Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR forvörður, Austurbrún 2, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. mars sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurjón Þ. Ásgeirsson, Hlynur V. Ásgeirsson, Patricia Bono, Þórunn H. Óskarsdóttir, Sigurður A. Jónsson, Hrafnkell S. Óskarsson, Arndís Huldudóttir, Margrét L. Óskarsdóttir, Rúnar Salvarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Svandís NannaPétursdóttir var fædd í Rauðs- eyjum á Breiða- firði 10. desember 1925. Hún lést 13. mars á LSH í Foss- vogi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Pét- ur Sveinsson, f. 30.9. 1890 í Skál- eyjum á Breiða- firði, d. 22.10. 1973, og Ástríð- ur Jónsdóttir, f. 19.6. 1887 á Barmi á Skarðsströnd, d. 10.10. 1962. Bræður Svandísar Nönnu voru Guðmundur og Sveinn og eru þeir báðir látnir. Hinn 4. júní 1949 giftist Svandís Nanna Júlíusi Gunnari Þorgeirssyni, vélstjóra, f. 8.3. 1925 frá Flatey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru hjónin Björg Kristófersdóttir, f. 22.12. 1886, d. 9.3. 1971, og Þorgeir Kr. Jónsson, f. 24.3. 1898, d. 22.3. 1977. Svandís Nanna og Júlíus Gunnar eignuðust fimm börn: 1) Þorbjörg, f. 2.2. 1948, maki Sigurfinnur Sigurfinnsson. Davíð, maki Berglind Jóhanns- dóttir, þeirra barn Júlía. b) Svandís Nanna. c) Sindri Freyr. 5) Ástríður f. 7.12. 1960, maki Magnús Jónasson. Börn: a) Júlíus Guðjón. b) Elísabet Bára. c) Þorfinnur Karl. Þegar Svandís Nanna fædd- ist voru foreldrar hennar í hús- mennsku (eins og það kallaðist) og fluttust milli eyjanna eftir því hvernig stóð á atvinnu. Hún kenndi sig jafnan við Skál- eyjar. Júlíusi Gunnari kynntist hún fyrst tíu ára gömul í far- skóla í eyjunum. Seinna fór hún í húsmæðraskólann að Staðarfelli í Dölum. Hún var heimavinnandi og hugsaði um börn og bú til ársins 1975. Þá fór hún að vinna hjá Prjóna- stofunni Iðunni og naut hún sín þar í góðum félagsskap, enda alla tíð mjög félagslynd. En ár- ið 1980 fékk hún alvarlegt hjartaáfall sem gerði það að verkum að hún varð að hætta að vinna. Var það henni erfitt, en hún sótti félagsskap í fé- lagsmiðstöðinni í Hæðargarði og seinna í Bústaðakirkju. Svandís Nanna var mikil lista- kona í margskonar handmennt og hafa börn og barnabörn not- ið þar góðs af. Útför hennar verður gerð frá Bústaðakirkju, í dag, 25. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Börn: a) Gunnar Már, maki Linda Hængsdóttir. Börn: Andri Steinn og Silja. b) Nanna Dröfn, maki Óttar Gunnlaugsson. Börn: Anna Ester, Þorbjörg Lind og Þuríður Andrea. c) Sigurfinnur Viðar, maki Ása Sigurð- ardóttir. Börn: El- ínborg Eir, Sigurbjörg, Ásdís Sara og Sigurfinnur Óskar. 2) Guðrún, f. 26.3. 1949, maki Valdimar Tómasson. Börn: a) Sveinbjörn Grétarsson, maki Guðrún Hauksdóttir: Börn Tómas og Sölvi og Sveinbjörn átti fyrir Jón Inga. b) Eva Dís Þórðardóttir. c) Sara Rós Þórð- ardóttir. Barn: Þórður Emil. Valdimar á fjögur börn, sex barnabörn og eitt barna- barnabarn. 3) Hafsteinn, f. 11.10. 1950, maki Sigríður Jör- undsdóttir. Börn: a) Elísabet María, maki Davíð Tómas Dav- íðsson. b) Atli Viðar. 4) Pétur f. 21.3. 