Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Okkur hér,eyjar-skeggj-
unum á nyrðri
enda Evrópu, hef-
ur mörgum verið
hugsað til sunn-
lendinga álfunnar,
á Kýpur. Það eru aðeins fáeinir
mánuðir síðan þeir sátu í for-
sæti Evrópusambandsins og
hefðu því átt að vera tákngerv-
ingar fullyrðinga íslenskra
„evrópufræðinga“ um hve mikil
áhrif smáríki hafa innan ESB.
Fyrrgreindir virðulegir
fræðimenn vita ekki meira um
Evrópu en aðrir, en þeir þykj-
ast þekkja kosti ESB og þar
með aðildar að því, út og inn.
Eru þeir mjög útbærir á þessa
þekkingu sína. Um galla ESB
eða þá sem kunna að fylgja því
að selja fullveldi ríkja undir
teikniborðstilveru þessa sam-
bands, virðast hinir sömu ekki
hafa heyrt margt. Af þeirri
ástæðu og eins hinu að Evrópa
og ESB er tvennt ólíkt, hafa
gætnir menn fræðimannsheitið
stundum innan gæsalappa og
dugar varla til.
Nýverið gerði hið þekkta
þýska vikurit Der Spiegel
myndarlega úttekt á hvernig
hlutir gengju fyrir sig á leið-
togafundum ESB í núverandi
krísuástandi. Þáverandi forseti
Kýpur var í forsæti þegar
fréttaskýringin var gerð. Þá
var nefnt, eins og í framhjá-
hlaupi, að forseti Kýpur hafi,
sem oddviti formennskurík-
isins, flutt ávarp í 4 mínútur í
upphafi fundarins. Fundar-
menn létu ekki svo lítið að
hlusta þá stuttu stund og
Þýskalandskanslari gantaðist
við sessunauta sína meðan á
þessu skylduatriði stóð. Der
Spiegel bætti tvennu við eins
og til skýringa. Það fyrra var
ábending um að formennsku-
forsetinn kæmi frá smáríki og
hitt að forseti Kýpur væri orð-
inn vanur þessu virðingarleysi,
því þetta væri alsiða við slíkar
athafnir í hans formennskutíð.
Nú hefur Kýpur fengið nýjan
forseta. Landið er ekki lengur í
formennsku fyrir ESB, heldur
eitthvert annað ríki, sem engu
máli skiptir hvert er. Og nú
þarf Kýpur á hjálp „bræðra-
þjóðanna“ að halda, því að ella
er talið að efnahagslíf eyj-
arinnar kollsigli sig. Hafi áður
verið skilyrði til að sýna smá-
ríkinu yfirlæti hafa þau enn
vænkast.
Kýpur hafa verið sett skil-
yrði fyrir björgunaraðgerð-
unum. Skilyrðin voru að vísu
ekki gallalaus þegar þau bárust
og stönguðust til að mynda á
við lágmarkskröfur tilskipana
um innstæðutryggingar, sem
íslenskir leiðtogar töldu vera
fyrirmæli sem
kæmu næst á und-
an boðorðunum tíu
í virðingarröð.
Vegna uppnáms
sem varð vegna
framsetningar skil-
yrðanna treysti
ekki einn einasti þingmaður á
þingi Kýpur sér til að sam-
þykkja þau á þeim fundi sem til
þess var skammtaður. (Alþingi
samþykkti Icesave í þrígang og
er landið þó ekki enn komið í
ESB).
Leiðtogum ESB og stórríkja
þess er farið að leiðast þóf smá-
ríkisins. Til þess er tekið að
jafnvel kanslari Þýskalands,
sem þykir einkar yfirvegaður
þótt mikið gangi á, sé orðinn
mjög hvumpinn þegar spurt er
um málefni Kýpur, eins og gert
var á fundum með þingflokkum
stjórnarliðsins sl. föstudag.
Og nú hafa tökin verið hert
svo um munar. Seðlabanki
evrusvæðisins hefur tilkynnt
að hafi Kýpur ekki samþykkt
skilyrði þríeykisins á mánudegi
verði lokað á allar neyðarlínur
bankans til landsins og þá þurfi
ekki að binda um bankakerfi
þess. Sjálfsagt á þetta Evrópu-
sambands- og evruríki ekki
annars kost en að gera það sem
fyrir það er lagt.
Nú viðurkenna allir að skil-
yrðin sem Kýpur er gert að
uppfylla séu óvenjuleg, svo
ekki sé kveðið fast að. Ríkis-
stjórn Kýpur á að gera ákveð-
inn hluta innstæðna í bönkum
landsins upptækan áður en
bankar opna á ný. Slík aðferð
hefur aldrei áður verið notuð í
hinum vestræna heimi og stæð-
ist vart fyrir nokkrum dómstól.
Það er auðvitað satt og rétt
að geri Kýpur ekki það sem
herraþjóðir þeirra ákveða og
verði hótunum því fylgt eftir
fer bankakerfi Kýpur vafalaust
á höfuðið. Og ekki er þá ólík-
legt að innstæðueigendur á
eyjunni yrðu illa settir, og jafn-
vel mun verr en þótt þeir
myndu sæta þeim þjófnaði sem
í fyrirmælunum felast. Áhrif á
trúverðugleika banka á evru-
svæðinu eftir slíka aðgerð er
enn óráðin gáta.
