Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 www.gengurvel.is PRO•STAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? PRO•STAMINUS er spennandi nýjung sem er fyrst og fremst ætluð karlmönnum semhafa einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli sem getur valdið vandræðum við þvaglát. PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða P R E N T U N .IS Í liðinni viku hafa tækniheimar logað af umræðum um mál konu að nafni Adria Richards. Richards var rekin úr starfi hjá sprotafyritækinu SendGrid en hún hafði kvartað yfir klúrum og kynferð- islegum samræðum tvegja karlkyns gesta á tækniráðstefn- unni PyCon sem haldin var um miðjan mánuðinn. Notaði Richards snjallsíma sinn til að taka mynd af körlunum og setti inn á blogg sitt og Twitter ásamt um- mælunum sem fóru fyrir brjóstið á henni. Að því er CBS greinir frá veittu skipuleggjendur ráðstefnunnar málinu fjótlega athygli og tóku aðila málsins afsíðis þar sem karl- arnir gengust við ummælunum og báðust afsökunar. Netið logar og netþrjótar láta að sér kveða Atvikið rataði fljótlega í fjölmiðla og var annar karlanna síðar rekinn úr starfi sínu hjá farsímaleikjafyrirtækinu PlayHaven. Bloggheimar, samfélagsmiðlar og kommenta- kerfi fuðruðu svo upp í miklu rifrildi þegar Richards var sjálf rekin úr starfi sínu hjá SendGrid. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir framkvæmdastjóri SendGrid að Richards hafi ekki nálgast málið með réttum hætti þegar hún birti ummæli karlanna og mynd af þeim, hún hafi stefnt rekstri fyrirtækisins í voða, valdið klofningi í hugbúnaðarsamfélaginu og geti ekki lengur gegnt starfi sínu sem skyldi. Fljótlega eftir að Richards setti tvítið afdrifaríka á netið fóru henni að berast ofbeldishótanir og ýmsir í netheimum hafa lýst óánægju með framkomu hennar. Um leið hefur fjöldi netverja úthúðað vinnuveitanda Richards og körl- unum tveimur á ráðstefnunni. Sumir segja að brottrekstur Richards muni letja fólk til að láta ekki óásættanlega framkomu viðgangast, en aðrir benda á að uppákoman á tækniráðstefnunni minni á að hugbúnaðarheimurinn er ekki vinsamlegur í garð kvenna. Fyrirtækin sem að málinu koma urðu fljótlega fyrir barðinu á tölvuþrjótum og þannig varð SendGrid fyrir DDOS-árásum á miðvikudag, degi áður en Richards var rekin. Bloomberg gerir Richards-málinu ítarleg skil í grein sem birtist um helgina og spyr hvort Sílíkondalur sé enn strákaklúbbur, þrátt fyrir að stöku konur hafi afrekað að brjótast í gegnum glerþakið og upp í æðstu stöður fyr- irtækja eins og Facebook og Yahoo. Um 23% af störfum í tölvunar- og stærðfræðistéttum vestanhafs eru mönnuð af konum. Hefur Bloomberg eftir ungri konu í hugbúnaðargeir- anum að þrátt fyrir konur eins og Sheryl Sandberg, stjórn- anda hjá Facebook, minni andrúmsloftið í hugbúnaðar- heiminum á félagsskap unglingsstráka. ai@mbl.is Er karlrembu- vandi í Sílíkondal?  Harðar deilur hafa sprottið upp í upplýsingatækniheim- inum vestra um stöðu kvenna vegna máls Adriu Richards AFP Nútíminn Skiptar skoðanir eru um hversu vel bandaríski hugbúnaðarheimurinn tekur á móti kon- um. Myndin var tekin á netkaffihúsi í Manila. Gosdrykkjaframleiðandinn PepsiCo hefur endurhannað plastflöskuna utan um kóla- drykkinn vinsæla, a.m.k. á Bandaríkjamark- aði. Huffington Post greinir frá að hönnun flöskunnar hafi síðast verið breytt fyrir 17 árum. Um er að ræða 20 únsu flöskuna, sem rúm- ar tæplega 600 ml af gosi. Merkimiðinn hefur verið styttur og fyrir vikið sést meira af drykknum í gegnum glært plastið. Neðri helmingur flöskunar er með „mitti“ eða „gripi“ sem ætla má að geri auðveldara að munda ílátið með sleipum höndum. Verður nýja hönnunin fáanleg í verslunum og sjálf- sölum vestanhafs frá og með apríl. PepsiCo hefur að sögn Huffington Post verið að vinna að því að gæða vörumerið nýju lífi en á síðustu árum hefur drykkjaúrval Pepsi verið að tapa markaðshlutdeild til Coca-Cola. Nýja lögunin verður einnig notuð fyrir 16 únsu flöskurnar, sem ekki fást jafn- víða og 20 únsu stærðin. Mun taka allt að tvö ár að skipta núverandi flöskuhönnun alfarið út fyrir nýju flöskurnar en verkfræðingar verða á ferðinni næstu misserin milli gosdrykkjaverksmiðja til að breyta framleiðslulínunum. Byrjar innleið- ingin á austurströndinni en teygir sig fljót- lega suður og vestur. ai@mbl.is Pepsi kynnir nýja flösku  Hafa verið að tapa markaðshlutdeild og reyna að hressa upp á merkið Línur Nýja hönn- unin er ekki afleit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.