1959, maki Anna Ágústa Karlsdóttir. Börn: a) Arnór Svandís Nanna Pétursdóttir kvaddi þetta líf 13. mars. Hún var fædd og uppalin í Breiða- fjarðareyju. Bernskuminning- arnar voru fallegar, hún var yngsta barn og einkadóttir Ástu ömmu og Péturs afa. Hún bjó við mikið ástríki einstakrar móður, sem alltaf var tilbúin að koma henni til hjálpar og mikið áfall þegar hún dó 1962. Aðstæður í landinu okkar voru erfiðar þegar mamma og pabbi hófu búskap, mikil hús- næðisekla og erfitt með öll vörukaup vegna skammtana og hafta. Börnin komu þrjú á fyrstu árunum og mamma og pabbi samhent að hlúa að okk- ur. Svo var flutt í Ásgarðinn 1957, keypt fokhelt og allir að hjálpast að og flutt inn í hálf- klárað. Þarna var allur Foss- vogurinn sveit og yndislegt fyr- ir börn að alast upp. Þar bættust yngstu tvö börnin við. Efnin voru ekki mikil í byrjun, en svo var líka um börnin í kringum okkur, enda allir í svipaðri stöðu. En nægir leik- vellir og mikið um útileiki. En aldrei skorti mat og við áttum alltaf flottustu fötin. Mamma vissi alltaf um nýjustu tísku- straumana og saumaði og prjónaði, nýtti ólíkustu efni og litaði þau ef með þurfti. Við Þorbjörg systir vorum örugg- lega fyrstu stelpurnar sem eignuðumst sokkabuxur. Við mamma áttum skap saman og kenndi hún mér bæði prjón og útsaum sem ég bý endalaust að. Á tímabili var mjög margt í heimili, ég með drenginn minn, foreldrar pabba og alltaf nóg pláss fyrir systur mína og mág, þegar þau voru í bænum og eins bjuggu báðar tengdadæt- urnar um tíma hjá þeim. Mamma hafði yndi af ferða- lögum og mest ef ævintýrin gerðust í ferðinni, það helli- rigndi eða bíllinn festist úti í á enda með traustan bílstjóra. Hún kunni lagið á pabba, sem alltaf var mikill barnakall. Hún smalaði saman yngstu börnun- um og elstu barnabörnunum og svo var lagt í hann. Þegar búið var að tjalda setti hún upp gas- hellurnar tvær saman og svo var eldað. Grjónagrautur á annarri og saltkjöt á hinni og kartöflur. Á föstudögum þegar pabbi kom úr vinnu var allt tilbúið, búið að sjóða kjöt niður í krukkur og alltaf jafn gaman. Seinna eignuðust þau tjaldvagn og var hann mikið notaður. Seinustu tíu árin hef ég búið nálægt þeim og hefur það verið ómetanlegt. Fyrir 32 árum fékk mamma alvarlegt hjarta- áfall. Hún vann í fimm ár í Prjónastofunni Iðunni. Hún gat ekki farið aftur í vinnu og var það henni erfitt, enda einstak- lega félagslynd. Hún var alvar- lega heilsuskert en aldrei kvartaði hún um verki, né að neitt væri að sér og seinustu árin þegar hún var komin með Alzheimer, þá var hún fljót að gleyma því sem leiðinlegt var en mundi það sem var skemmtilegt. Seinasti mánuð- urinn var mjög erfiður, en allt- af hélt hún að þetta væri nú bara fyrsti dagurinn sem hún væri eitthvað slöpp. Það hefur verið alveg ein- stakt og blessunarríkt fyrir okkur systkinin að fylgjast með hversu vel pabbi hefur annast hana og munum við búa að því. Starfsfólki heimahjúkrunar í Hafnarfirði, starfsfólki Drafn- arhúss og starfsfólki LSH, Fossvogi, deild 6B, sendi ég mínar bestu þakkir fyrir aðstoð við hana. Hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir Guðrún. Elsku mamma, nokkur orð að leiðarlokum. Þú varst ótrúleg kona. Sama hvað það var, öllu tókst þú af æðruleysi, hvort sem það var þegar þú hálsbrotnaðir, mjaðm- abrotnaðir eða öll hjartaáföllin sem þú þurftir að takast á við. Ef spurt var hvernig þú hefðir það var oft svarað: „Ég er öll að koma til“ og síðan af stakri snilld skipt um umræðuefni. Minni þitt var líka einstakt, þú mundir aldrei neitt leiðinlegt stundinni lengur, en það skemmtilega mundir þú vel. Þú varst mikil selskapsdama og elskaðir að punta þig og hitta fólk. Þegar þið pabbi voruð að koma til Eyja, til að hitta okkur systur, gat hann aldrei skilið hversu marga kjóla þú þurftir að hafa með. Í Ásgarðinum, þar sem þú bjóst lengst af, var alltaf mjög mannmargt. Ekki hef ég tölu á öllum þeim sem dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma. Ef ein- hver úr stórfjölskyldunni hafði samband og var á leið í