Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 advania.is/fermingar Verið velkomin í verslun okkar að Guðrúnartúni 10. Hvort sem þú ert tónlistarunnandi, tölvunörd, námshestur, ljósmyndari eða hefur bara gaman af góðumgræjum, þá er fermingargjöfinhjáokkur. Fullt hús af og svo kennumvið græjurnar!ykkur á fermingargjöfum Win 8 ÖRNÁMSKEIÐ FYLGIR FRÍTT 11-15 Laugardaga 8-17 Opið virka daga Verð: 99.990 kr. Inspiron 15 (3521) Öflug fartölva, falleg og endist og endist. Verð: 39.990 kr. Canon Ixus 240HS Alvörumyndavél á skuggalega flou verði. Verð: 127.990 kr. iPhone 5 Einn vinsælasti sími í heimi á frábæru verði. Verð frá 11.990 kr. UrbanearsPla anheyrnartól Töff útlit og frábær hljómur. Win 8 ÖRNÁMSKEIÐ FYLGIR FRÍTT Verð frá 5.999 kr. X-mini II ferðahátalarar Litlir og neirmeð ótrúlegum hljómburði. Margir litir. Verð: 69.990 kr. Nexus7spjaldtölva Neogkröugmeð3G. Verð frá 149.990 kr. Inspiron 15R (5521) Þessi hefur hlotið mjög góða dóma. Er með stórumogbjörtumskjá, aragðs vinnslugetu og endingargóðri ralöðu. Fæst í nokkrum litum. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -0 6 4 3 Hælisumsóknir falla í annan hvorn eftirfarandi flokka; þær sem tekn- ar eru til efnislegrar meðferðar og ákveðið hvort veitt skuli hæli eða ekki og þær sem einungis er fjallað um hvort endursent skuli á grundvelli Dyflinnarreglugerð- arinnar en þá er ekki tekin af- staða til þess hvort hælisumsóknin sé réttmæt – málinu er bara vísað til annars ríkis. Umsókn pars frá Erítreu sem Morgunblaðið fjallaði um fyrir skemmstu og komu hingað með Norrænu í maí 2010 en voru send úr landi, féll í síðarnefnda flokkinn. Samkvæmt Dyflinnarreglugerð- inni bera ríki ábyrgð á hælis- umsóknum eftir ákveðnu kerfi. Al- menna reglan er sú að það ríki þar sem fyrst er sótt um hæli í ber ábyrgðina. Hafi hælisumsækjandi komið ólöglega inn í eitt ríki en sótt um hæli í öðru ber það ríki sem hann kom fyrst til ábyrgð á umsókn hans, að því gefnu að ekki sé liðið meira en ár frá því hann kom þangað fyrst. Fleira getur haft áhrif, s.s. hvort og þá hvar hælisleitandinn hefur fengið dvalarleyfi eða vegabréfsáritun. Hætt að senda til Grikklands Ein af afleiðingum þessarar reglugerðar er að mikið mæðir á ríkjunum syðst í Evrópu, s.s. Ítal- íu, Spáni og Grikklandi. Þangað koma margir hælisleitendur frá Afríku og Asíu og þangað eru margir endursendir frá ríkjum norðar í álfunni. Vegna slæms ástands í málefnum hælisleitenda á Grikklandi hættu Ísland og önn- ur Schengen-ríki að endursenda til Grikklands árið 2009 og hafa ekki byrjað á því aftur. Umsóknir frá nokkrum hælis- leitendum, sem ella hefðu verið endursendir til Grikklands, eru í kerfinu á Íslandi eða hafa verið af- greiddar. Þær eru þó ekki margar og hafa lítil áhrif á afgreiðslu ann- arra mála, að sögn Þorsteins Gunnarssonar, deildarstjóra hælismeðferðar hjá Útlend- ingastofnun. Erfitt að fá atvinnuleyfi Margir þeir sem óska hælis falla ekki undir alþjóðlega skilgrein- ingu á flóttamönnum. Oft eru þeir frekar að leita að betra lífi og flýja atvinnuleysi og örbirgð á sín- um heimaslóðum. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að afar erf- itt og nánast ómögulegt er fyrir útlending frá landi utan EES að fá atvinnuleyfi hér á landi, hafi hann engin tengsl við landið. Hælisleitendur sem koma hing- að eiga möguleika á að fá tíma- bundið atvinnuleyfi hér á landi, að því gefnu að hælisbeiðnin hafi ver- ið tekin til efnislegrar meðferðar og að Útlendingastofnun veiti heimild. Sé aðeins fjallað um um- sóknina með tilliti til þess hvort það eigi að endursenda viðkom- andi á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar er atvinnuleyfi ekki gefið út. Endursent eða efnisleg meðferð  Bera ábyrgð eftir ákveðnu kerfi AFP Málstaður Frá mótmælum hælis- leitenda í Hollandi í mars. Rauði kross Íslands leggur til að bætt verði við ákvæði í frumvarp að útlendingalögum um að heimilt verði að veita vegabréfsáritun til útlend- ings sem óskar eftir að koma til Ís- lands og óska alþjóðlegrar verndar, t.d. vegna stríðsástands og/eða of- sókna í upprunaríki eða búseturíki. Tillagan er samhljóða sameiginlegu áliti Rauða kross félaga í Evrópu. Mikill meirihluti þeirra sem leggja upp í hælisleit eru karlmenn, m.a. vegna þess að ferðalagið getur verið hættulegt og konur og börn eru í meiri hættu en karlar meðan á því stendur. Með því að gefa kost á vega- bréfsáritun verður ferðalagið örugg- ara, að sögn Atla Viðars Thorsten- sen, verkefnisstjóra Rauða krossins. Rauði krossinn leggur einnig til að Ísland taki á móti fleiri kvótaflótta- mönnum, sem svo eru kallaðir, t.d. 25-30 manna hópum, líkt og var gert fyrir hrunið 2008. Í fyrra var tekið við níu, engum árið 2011 og sex árið 2010. Veiti fólki sem þarf hæli vegabréfsáritun Morgunblaðið/Kristinn 2000 Sjö fjölskyldum frá fyrrum Júgóslavíu var veitt hæli árið 2000 og fundið heimili á Siglufirði. Hér er hluti þeirra í skoðunarferð um Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.