Morgunblaðið - 25.03.2013, Side 2

Morgunblaðið - 25.03.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli- eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, smá af sultu og njóttu þess. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er alvarlegt mál. Við getum ekkert lagt í að gera við girðingar eft- ir veturinn í vetur. Girðingar eru allt- af skemmdar eftir snjó, og í giljum finnast alltaf girðingar sem þarf að gera við. Þetta býður þeirri hættu heim að talsverður straumur af fé geti farið milli hólfa,“ segir Þorsteinn Ólafsson, sérgreinalæknir hjá Mat- vælastofnun, um lítið fjármagn til við- halds varnargirðinga í ár. Matvælastofnun fékk 20,7 milljónir til viðhalds slíkra girðinga 2009, 15,1 milljón 2010 og 16,6 milljónir 2011. Fjárveitingin lækkaði í fyrra niður í 12 milljónir og nú ber svo við að stofn- unin fær ekkert fé til viðhalds í ár. Varnarlínur gegn sjúkdómum Þorsteinn telur stofnunina þurfa 30 milljónir til viðhaldsins í ár, ella takist ekki að halda í við uppsafnaða við- haldsþörf frá síðustu árum. Hann rifjar upp að girðingarnar hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að hindra útbreiðslu sjúkdóma í fé. „Þessar girðingar voru upphaflega settar upp þegar tekist var á við svokallaða karakúlsjúkdóma, mæði-visnu, votamæði og garna- veiki. Það var grundvall- aratriði í niðurskurði á fé að geta haldið því að- skildu með girðingum. Við losnuðum við lungnasjúdóma, mæði- Mennirnir sem létust í fallhlífaslys- inu á Flórída í Bandaríkjunum á laugardag hétu Örvar Arnarson og Andri Már Þórðarson. Örvar var fæddur 20. nóvember 1972 í Reykjavík og var hann því á 41. aldursári. Andri Már var fædd- ur 16. apríl 1987 í Reykjavík. Hann var á 26. aldursári. Örvar og Andri Már voru báðir ókvæntir og barnlausir. Þeir létust í slysinu Andri Már Þórðarson Örvar Arnarson Rannsókn stendur enn yfir á bana- slysi tveggja íslenskra karlmanna sem létu lífið í fallhlífarstökki á Flór- ída í Bandaríkjunum. Slysið átti sér stað í Zephyrhills, norðaustur af borginni Tampa, síðastliðinn laugar- dag. Hinir látnu hétu Örvar Arnar- son og Andri Már Þórðarson. Örvar var þrautþjálfaður fallhlíf- arstökkskennari og einn reynslu- mesti fallhlífarstökkvari landsins en Andri Már var nemandi í sínu sjö- unda stökki. Örvar og Andri Már voru báðir hluti af stærri hópi Íslendinga sem ferðast höfðu til Flórída til þess að taka þátt í árlegri kennsluferð fall- hlífarstökksfélagsins Frjálst fall. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gær segir m.a. að lítið sé hægt að segja til um orsakir slyssins, rann- sókn þess sé í höndum lögreglu og viðkomandi yfirvalda á Flórída. Hins vegar er vitað að annað par nemanda og kennara var um borð í sömu flug- vél og segir í áðurnefndri tilkynn- ingu að það par hafi átt „fullkomið stökk“. Hið sama má segja um aðra fallhlífarstökkvara sem um borð voru. Íslenski hópurinn var á vegum fyrirtækisins Skydive City í Zephyr- hills og hefur Sky fréttastofan eftir T.K. Hayes, einum af eigendum fyrirtækisins, að hinir látnu virðist ekki hafa ekki virkjað aðalfallhlífar sínar í stökkinu og þykir ekkert benda til galla í búnaði. Segir Hayes að sérstök tölva í búnaði mannanna hafi virkjað varafallhlífar þeirra og meðal þess sem verið sé að skoða er hvort þær hafi mögulega opnast of seint. Slysið á laugardag er ekki fyrsta banaslysið á vegum Skydive City en í janúar á síðasta ári lést van- ur stökkvari þegar hann lenti í vand- ræðum með fallhlífina. Annar fall- hlífarstökkvari lést 2010 og árið 2008 létust tveir stökkvarar. Orsök banaslyssins óljós  Tveir íslenskir karlmenn létu lífið í fallhlífaslysi á Flórída  Svo virðist