Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is BUXUR á kr 6.900.- Litir: svart, blátt, dökkrautt str. 36-48 Eingöngu selt á hársnyrtistofum B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 55 92 4 frá kr. 79.900 3.-9. júlí 79.900 kr. Beint flug til Ljubljana Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. 169.900 kr. Ljubljana og Portoroz Slóvenía Sjá nánar um fjölbreytta möguleika í þessari ferð á www.heimsferdir.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri 20% páskaafsláttur af öllum vörum fram að páskum Vélsleðamaðurinn sem þyrla Land- helgisgæslunnar sótti slasaðan í Veiðivötn um fimmleytið í gær er að sögn læknis á Landspítalanum í góðu ásigkomulagi miðað við að- stæður. Maðurinn hlaut brotið við- bein og fékk heilahristing en hvor- ug meiðslin eru alvarleg, að sögn læknis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyss við Græna- vatn í Veiðivötnum. Maðurinn hafði þá keyrt á vélsleða sínum fram af hengju og kvartaði í kjölfarið und- an verkjum og var illa áttaður. Þyrlan kom á staðinn um klukk- an 17 og lenti hún við við skála sem þar er. Hinn slasaði var fluttur um borð í þyrluna og var síðan flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var klukkan 17.40. Áður en þyrlan, sem var við æf- ingar á Reykjanesi, var send á stað- inn höfðu björgunarsveitir á Suður- landi lagt af stað til að sækja manninn. Flogið eftir slösuð- um vélsleðamanni Morgunblaðið/Golli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann síðdegis í gær sem hafði komið inn í kvikmynda- hús í austurborginni vopnaður hnífi. Var maðurinn í annarlegu ástandi, trúlega vegna vímuefn- anotkunar, og sagður hlaupa fram og til baka í anddyri kvikmynda- hússins. Þegar maðurinn var handtekinn hafði hann losað sig við hnífinn. Var hann vistaður í fangaklefa og rætt við hann þegar víman hafði runnið af honum, að sögn lögreglu. Tekinn með hníf í kvikmyndahúsi Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nanna er Viðars- dóttir Ranglega var far- ið með föðurnafn Nönnu Bjarkar Viðarsdóttur, eig- anda Breiðholts- blóma í Mjódd, í myndatexta í blaðinu á laugardaginn. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Nanna Björk Viðarsdóttir Lið Menntaskólans í Reykjavík sigr- aði á laugardaginn lið Mennta- skólans við Hamrahlíð í spurn- ingakeppninni Gettu betur á RÚV með 32 stigum gegn 27. Þetta er í 18. skiptið sem MR fær Hljóðnemann, verðlaunagrip keppninnar, í sínar hendur. Athygli vakti að lið MR svaraði 24 af 26 hraðaspurningum rétt, en slíkur árangur hefur ekki náðst síðan 2006. Grétar Guðmundur Sæmundsson, einn liðsmanna MR, sagði að leynd- armálið á bak við svona góðan ár- angur í hraðaspurningum væri ekki ýkja flókið. „Þetta gengur bara út á að svara nógu mörgum hraðaspurningum á æfingum. Ég veit ekki hvort þetta er met, en 2006 svaraði MA jafn- mörgum spurningum, en það var á 100 sekúndum. Við höfðum bara 90,“ segir Grétar. „Við skiptum líka með okkur sérsviðum. Ég er með 20 sér- svið og hinir strákarnir eru það líka. Að vinna þessa keppni er ótrúlega gaman, en því fylgir líka dálítið spennufall.“ gunnardofri@mbl.is „Snýst um hraða- spurningarnar“  MR sigraði í Gettu betur í 18. sinn Sigurvegarar Lið MR sem lagði MH í úrslitum Gettu betur um helgina. Ljósmynd/RÚV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.