Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Reiðhjólahanskar og grifflur Verð frá kr. 4.490.- Reiðhjólajakkar Verð frá kr. 12.990.- Reiðhjólabuxur síðar Verð frá kr. 12.990.- Úrval af reiðhjólaskóm Verð frá kr. 15.990.- Handgerðir á Ítalíu Á GÖTUNNI Í 25 ÁR Meiri hreyfing Meiri útivera Meiri ánægja Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is 20% afslá ttur á öllum öðru m verk færu m í m ars 40% afsláttur á Jonnesway verkfærum í mars Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Því miður hefur ekki orðið neinn áþreifanlegur árangur af þessum fundum. Það má þó segja að við höfum farið mjög vel yfir sjónarmið sem varða stjórnarskrána. Það er mikil- vægt að svona fundir séu haldnir, þótt það náist ekki alltaf ásættanlegur ár- angur,“ sagði Illugi Gunnarsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um fund formanna stóru flokkanna fjögurra á þingi og staðgengla þeirra í gær. Illugi sat fundinn í fjarveru Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, ásamt Katrínu Júlíusdótt- ur, staðgengli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingar, Katrínu Jak- obsdóttur, formanni VG, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokks. Ekki náðist í Sigmund Davíð, Árna Pál eða Katrínu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í allan gærdag. Krafa um Bakka sett til hliðar Fundarefnið síðdegis í gær var að finna leiðir til að semja um þinglok og segir Illugi fulltrúa ríkisstjórnarinnar hafa m.a. hafnað þeirri kröfu sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna að frumvarp um uppbyggingu á Bakka komist á dagskrá. Fyrr um daginn funduðu Álfheiður Ingadóttir, þingflokksformaður VG, Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, Magnús Orri Schram, Samfylkingu, og Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, um stjórnarskrár- málið. Vigdís segir fulltrúa ríkisstjórnar- flokkanna hafa fallist á að setja breyt- ingartillögu um auðlindaákvæði til hliðar. Það sama hafi verið gert með breytingartillögu Margrétar Tryggvadóttur um að kjósa um tillög- ur stjórnlagaráðs í heild. Eftir standi breytingartillaga Árna Páls, Katrínar Jakobsdóttur og Guð- mundar Steingrímssonar sem feli í sér að hægt verði að breyta stjórnar- skránni á næsta kjörtímabili án þess að rjúfa þing. „Magnús Orri staðfesti að það væri búið að henda hinum tveim tillögunum út af borðinu. Það á að knýja okkur til að fallast á breytingarákvæði þre- menninganna. Ég get hins vegar ekki gert það. Það stríðir gegn minni sann- færingu að hafa tvö breytingarákvæði í gildi í íslensku stjórnarskránni,“ sagði Vigdís og vísaði til 79. greinar núverandi stjórnarskrár Íslands. „Ég met stöðuna svo að úr því að það er búið að taka út auðlindaákvæð- ið, þá leggi Vinstri grænir áherslu á að koma náttúruverndarlögunum og breytingum á vatnalögunum einhvern veginn í gegn.“ Fulltrúar stóru flokkanna fjögurra á þingi áttu fleiri fundi um helgina. Ólga var innan Samfylkingar vegna frumvarpa um uppbyggingu á Bakka og gerðu sumir þingmenn afgreiðslu náttúruverndarfrumvarps að skilyrði fyrir stuðningi sínum við þau frum- vörp. Þrátefli í viðræðum um lyktir þingstarfa  Flokkunum tókst ekki að semja um þinglok um helgina Morgunblaðið/Ómar Alþingi Stjórn og stjórnarandstaða takast hart á um stjórnarskrármálið. „Það er lítill samningsvilji hjá stjórnarandstöðunni þannig að það hlýtur að koma að því að stjórnarflokkarnir geri upp við sig hvenær tímabært er að segja að nú sé nóg komið og fara sína leið í málinu,“ segir Ól- ína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sem telur að stjórnarflokkarnir eigi að „ganga til þeirrar dagskrár sem þeir hafa sjálfir lagt fram“. „Það eru leiðir í þingsköpum til þess að stöðva málþóf. Í þingsköpum er að finna 71. greinina. Hún er enginn helgidómur og hefur aldrei verið,“ segir Ólína. Nóg komið af viðræðum AFSTAÐA ÞINGMANNS Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.