bæinn, var alltaf pláss í Ásgarðinum, jafnvel þó breiða þyrfti út dýnur og ná í svefnpoka sem nóg var til af. Öll munum við eftir sér- smíðaða stóra pottinum sem í minningunni var á stærð við öskutunnu og þú þurftir að standa upp á stól til að sjá ofan í hann, en veitti stundum ekki af. Ég man þegar verið var að und- irbúa útilegurnar sem þið pabbi höfðuð svo gaman af að fara í, og helst með sem flesta með. Þá sauðst þú niður kjöt ásamt öllu hinu sem útbúið var, því hús- mæðraskólagengin konan var ekki að fara að kaupa niðursoð- inn mat í búð. Oft var farið í dagsferðir út fyrir borgina og alltaf með eitthvað ótrúlegt í rauðu nestistöskunni. Ég man líka eftir öllum flíkunum sem þú bjóst til og alltaf var mjög vand- að til verksins. Belti og tölur voru yfirdekktar, buxur voru fóðraðar, alltaf var allt óaðfinn- anlegt, hvort sem það var ull- arkápa, jólakjóll eða viskustykki. Ekki skildi ég þá tilganginn í að láta mann standa stífan eins og staur á meðan þú, með dag- blaðabunkann og skæri, mældir mann í bak og fyrir og klipptir blöðin í búta. Nú skil ég betur að þú varst sjálf að búa til snið af flíkinni sem átti að útbúa. Ótrúleg er öll sú handavinna sem eftir þig liggur. Þú skarst út í við, þú vannst í leir, þú saumaðir bæði fatnað og skraut- muni, þú prjónaðir og heklaðir að ógleymdum öllum fallegu mununum sem þú vannst úr perlum. Þessir hlutir hafa farið víða og er mikið upp á þá haldið. Úr ljóði frænku þinnar Her- dísar Andrjesdóttur sem mér finnst vel við þig eiga: Við skulum ekki vola. Vílið engan bætir. Við skulum þreyja og þola það, sem okkur mætir, treysta Guði og geyma gott og saklaust hjarta, öllu illu gleyma, elská hið fagra og bjarta. Elsku mamma, takk fyrir samfylgdina. Ástríður Júlíusdóttir. Elsku mamma. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt þig að öll þessi ár, þótt á síðasta ári hafi verið farið að halla undan fæti og þú kvatt skyndilega, það var í þínum anda, ekkert vesen. Hugurinn leitar til baka og maður rifjar ýmislegt upp. Jákvæðni þín og góða skapið var ótrúlegt. Eða pjattrófan, þegar þú varst um áttrætt fórum við saman í versl- un að skoða föt en þér leist ekki á neitt því þér fannst þau svo kerlingaleg. Ekki var nú farið í bæinn án rauða varalitarins og hengt á sig eitthvað af skrauti sem nóg var til af. Ég man eftir því þegar happ- drætti DAS var með hús í fyrsta vinning. Við labbandi um, mamma í huganum raðandi inn í húsið, húsmunum að heiman og segir mér hvar þetta og hitt eigi að vera. Svo spyr ég: „Mamma, en ef þú færð ekki húsið?“ Hún svarar: „Það gerir ekkert til, það kostar ekkert að byggja skýjaborgir“ og var jafn glöð þegar búið var að draga og hún fékk engan vinning. Þetta er al- veg hún, alltaf glöð og svo gam- an, elskaði allt og alla. Það sem mamma og pabbi áttu svo sannarlega sameigin- legt var að gera allt það besta fyrir börnin. Síðan tóku barna- börnin við sem fóru í langskóla- nám og þá var tekið á móti þeim af sömu hlýju. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir og pabbi hugsað um mömmu af stakri alúð, því hon- um fannst enginn hugsa eins vel um hana og hann, sem var alveg rétt. Verst fannst mér að þau skyldu ekki njóta lengri tíma í þjónustuíbúð Hrafnistu. Þar var mamma nú ánægð, hún fór út að borða með sínum á hverjum degi í hádeginu. Þegar ég hringdi og spurði frétta var hún bara að hugsa um að losa sig við potta og pönnur, hún var hvort sem er alltaf í huggulegheitum úti að borða. Þetta var hún mamma mín. Þessi ótrúlega glaðsinna kona sem aldrei sá neitt nema skemmtilegt og gott og hún mundi