Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 rauðlauk og chili, kórónaður með kókós- eftir hátíðarmatinn. gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og snjallsímanum. Hollustan hefst á gottimatinn.is ferskur fiskréttur Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Forseti Kýpur, Nicos Anastas- iades, flaug síðdegis í gær til Brussel í von um að ná fram mikil- vægu samkomulagi vegna neyðar- láns handa Kýpur. Ljóst er að vandi ríkisins er mikill og alvar- legur en óttast er að þjóðargjald- þrot blasi við takist ekki að semja um nauðsynlegar lánagreiðslur. Stjórnvöld á Kýpur höfðu áður fengið frest frá Seðlabanka Evr- ópu til að reiða fram 5,8 milljarða evra tryggingu fyrir neyðarláni frá Evrópusambandinu (ESB) og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Tryggingin er sögð vera forsenda fyrir neyðarláni ESB og AGS sem hljóðar upp á 10 milljarða evra. Stutt er síðan áform um skatt- lagningu á innistæður landsmanna voru felld af stjórnvöldum en landsmenn tóku fyrirhugaðri skattlagningu afar illa. Skattlagn- ingin átti að vera liður í að fjár- magna hluta Kýpverja í samn- ingnum sem forða myndi ríki þeirra frá þroti. Fundi fjármálaráðherra evru- ríkjanna var í gærkvöldi ítrekað frestað vegna þess að fundur Anastasiades og fulltrúa ESB og AGS dróst verulega á langinn. Þann fund sátu m.a. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evr- ópusambandsins, og José Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Bankar lokaðir í viku Mikil óvissa hefur verið ríkjandi meðal Kýpverja en vika er nú liðin frá því að bankar þar í landi lok- uðu dyrum sínum til að forðast fyrirséð áhlaup. Frá því að bankar lokuðu hefur ásókn í hraðbanka hins vegar stóraukist og til að bregðast við þeirri stöðu greindu í gærkvöldi tveir stærstu bankar landsins frá ákvörðun sinni um að lækka úttektarheimild sparifjár- eigenda niður í 100 evrur á sólar- hring. Er Morgunblaðið fór í prentun höfðu engar nýjar fregnir borist af stöðu mála. Karpað fram á nótt um líflínu Kýpur  Óttast að þjóðargjaldþrot blasi við náist ekki samkomulag um neyðarlán AFP Brussel Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, mætir til fundar í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel í gær. Fundur forsetans og fulltrúa Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dróst verulega á langinn. Hræ af ein- hyrndum nas- hyrningi fannst á Kaz- iranga- verndarsvæð- inu í norðaust- urhluta Indlands um helgina en tal- ið er að veiði- þjófar hafi fellt dýrið. Ólöglegt er með öllu að fella þessi dýr en veiðiþjófar virða hins vegar bannið að vett- ugi og hafa þeir fellt minnst 15 nashyrninga það sem af er þessu ári. AFP-fréttaveitan hefur það eftir þjóðgarðsverði á svæðinu að tveir nashyrningar hafi verið felldir á jafn mörgum dögum. Til að fella dýrin segir hann veiðiþjófana gjarnan notast við öflug vopn á borð við AK-47 riffla. Eftir að dýrin hafa verið drepin fjarlægja veiðiþjófarnir horn þeirra en þau eru eftirsótt víða í Asíu. Skrokkurinn er hins vegar skilinn eftir. Á síðasta ári féll alls 21 nas- hyrningur á Kaziranga- verndarsvæðinu á Indlandi. Stofn einhyrndra nashyrninga hefur verið á nokkurri uppleið að undanförnu og í honum eru nú um 3.300 dýr. khj@mbl.is INDLAND Veiðiþjófar herja á nashyrninga á verndarsvæði Nashyrningur Minnst átta sjómenn drukknuðu þegar bátum þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum Senegal í gær. Ótt- ast er um afdrif fimmtán sjó- manna til viðbótar og er þeirra nú ákaft leitað. AFP-fréttaveitan hefur eftir eig- anda útgerðarinnar að mikilli ölduhæð sé um að kenna að bát- unum hvolfdi. Eftir að upp komst um slysið voru björgunarmenn sendir á vettvang og tókst þeim að bjarga alls átta manns úr sjónum. Þeir voru allir fluttir undir lækn- ishendur en ekki er vitað nánar um líðan mannanna. Fiskveiðar eru ein helsta útflutningsgrein Senegal en þær hafa að und- anförnu dregist nokkuð saman. khj@mbl.is SENEGAL Sjómenn týndu lífi er bátum hvolfdi AFP Sjóskaði 15 sjómanna er enn saknað eftir að bátum þeirra hvolfdi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.