Hvor leiðin sem farin verður
leiðir til ömurlegrar niðurstöðu
fyrir Kýpur. Skyldu þeir ekki
geta útvegað sér útskrift af
frægum blaðamannafundi ís-
lenska utanríkisráðherrans,
sem sagði að hefði Ísland verið
í ESB og verið með evru hefði
útrásarmönnum, sérstökum
skjólstæðingum flokks ráð-
herrans, ekki tekist að setja
landið í vandræði. En kannski
myndi þá krampakenndur hlát-
ur, eins og sá sem blaðamenn-
irnir fengu, bætast við aðrar
raunir eyjarskeggja.
Raunalegt er að
fylgjast með ógöng-
um Kýpur og þeirri
framgöngu sem
þeim er sýnd}
Kýpur upp við vegg vina
E
nn eru blikur á lofti í Evrópu. Nú
er það Kýpur sem á í erfiðleikum
og kunnuglegar fregnir berast
af björgunarpakka. Þetta er
fimmta ríkið á evrusvæðinu sem
lendir í slíkum raunum á aðeins þremur árum.
Eins og áður er horft til Þjóðverja þegar það
gerist. En hinum aðhaldssömu Þjóðverjum er
auðvitað illa við að kasta peningum á bálið og
þaðan heyrist gagnrýni á að á Kýpur geti
menn fengið skattaskjól í bönkum og stundað
peningaþvætti.
Og það er einmitt rótin að vandanum sem
evrusvæðið stendur frammi fyrir. Ríkin á
evrusvæðinu eru einfaldlega of ólík, bæði hvað
varðar stjórn efnahagsmála og fjárhagslega
stöðu. Ein skýringin er sú að pólitískar und-
anþágur hafa verið gerðar til að fjölga í
klúbbnum og fyrir vikið þurfa fæstar þjóðir að uppfylla öll
þau ströngu skilyrði sem sett eru fyrir aðild að evrusvæð-
inu.
Það var einmitt ein af forsendunum sem sumir stuðn-
ingsmenn aðildar Íslands að ESB nefndu á sínum tíma, að
Íslendingar fengju flýtimeðferð og við gætum áreið-
anlega tekið upp evruna með skemmri skírn án þess að
hafa uppfyllt öll skilyrðin. Hafi sá möguleiki einhvern
tíma verið fyrir hendi, þá verður það að teljast útilokað
núna, eftir rússíbanareið evrunnar síðustu þrjú árin.
Larry Elliott skrifaði ágæta grein í Guardian um
helgina um lærdóminn sem draga má af falli Lehman fyr-
ir evrusvæðið. Þar rifjar hann upp að bank-
anum var ekki bjargað vegna þess að hann var
talinn of lítill til að valda jarðhræringum í fjár-
málakerfinu. Annað kom á daginn. Fall Lehm-
an varð til þess að dómínókubbarnir féllu einn
af öðrum og má færa rök fyrir því að það hafi
gert út um bankana á litla Íslandi, hvað svo
sem annars hefði orðið.
Elliott varar við því að vanmeta afleiðingar
fjármálakrísunnar á Kýpur og bendir á að hún
afhjúpi veikleikana á evrusvæðinu. Það blasi
við að mun meiri miðstýringu þurfi á evru-
svæðinu. Í raun feli það í sér að ríki á borð við
Grikkland, Spán, Ítalíu og Kýpur þurfi að taka
við skipunum frá Þýskalandi og sætta sig við
að vera fylki en ekki sjálfstæð ríki. Og víst
muni þessar stoltu þjóðir eiga erfitt með að
sætta sig við það, jafnvel þó að allt léki í lyndi.
Og það segir hann hitt vandamálið sem menn standi
frammi fyrir á evrusvæðinu. Á meðan fjármálaráðherrar
tali um að hættunni hafi verið afstýrt fyrir mynt-
bandalagið, þá séu ærnir erfiðleikar heima fyrir, þar sem
vöxtur sé lítill, atvinnuleysi fari vaxandi og niðurskurð-
arhnífurinn sé á lofti. Skórinn hafi fyrst kreppt á jaðri
evrusvæðisins, en nú sé samdrátturinn farinn að bitna á
kjarnaríkjunum, Frakkland sé fátækt ríki, það sama eigi
við um Holland og jafnvel í Þýskalandi séu óveðursskýin
að hrannast upp.
Eftir stendur að kreppan í Evrópu hefur staðið í fimm
ár. Skyndilausnirnar virka ekki. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Enn blikur á lofti
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Nú starfar 1001 lögmaður ílandinu og hefur þeimfjölgað úr 667 eða um50% á einum áratug. Árið
2007 útskrifuðust fyrstu lögfræðing-
arnir úr Háskólanum í Reykjavík. Nú
stefnir í að í árslok hafi HR og Há-
skóli Íslands útskrifað um 800 lög-
fræðinga með meistarapróf frá 2007-
2013. Þá eru ótaldir þeir sem útskrif-
ast frá Háskólanum á Akureyri og
Bifröst. Ingimar Ingason, fram-
kvæmdastjóri Lögmannafélagsins,
segir að fjölgunarinnar sjái stað.