ekki eftir neinu leiðinlegu. Þetta eru þær minn- ingar sem ég vil muna um þig „hjartans mín“, svo ég noti kveðjuna okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þorbjörg Júlíusdóttir. Það er í byrjun árs, árið er 1965. Ég stend við útidyrahurð- ina í Ásgarðinum, á von á að snótin sem ég hafði verið á hött- unum eftir kæmi til dyra. Hurð- in stendur opin. Nokkrir peyjar á að giska 5-6 ára sátu á gang- agólfinu og léku sér í bílaleik. Einn þeirra stendur upp, kemur til dyra og segir: „Hvað ert þú að gera í afmælið mitt! Þér var ekkert boðið.“ Með það sama skall hurðin aftur. Þá kemur til dyra kona sem biður mig að af- saka þetta í drengnum, og býður mér að ganga inn. Upp frá þessu hef ég elskað þessa konu enda hefur hún verið tengda- móðir mín í 48 ár. Þannig hófust kynni mín af Svandísi Nönnu, sem við nú kveðjum í dag. Þau Svandís og Júlíus maður hennar bjuggu lengst af sínum búskap í Ás- garði 5, Rvk. Þar áttum við allt- af athvarf hjá þeim, þegar við Tobba dóttir þeirra og börnin okkar vorum á ferðinni í borg- inni. Var þá gjarnan farið í góða bíltúra, út í buskann eins og sagt var. Ýmist á Skódanum eða Filipusi sem báðir voru af sta- tion-gerð og veitti ekki af því farþegalistinn var 8-10 mann- eskjur. Tengdamamma búin að finna til ýmislegt góðgæti í rauðköflóttu piknik-töskuna, svo var sest niður í góða laut, hvort sem var á Þingvöllum eða ann- ars staðar og notið þeirra góð- gerða sem í töskunni voru. Gjarnan var komið við í Hvera- gerði og heilsað upp á apann, keyptur ís og haldið heim. Á ár- unum 1970-71 bjó ég, ásamt Gunnari Má okkar, inni á heimili þeirra. Á þessum árum var ég að ná mér í kennsluréttindi. Kom vel í ljós hvaða konu Svan- dís Nanna mín hafði að geyma. Á hverjum degi var hún búin að finna til nesti fyrir daginn handa tengdasyni sínum. Oft sátum við í króknum við eldhúsborðið, drukkum kaffi og spjölluðum um alla heima og geima, hún gjarn- an með spilastokkinn sem aldrei var langt undan og lagði kapal. Margs er að minnast á þeim 48 árum sem maður á í huga sínum. Aldrei hefur skugga bor- ið á á milli okkar þessi ár. Þau verið dugleg að heimsækja okk- ur börnin þeirra hér í Vest- mannaeyjum. Þegar við Tobba byggðum hús okkar 1982 voru þau hjá okkur hluta sumars. Lagði Júlíus allt rafmagn í húsið og ýmislegt annað. Ófáar voru lopapeysurnar sem við og börn- in okkar fengum frá tengda- mömmu. Á heimili hennar og okkar barnanna er ýmislegt sem hún hefur gert; saumaðir púðar, perlusaumur, Torvaldsen-mynd- ir, Gunnhildur kóngamóðir og svo mætti lengi telja. Elsku tengdamamma, ég kveð þig í hinsta sinn og þakka fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Sigurfinnur Sigurfinnsson. Mig langar til að minnast í nokkrum orðum elskulegrar tengdamóður minnar, Svandísar Nönnu Pétursdóttur, sem nú er látin. Nanna, eins og ég kallaði hana, var mér alltaf hlý og góð öll þau rúmlega 40 ár sem ég hef tengst henni og hennar fjöl- skyldu, en sonur hennar Haf- steinn er eiginmaður minn. Ég man þegar ég byrjaði að venja komur mínar í Ásgarðinn þar sem fjölskyldan bjó á þeim tíma. Þá voru Nanna mín og Guðrún mágkona mín, sem bjó á þeim tíma heima, oft að bródera púða og fl. og ég heillaðist af þessari iðju. Fljótlega fór ég að gera slíkt hið sama og naut þar góðrar leiðsagnar þeirra. Alltaf var gott að koma í Ás- garðinn og fá sér kaffisopa og þar talaði fólk tæpitungulaust. Minnist ég þess oft að þegar ég kom þangað í heimsókn í byrjun var mér oftast boðið sæti innst við eldhúsborðið þar sem ekki var auðvelt að komast burtu í flýti. Þar sat ég rauð í