessi áform rík- isstjórnarinnar.    Katrín fjár-málaráðherra er síður bjartsýn um að hlutirnir séu að gerast á næstu dög- um en talar um að viðræður séu í gangi og að horft sé til sambærilegra leiða og farnar séu í frumvarpi um Bakka.    Katrín mennta-málaráðherra er enn skemmra á veg komin en nafna hennar og á milli hennar og Björg- vins eru himinn og haf. Hún telur ekki einu sinni tímabært að ræða málið.    Munurinn á Helguvík og Bakkaer sá að Helguvík er ekki í kjördæmi leiðtoga VG og þess vegna er flokkurinn jafn mikið á móti stóriðju í Helguvík og hann hefur verið þó að kosningar séu að nálgast.    Samfylkingin, sem ekkert hefurgert á kjörtímabilinu fyrir upp- byggingu í Helguvík, nema síður sé, hefur núna líka vaknað upp við að framundan eru kosningar og þá þurfa frambjóðendur í Suður- kjördæmi að tala um atvinnumál.    Allt er þetta jafn trúverðugt ogannað sem stjórnarliðar hafa aðhafst í atvinnumálum. Björgvin G. Sigurðsson Ólík kjördæmi, Bakki og Helguvík STAKSTEINAR Katrín Júlíusdóttir Katrín Jakobsdóttir Veður víða um heim 24.3., kl. 18.00 Reykjavík 7 léttskýjað Bolungarvík 3 léttskýjað Akureyri 3 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Vestmannaeyjar 4 léttskýjað Nuuk -1 heiðskírt Þórshöfn 4 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 léttskýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Helsinki 1 heiðskírt Lúxemborg 1 heiðskírt Brussel 1 skýjað Dublin 2 skýjað Glasgow 2 skýjað London 0 skýjað París 6 alskýjað Amsterdam 2 heiðskírt Hamborg 0 léttskýjað Berlín -1 heiðskírt Vín -2 alskýjað Moskva -7 snjóél Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -6 alskýjað Montreal 2 alskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 1 skýjað Orlando 25 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:10 19:59 ÍSAFJÖRÐUR 7:12 20:06 SIGLUFJÖRÐUR 6:55 19:49 DJÚPIVOGUR 6:39 19:29 MIKIÐ ÚRVAL af garni, blöðum, prjónum, tölum, og öðrum prjónavörum Þönglabakka 4, sími: 571-2288, www.gauja.is Lopi frá Ístex - mögulega besta verð á landinu! Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Svæðið er í fullkomnu ástandi, allar brekkur og lyftur í toppstandi. Það er langt síðan það hefur litið svona vel út,“ segir Gautur Ívar Hall- dórsson, forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, en tæplega fjögur hundruð manns renndu sér í skíða- brekkum bæjarins í prýðisveðri í gær. Á miðvikudag hefst skíðavika sem stendur yfir páskana með þéttri dag- skrá. Gautur segir útlitið gott fyrir páskana, spáð sé góðu veðri og búist sé við um þúsund manns á skíða- svæðið yfir alla dagana. „Það er góður andi í mann- skapnum og við erum mjög spennt fyrir páskunum,“ segir hann. Bestu mögulegu aðstæður Á Akureyri voru aðstæður til skíðaiðkunar einnig með besta móti og lagði vel á annað þúsund manns leið sína í Hlíðarfjall í gær að sögn Ólafs Kjartanssonar, svæðisstjóra 2. „Það var draumaveður alveg hreint. Besta færi og besta veður sem hægt er að hugsa sér,“ segir hann. Miðað við fyrirspurnir segir Ólaf- ur að menn sjái fram á góða aðsókn að skíðasvæðinu frá og með skírdegi. „Þegar maður hlustar á gestahóp- inn heyrir maður mikið í utanbæjar- fólki sem hefur komið um leið og frí byrjaði hjá krökkum í skólunum,“ segir hann. Spáin sé góð fyrir páskana og starfsfólkið hlakki til. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Brekkurnar Fjölmargir brugðu sér á skíði í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Skíðaveður eins og best verður á kosið  Ísfirðingar undirbúa skíðaviku Tímar þegar opið er » Opið verður í Bláfjöllum fram að páskum á milli 11-21. Opið verður alla páskana á milli 10-17. » Á skíðasvæðinu í Odds- skarði fer fram hátíðin Páska- fjör. Þá verður opið í brekk- unum á daginn og aftur á milli 20-23 á skírdag og laugardag fyrir páskadag. » Margs konar dagskrá verður á öðrum skíðasvæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.