„Það er erfiðara fyrir nýútskrifaða
lögfræðinga að komast í vinnu,“ segir
hann.
Munurinn á lögfræðingi og lög-
manni er sá að sá síðarnefndi hefur
náð sér í réttindi til málflutnings fyrir
dómstólum. Ingimar segir að áður
hafi verið sjaldgæft að lögfræðingar
sem ekki hafi verið komnir með vinnu
hafi sótt slíkt námskeið. Algengast
hafi verið að vinnuveitandi borgaði
kostnaðinn og greiddi vinnulaun
meðan á námskeiðinu stóð. Nú sé sí-
fellt algengara að nýútskrifaðir lög-
fræðingar sem ekki séu komnir með
vinnu í faginu taki námskeiðið og
greiði úr eigin vasa. Þannig telji þeir
sig standa framar í röðinni þegar
kemur að ráðningu í starf.
Vaxandi vandi á einu ári
Ingimar segir að næstu ár geti
reynst mörgum lögmanninum erfið.
Menn sjái ekki fyrir sér að mikil við-
bót verði við lögmannsstörf á næstu
árum, frekar að það dragi úr eft-
irspurn. Glíman við afleiðingar
bankahrunsins sé langt komin og
störfum vegna þess fari fækkandi. Þá
sé a.m.k. ekki í augnablikinu fyr-
irsjáanleg uppsveifla í atvinnulífinu
sem kalli á aukna þjónustu lög-
manna.
Lögmönnum er gert, með lög-
um, að vera félagar í Lögmannafélag-
inu. Árgjaldið er 42.000 krónur.
Einnig verður sjálfstætt starfandi
lögmaður að hafa starfsábyrgðar-
tryggingu sem kostar að lágmarki
160-200.000 kr. á ári. Ýmis annar
fastakostnaður bætist við. Það er
sem sagt alls ekki ódýrt að vera lög-
maður og Ingimar gerir ráð fyrir því
að félagsmönnum Lögmannafélags-
ins geti fækkað á næstu árum því lög-
menn muni skila inn réttindum sín-
um.
Brátt munu háskólar landsins
byrja að taka við umsóknum, m.a.
um nám í lögfræði sem tekur fimm
ár. Ingimar segir erfitt að gera sér
grein fyrir hver staðan verði þegar
þessir nemar útskrifast. „Ég hef
mestar áhyggjur af því fólki sem er
á síðustu tveimur árum laganáms.
Það getur staðið frammi fyrir því að
atvinnuhorfur verði mjög erfiðar,
það er mín tilfinning. Þetta er
vandamál sem hefur farið mjög vax-
andi á aðeins einu ári,“ segir hann.
Ingimar segir að mikil sam-
keppni sé á milli lögmanna og lög-
mannsstofa. Lögmenn hafi hins veg-
ar ákveðnar áhyggjur af því að
nýútskrifaðir lögfræðingar fari út í
lögmennsku strax að loknu réttinda-
námskeiði, án þess að hafa nægilega
reynslu til þess; nám sé eitt, reynsla
annað. Aðspurður hvort fjölgun lög-
manna og lögfræðinga hafi eða geti
leitt til meiri lagahyggju, þ.e. að
lög og lögfræði hafi meiri áhrif í
þjóðfélaginu, segir Ingimar að
hann telji svo ekki vera. Hing-
að til hafi verið töluverð eft-
irspurn eftir lögfræðingum,
m.a. vegna þess að eftirlitsiðn-
aðurinn hafi færst í aukana og
fyrirtæki verði því að gæta
betur að ýmsum laga-
legum skil-
yrðum.
Lögfræðingar koma
sér framar í röðina
Forskot Námskeið til málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi tekur um
6-7 vikur og er bæði stíft og dýrt, kostar á bilinu 200-250.000 krónur.
Hlutfall lögmanna er mun
hærra á Íslandi en annars
staðar á Norðurlöndum mið-
að við höfðatölu.
Í nýjasta tölublaði Lög-
mannablaðsins kemur fram
að hér á landi er einn lög-
maður á hverja 319 íbúa. Í
Noregi er hlutfallið einn á
móti 630, í Danmörku einn á
móti 947, í Svíþjóð er einn á
hverja 1.810 íbúa og í Finn-
landi er einn lögmaður á
hverja 2.766 íbúa. Ingimar
Ingason segir að það hljóti að
hafa áhrif að hér á landi hafi
lagadeildum háskóla
fjölgað úr einni í fjórar
á skömmum tíma.
„Það liggur í hlutarins
eðli að þá útskrifast
fleiri með lögfræði-
menntun og það hef-
ur einnig haft áhrif á
fjölda lögmanna,“ segir
hann.
Fleiri lög-
menn á haus
NÁMSFRAMBOÐ
Ingimar Ingason
Morgunblaðið/Árni Sæberg