framan yfir þessu hispurlausa fólki sem talaði um hlutina eins og þeir voru, en ég var örugglega álitin mikil tepra. Hefur oft verið hlegið að þessu síðan þá þegar fjölskyldan er saman komin og minnist liðinnar tíðar. Nanna mín var mikil hagleik- skona og reyndar algjör lista- maður í höndunum. Eftir hana liggja margir fallegir hlutir, bæði í útsaumi og seinna í perl- um. Var hún örlát að gefa okkur í fjölskyldunni þessa hluti og eru þeir mjög dýrmætir á mínu heimili og örugglega hjá okkur öllum. Nanna hafði marga góða eig- inleika sem mér finnst vert að minnast á, en hún var t.d. aldrei kvartsár yfir neinu sem yfir hana gekk. Hún talaði sjaldan um eigin líðan, en ef maður minntist á við hana hvort hún væri eitthvað slöpp, þá sagði hún gjarnan „Ég verð örugg- lega betri á morgun“. Mér finnst ég hafa verið afar heppin í lífinu að hafa átt svona yndislega tengdamóður og þakka forsjóninni fyrir hana og hennar yndislegu fjölskyldu. Núna síðasta árið hallaði mjög undan fæti hjá Nönnu minni en þá var unun að sjá hvað tengdafaðir minn, Júlíus Gunnar, var henni góður og traustur og hvað hún var örugg hjá honum. Eins var mágkona mín hún Guðrún henni, og þeim báðum, stoð og stytta, sem var alveg ómetanlegt. Ég á eftir að sakna Nönnu minnar og ég mun ávallt hugsa til hennar með virðingu og hlýju. Elsku Nanna mín, ég bið al- góðan Guð að geyma þig og vernda. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Sigríður. Mín kæra elskulega tengda- móðir Svandís Nanna er látin. Ég var bara krakki fannst henni tengdamömmu þegar ég fór að venja komur mínar í Ás- garðinn, þó að mér hafi fundist ég hálffullorðin orðin 15 ára og byrjuð að skjóta mér í honum Pétri. Hún tók mér alltaf vel en bjóst nú alls ekki við að ég yrði tengdadóttir hennar. En þegar henni skildist að ég væri ekkert á förum var ég alltaf velkomin eins og alltaf hafði verið. Og eins og aðra fjölskyldumeðlimi var kallað í mann eldsnemma á sunnudagsmorgnum, það var víst um hádegið, til að borða hrygg eða læri. Það er eitt sem ekki verður tekið af henni, hún eldaði alveg svakalega góðan mat. Hún hafði farið í hús- mæðraskóla þegar hún var ung og var hún alveg frábær í hönd- unum. Það er mikil handavinna eftir hana á heimilinu. Hún saumaði, prjónaði og perlaði o.fl. o.fl. Á hverju sumri var farið með krakkaskarann og ferðast um landið og var alveg svakalega gaman að heyra margar sögur um þau ferðalög. Svo ég segi nú bara frá því hvernig útilegumat- urinn var þá var ekkert stoppað í sjoppum eins og nú til dags og keypt pulsa og snakk, nei það var sko eldaður matur, kjötsúpa og allur venjulegur matur. Hún tengdamamma var mjög félagslynd og skemmtileg kona sem hafði gaman af að hitta fólk og spjalla, hún gat spjallað um svo margt, um gamla daga í Eyjunum, hún virtist vita um alla staði, fjöll og vötn á land- inu, hún elskaði að fara í bíltúra og hún elskaði að spila. Hún hafði gaman af svo mörgu. Hún var svo ánægð þegar hún byrjaði að vinna á prjóna- stofunni Iðunni, þar gat hún prjónað og spjallað við hinar skvísurnar, þar var hún í essinu sínu. En því miður varð hún að hætta þar eftir nokkur góð ár þegar fyrsta hjartaáfallið kom. Mér finnst líka alveg frábært og lýsa henni vel hvað hún var jákvæð og glöð, hún fékk t.d stórt hjartaáfall bara 52 ára og eftir það fór hún nokkrum sinn- um á spítala, bæði í hjartaþræð- ingar og eftir slys og henni fannst hún alltaf jafnheppin með hvað hún var með skemmtilegu fólki á stofu. Það finnst mér lýsa hennar persónu vel. Svandís Nanna Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.