Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óþarfi að láta sér leiðast þau störf sem skyldan býður. Reyndu ekki að ganga lengra því það hefnir sín alltaf en auk- ið næði er af hinu góða. 20. apríl - 20. maí  Naut Staðan í fjármálunum vekur hjá þér spurningar um það hvað skiptir þig raunveru- legu máli í lífinu. Sumum finnst þeir þurfa að fegra hlutina en það á ekki við um þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er skynsamlegt að hafa fyr- irvara á því sem vinir þínir eða aðrir hópar hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það verður sífellt erfiðara að fela til- finningarnar. Ef þér vex verkefnið í augum leitaðu þá hjálpar við lausn þess. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þátttaka þín í félagasamtökum eykst að líkindum næstu misserin. Vertu opin/n fyrir því sem viðkomandi hefur að segja og þú munt hafa ánægju af. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi fjármál eða við- skipti. Þú ert ekki lengur til í að hunsa það sem hefur angrað þig í nokkurn tíma. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engin ástæða til þess að velta sér upp úr öllum sköpuðum hlutum. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Viðhorfið sem þú temur þér ræður úrslitum um það, hvort dagurinn verð- ur eftirminnilegur eða ekki. Reyndu að láta fara lítið fyrir þér og bíta á jaxlinn þótt eitt- hvað angri þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lífið er ljúft frá sjónarhóli þínum þessa dagana og þú finnur til löngunar til þess að slá upp veislu. Hugsanlegt er að eitt- hvað geti komið þér í opna skjöldu í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú stendur fast á skoðunum þín- um í dag og því er hætt við að þú lendir í deilum. Hafðu ekki áhyggjur af pen- ingaeyðslu, eftir allt ferðu ekki með auðinn í gröfina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Nú er komið að þér að leita eftir greiða hjá vini, sem þú hefur oft hjálpað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fiskurinn hefur hugsanlega reynt ým- islegt upp á síðkastið, án árangurs. Reyndu að sýna þolinmæði því misskilningur getur ýtt undir reiði og tortryggni í dag. Hinn 20. mars fékk ég þetta vísu-korn frá Árna Bergmann í til- efni frétta dagsins: Kapítalsins klækja-fjandi frá Kýpur ruglar hverja frétt;. Betra er uppi á Ísalandi: Við eigum hest sem telur rétt. Ég held mig við Lestrarbók Nor- dals. Næstur í röðinni er Páll Ólafs- son, en Kristján Karlsson skáld hef- ur vakið athygli mín á því, að Páll og Káinn eru fyrstu skáldin sem lögðu upp úr því að gefa 2. hend- ingunni í ferskeytlunni innihald „eins og dæmin sanna“. Lífs er orðinn lekur knör, líka ræðin fúin, hásetanna farið fjör og formaðurnn lúinn. Því er best að vinda upp voð, venda undan landi og láta byrinn bera gnoð beint að heljar sandi. Þar mun brim við bláan sand brjóta um háa stokka. En þegar eg kem á lífsins land ljær mér einhver sokka. Af nógu er að taka þegar röðin kemur að Steingrími Thorsteins- syni. Ég vel þessar: Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. Næstur er Matthías Jochumsson. Davíð frá Fagraskógi hefur skrifað um kynni sín af séra Matt- híasi og þar rifjar hann upp þessa frásögn sem kann að vera þjóðsögn: „Skáldin og vinirnir, Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Joch- umsson, voru eitt sinn á ferðalagi á hestbaki skammt frá Reykjavík. Talið barst að skáldskap. Allt í einu á Matthías að hafa sagt við Stein- grím: – Víst ert þú skáld, Stein- grímur, en mínum háu tónum nærð þú aldrei.“ Bráðum kveð ég fólk og frón og fer í mína kistu – rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu. Og þessi: Dýpstu rökin þó eru ósögð enn Ást og Heift þó skapi stóra menn: Rétta stefnu siglir aðeins sá, sem hið góða mestu ræður hjá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af þjóðskáldum og einu betur Í klípu „JÆJA, HVERSU SLÆMT ER ÞETTA? HVER ER MEÐ NÝJUSTU FRÉTTIR?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG KOM HINGAÐ SEM SKIPTINEMI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... gerð til að endast. JÓN, ÉG HEF TEKIÐ ÁKVÖRÐUN. ÉG ÆTLA AÐ SETJAST Í HELGAN STEIN. FARÐU. MIG VANTAR SUMAR- BÚSTAÐ. EINS OG HINN MIKLI VÍKINGAHEIMSPEKINGUR SAGÐI ... „LÁNAÐU HVORKI, NÉ FÁÐU AÐ LÁNI ...“ „TAKTU ÞAÐ SEM ÞÚ VILT!“ Hvað myndi Víkverji gera ef hannfengi risastóran lottóvinning? Jú, ætli hann byrjaði ekki á því að leika á verðtrygginguna með því að greiða upp öll sín lán. Næst væri kannski freistandi að leita að aðeins stærra húsnæði, bíl sem tollir saman á öðru en ryðinu og jafnvel nokkrum fatatuskum. Og líklega fengju nán- ustu ættingjar Víkverja að njóta góðs af happinu líka. Jólin kæmu snemma það árið. En hvað svo? Hvað svo, ef nóg væri eftir af vinningnum eftir að brýnustu málum hefur verið sinnt heima fyrir? x x x Jú, Víkverji myndi leggja sitt afmörkum til að leysa samgöngu- vanda Eyjamanna í eitt skipti fyrir öll. Víkverji myndi skoða alla mögu- leika, og meta kosti þeirra og galla. Væri hagkvæmt að grafa göng? Gæti svifnökkvi á borð við þann sem siglir yfir Ermasundið komið til greina? Eru 11 km of langt fyrir kláf? Hversu stóra hjólabáta er hægt að fá? Borgar sig kannski að færa Markarfljótið norður í land? Hvað kostar að reisa þorp við Land- eyjahöfn og flytja alla Eyjamenn upp á land? Ekki skortir hugmyndirnar, og Víkverji dáist að þolinmæði Eyja- manna þegar kemur að klaufaskapn- um sem hefur verið viðloðandi sam- göngumál þeirra í mörg ár. Víkverji getur ekki dregið aðra ályktun en þá að svo gott sé að búa í Vestmannaeyjum að íbúar kæri sig alla jafna kollótta þó þeir komist ekki upp á land. Væri kannski ódýrara að koma aftur upp heilbrigðisþjónustu í Vest- mannaeyjum, en að berja höfðinu endalaust við … ja, sandinn? Sætta sig bara við að stundum er fært milli lands og eyja, og stundum ekki? x x x Víkverji þarf sem betur fer ekki aðsvara þessum spurningum, því hann hefur ekki fengið neinn lottó- vinning. En ef svo færi, þá væri fyrsta skrefið að tala við þá sem hafa alið ævina sitt hvoru megin við haf- flötinn sem skilur að. Ekki fólk sem notar reiknilíkön. víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálmarnir 66:20) Vesturhraun 5 Garðabæ Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2000 Bíldshöfði 16 Reykjavík Mán.–fim.: 08:00–18:00 Föstudaga: 08:00–17:00 Laugardag: 10:00–14:00 Sími: 530 2002 Smiðjuvegi 11e, gul gata Kópavogi Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2028 Freyjunes 4 Akureyri Mán.–fös.: 08:00–12:00 13:00–17:00 Sími: 461 4800 VIÐ ERUM WÜRTH www.wurth.is Gunnar Ásgeir Karlsson Söluráðgjafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.