Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Ég er ekki á móti meistaranáminu og lengingu námsins. Mér finnst allt í lagi að námið sé fimm ár, en ég myndi vilja sjá einhverjar breyt- ingar sem fælu í sér að ég fengi meira út úr meistaranáminu. Það er eins og verið sé að teygja lopann úr grunnnáminu,“ segir Guðmundína Arndís Haraldsdóttir, sem leggur stund á meistaranám í Háskóla Ís- lands sem veitir réttindi til að sækja um leyfisbréf grunnskólakennara. Haustið 2011 var nám grunnskóla- kennara lengt og nú þarf meistara- gráðu til að fá leyfisbréf sem grunn- skólakennari, þ.e. fimm ára nám í stað þriggja ára náms áður. Hugnast kandídatsár eða -önn Guðmundína segir að í meistara- náminu felist töluverð endurtekning frá því sem var í grunnnáminu. Að einhverju leyti virðist sem námið hafi verið lengt án þess að það hafi verið mótað eða skipulagt að nægj- anlegu marki. Guðmundína telur að í meistaranáminu sé of mikil áhersla á fræðin í stað þess að nemendur fái reynslu í gegnum aukna þátttöku í skólastarfi á námstímanum. Guð- mundína vill skoða hugmyndir um að taka upp kandídatsár eða kandí- datsönn þar sem nemar myndu al- farið fara út í skólana í ákveðinn tíma sem hluta af meistaranáminu. Vettvangsnám er hluti af bæði grunnnáminu og meistaranáminu en Guðmundína segir þá tilhögun ekki svara þörfum sínum og óskum. „Vettvangsnámið er bara of slitrótt. Maður fær að koma inn og kenna sjálfur og fylgjast með kennslu, en svo eru alltaf einhverjir hlutir sem maður óskaði að hefðu farið betur. Sérstaklega varðandi mál sem mað- ur nær ekki að koma sér inn í á þeim skamma tíma sem maður er í vett- vangsnáminu,“ segir Guðmundína sem hefur nýlokið vettvangsnámi í Austurbæjarskóla þar sem hún var í mánuð. Hún segir einn mánuð ekki duga til að komast inn í kennsluna að nægjanlegu marki og afla sér reynslu á sviðum sem eru svo mik- ilvæg. „Í þessari lotu sem ég var í fáum við að skipuleggja kennslu í fjórar vikur. Eftir þennan tíma situr eftir að maður fær ekki tækifæri til að bæta við sig reynslu í mikil- vægum þáttum kennslunnar,“ segir Guðmundína og nefnir þar t.d. þann þátt kennarastarfsins er lýtur að agamálum, foreldrasamstarfi, ein- staklingsmiðuðu námi og fjölmenn- ingu. Ekki ósátt með auknar kröfur Guðmundína telur að með því að færa aukinn hluta námsins á vett- vang fengju nemar mikilvæga reynslu í að takast á við áðurnefnda þætti kennarastarfsins, þætti sem að hluta til er erfitt að kenna með bókum heldur lærast með reynslu. Guðmundína ítrekar að hún sé ekki ósátt eða ósammála um leng- ingu námsins um tvö ár. „Mér finnst lenging námsins alveg eiga rétt á sér. Ég sé mikinn metnað í því að bæta tveimur árum við námið og búa til betri kennara en á móti kemur að ég er ekkert viss um að ég fái það út úr náminu sem ég vil,“ segir Guð- mundína. Komast ekki að kjarna starfsins Sigfús Heimisson er að ljúka við BEd-lokaritgerð sína um þessar mundir og hóf meistaranám í kennslufræði um áramótin. Hann var að ljúka mánaðarlöngu vett- vangsnámi í Austurbæjarskóla eins og Guðmundína. Sigfús segir vett- vangsnáminu á meistarastiginu svipa mjög til þess sem var í grunn- náminu, það sé aðeins viku lengra. Hann er sammála Guðmundínu varðandi áherslu á fræðilega hlut- ann í náminu, sú áhersla sé á kostn- að þess að nemendum sé gefinn kostur á að afla sér meiri reynslu og þekkingar innan skólanna. „Mér þætti það mjög góð hugmynd að vera með kandídatsár eða -önn. Því nemar eru einmitt óöruggastir varð- andi uppbyggingu náms fyrir heilan bekk í lengri tíma. Allir nemar treysta