sem aðalfallhlífar hafi ekki opnast  Fleiri slys hafa orðið hjá sama fyrirtæki á Flórída Fallhlífarstökk Frá starfsstöð Sky- dive City í Zephyrhills á Flórída. „Fjárskorturinn til viðhalds varnargirðinga er ógn við sauðfjárveikivarnir í landinu. Varnirnar eru þannig byggðar upp að við reynum að verja hrein svæði með öllum tiltækum ráðum. Þau eru gríðarleg auðlind. Við ferð- umst ekki með fé milli svæða, nema þegar við tökum líflömb af til- greindum svæðum, sem eru í líflambasölu, og flytjum þau yfir á önnur svæði. Þetta getur ógnað því að við náum að halda þessum svæðum hreinum,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, um fjárhagsvanda Matvælastofnunar. Með líflambi er átt við ásetningslamb sem er leyft að lifa þangað til það er orðið að kind. „Það hefur verið fjárskortur til viðhaldsins undanfarin þrjú ár en miðað við þær upplýsingar sem ég hef í dag stefnir í algjört óefni. Ef vel ætti að vera þyrfti 30 milljónir til verksins á ári.“ Ógn við varnarkerfið LANDSSAMTÖK SAUÐFJÁRBÆNDA ÁHYGGJUFULL Þórarinn Ingi Pétursson visnu og votamæði en garnaveiki var eftir. Við losnuðum heldur ekki við riðuveiki,“ segir Þorsteinn en garna- veiki barst til landsins með innfluttu karakúlfé árið 1933. Reglur um flutninga fjár Þorsteinn segir að án góðra varnargirðinga hafi takmarkanir á flutningi fjár lítið að segja. „Það er grundvallaratriði í baráttu gegn riðuveiki og garnaveiki að vera með reglur um flutninga á sauðfé um landið, milli landshluta. Þannig höfum við getað dregið úr útbreiðslu fleiri sjúkdóma. Það er aðeins leyfilegt að flytja sauðfé frá fjórum svæðum á landinu, og meira að segja á tveim af þeim svæðum er ekki leyfilegt að flytja það hvert sem er. Ef kind með sjúkdóma eins og garnaveiki eða riðu- veiki kemur inn í fjárhús og er þar um tíma er mjög hætt við því að hún smiti út frá sér, þótt sjúkdómarnir séu ekki mjög smitandi úti í haga.“ Spurður um svæði þar sem girð- ingarnar séu mikilvægar nefnir Þor- steinn girðingu frá Hvammsfirði yfir í Hrútafjörð og aðra í Gilsfirði. Þær skilji Vestfirðina að og gegni því mikilvæga hlutverki að hindra út- breiðslu sjúkdóma. „Þarna eru engin vatnsföll sem hjálpa okkur að girða svæðin af,“ segir Þorsteinn. Morgunblaðið/Kristján Lamb í haga í Kræklingahlíð Varnargirðingar hindra útbreiðslu sjúkdóma í fé milli landshluta. Fjárskortur ógnar varnarlínum fyrir fé  Matvælastofnun fær ekkert fé til viðhalds girðinga í ár Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Framkvæmdir standa yfir á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Breyt- ingar á húsnæðinu eru hluti af flutn- ingi skrifstofu eigna- og atvinnuþró- unar í vesturenda annarrar hæðar hússins. Stigi í miðju rýminu hefur verið fjarlægður auk þess sem vegg- ir tveggja herbergja hafa verið tekn- ir niður. Með framkvæmdunum verður til opið rými og mögulegum starfsstöðvum fjölgað. Í svari frá Reykjavíkurborg kemur fram að kostnaður við framkvæmdirnar sé tæpar sex milljónir króna. Fram- kvæmdir hófust 15. mars og áætlað er að þeim ljúki 2. apríl nk. Ennfremur segir að breytingarn- ar tengist stjórnkerfisbreytingum innan Reykjavíkurborgar. Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar flyst í Ráð- húsið úr Borgartúni en að óbreyttu hefði önnur hæð Ráðhússins ekki rúmað hina nýju skrifstofu eins vel. Innri endurskoðun borgarinnar sem áður var á annarri hæðinni flyst í húsnæði að Tjarnargötu 12 sem áður var nýtt af borgarfulltrúum. Stigi fjarlægður og veggir rifnir fyrir sex milljónir króna Morgunblaðið/Styrmir Kári Ráðhúsið Miklar framkvæmdir standa yfir á annarri hæð Ráðhússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.