sér til að fara og kenna í mánuð eins og þeir hafa þegar gert í grunnnáminu,“ segir Sigfús. Ætla í annað nám Hann eins og Guðmundína nefnir að eins mánaðar vettvangsnám nægi ekki til að komast inn í kjarna kenn- arastarfsins. Nefnir Sigfús að nemar fái ekki að takast á við mikilvæga þætti í kennarastarfinu að nægj- anlegu marki í vettvangsnáminu eins og það er nú. Nefnir hann þætti eins og agavandamál, bekkjar- stjórnun, samskipti við foreldra og endurgjöf til nemenda sem Sigfús segir að séu stórir og mikilvægir þættir í starfi kennarans. Sigfús tekur fram að samferðafólk hans í grunnnáminu sé ekki yfir sig ánægt með lengingu námsins í fimm ár. Hann heyri af mörgum sem ætli sér ekki að taka árin tvö og þar með öðlast kennsluréttindi heldur ætli sér í meistaranám í annarri grein. Vilja komast meira inn í skólana  Tveir kennaranemar segja of mikla áherslu á fræðin í náminu  Vilja að stærri hluti námsins fari fram á vettvangi  Kynnast ekki mikilvægum þáttum í kennarastarfinu innan núverandi skipulags Morgunblaðið/Ómar MA Guðmundína Arndís Haraldsdóttir og Sigfús Heimisson vilja breytingar á kennarnámi. „Það er eins og verið sé að teygja lopann úr grunnnáminu,“ segir Guðmundína. Þau voru að ljúka vettvangsnámi í Austurbæjarskóla. Haustið 2011 var nám grunn- skólakennara lengt og nú fá nem- ar ekki leyfisbréf sem grunn- skólakennarar fyrr en að loknu meistaraprófi. Samtals tekur því fimm ár að afla sér réttinda en áður þurfti aðeins BEd-próf sem tekur þrjú ár. Umsóknum um grunnskóla- kennaranám í Háskóla Ísland hef- ur fækkað jafnt og þétt und- anfarin ár. Í upphafi yfirstandandi skólaárs var fjöldi umsókna um námið í HÍ minna en helmingur þess sem var fyrir sex árum. 419 umsóknir bárust árið 2006 en fyrir skólaárið 2012-2013 bárust 203 umsóknir. Árið 2009 voru umsóknir 328 og hefur þeim farið fækkandi jafnt og þétt. Vekur þetta sérstaka athygli í ljósi þess að ásókn í nám í Háskóla Íslands hefur aukist mjög eftir hrun, í kjölfar versnandi atvinnuástands í landinu. Í samtali við mbl.is í síð- ustu viku sagði Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakenn- ara, að hann hefði ekki orðið var við kennaraskort, nánast allir sem starfa við kennslu hafi til þess bæra menntun. Hinsvegar sagði hann að það gæti breyst ef um- sóknum í kennaranám fari ekki að fjölga. Mun færri sækja um en áður AÐSÓKN Í KENNARANÁM Í HÍ HEFUR MINNKAÐ GÓÐ GJÖF GENEVA S (iPod fylgir ekki). Verð 55.000,- Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 Það var líf og fjör í Elliðahvammi við Elliðavatn í gær þegar býflugur flugu úr búum sínum í fyrsta skipti í vor eftir að hafa legið í hálfgerðum dvala í fimm mán- uði. „Þær minntu á kýrnar þegar þeim er hleypt út í fyrsta skipti á vorin. Þær eru svo kátar þegar þær kom- ast út í sólina og hitann,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, sem hugar hér að býflugunum. Býflugnarækt hófst í Elliðahvammi í kringum 2006 og gekk misvel í fyrstu þar sem nokkurn tíma tók að að- laga hana íslenskum aðstæðum, löngum vetrum og stuttum sumrum, en Þorsteinn segir að mjög vel hafi gengið síðustu árin. Í Elliðahvammi eru nú fimm stór býflugnabú og hunangsframleiðslan nemur um 100 kílóum að meðaltali á ári. „Býflugnaræktin er orðin ágætis aukabúgrein,“ segir Þorsteinn. Í Elliðahvammi er einnig kjúklingabú og eggjaframleiðsla. bogi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Býflugurnar kátar eins og kýrnar á vorin Flugu úr búum sínum í fyrsta skipti eftir vetrardvala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.