Morgunblaðið - 25.03.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013
Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is
opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga
Úrval burðarpoka og ferðarúma
ÞAR SEM BARN ER
Grænlenska útgerðarfyrirtækið
East Greenland Codfish A/S, sem
er í þriðjungseigu Síldarvinnsl-
unnar, hefur fest kaup á norska
uppsjávarveiðiskipinu Erosi en það
á að leysa skip félagsins, Eriku, af
hólmi.
Eros var smíðaður í Noregi árið
1997 og er 75,9 metrar að lengd og
13 metrar að breidd samkvæmt
upplýsingum á heimasíðu Síldar-
vinnslunnar. Skipið er 2.148 tonn
en burðargeta þess er 2.100 tonn.
Það er sagt búið eins fullkomnum
veiðibúnaði og tækjakosti og best
verði á kosið.
Hinn norski Eros
tekur við af Eriku
Skipið fær nafnið Polar Amaroq og heima-
höfn þess verður Tasiilaq á Grænlandi.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
„Himnastiginn er í rauninni rosa-
lega margar tröppur sem liggja úr
Kópavogsdalnum og upp að Gnita-
heiði,“ segir Bryndís Baldursdóttir
hlaupari. Að hennar sögn er himna-
stiginn ekki formlegt æfingasvæði,
en á annað hundrað manns í skipu-
lögðum hlaupahópum nota þetta
„hálfnáttúrulega íþróttamannvirki“
mikið. Þó er engin leið að henda
reiður á hversu margir nýta sér
þetta svæði þar fyrir utan.
„Vegalengdin þarna upp er ein-
hverjir 400 metrar og hækkunin 60
metrar, þannig að þetta er hörku-
sprettur. Það er líka oft logn þarna.
Hópurinn minn, Bíddu aðeins, er
mjög mikið þarna og þetta er uppá-
halds æfingastaðurinn hjá okkur.
Það er eiginlega ekkert sem toppar
þetta. Að hlaupa upp tröppur er
mjög góð æfing fyrir bæði lær- og
rassvöðva og hnén. Þannig æfingar
eru góðar fyrir alla, sérstaklega þá
sem eru að æfa fyrir lengri fjall-
göngur og svokölluð últrahlaup í
fjöllum, eins og Laugaveginn og
lengri hlaup. Við tökum stundum
það sem kallast samlokur, tvær erf-
iðar æfingar í röð. Við förum þá upp
Esjuna á þriðjudagskvöldi og förum
svo upp Himnastigann og niður
brekkuna meðfram Digranesvegi til
baka daginn eftir. Það er rúmlega
kílómetrahringur og tekur mikið á,“
segir, Bryndís. „Þegar þú ert að æfa
fyrir fjallahlaup er mikilvægara að
æfa niðurhlaup heldur en upp, á nið-
urleiðinni klárar fólk á sér lærin og
þá fara hnén að meiðast.“
Flýttu þér hægt
Bryndís segir mikilvægustu lexí-
una fyrir þá sem eru að byrja að
hlaupa að fara sér nógu hægt í byrj-
un. „Nafnið á hópnum trekkir byrj-
endur dálítið að, það þykir mjög
vinalegt,“ segir Bryndís. „Það eru
allir velkomnir hjá mér. Hlaup
ganga út á að byrja bara nógu ró-
lega. Þegar maður byrjar má maður
ekki hafa það að markmiði að ætla
að hlaupa, fyrst á maður að ganga og
skokka til skiptis. Stærsti hjallinn á
fyrst að vera að koma sér í skóna og
út. Þá á viljinn frekar að halda aftur
af manni en ýta manni áfram og
hemja sig. Það er aldrei of hægt
farið,“ segir Bryndís.
Himnastiginn í Kópavogi tilvalinn
til að búa sig undir fjallahlaup
Morgunblaðið/Ómar
Stigi til himna Himnastiginn svokallaði er vinsæll meðal hlaupara
Góð aðstaða fyrir hlaupara í Kópavogsdalnum Vel á annað hundrað í skipulögðum hlaupahóp-
um nota Himnastigann „Hálfnáttúrulegt“ íþróttamannvirki Byrjendum ráðlagt að fara sér hægt
Morgunblaðið/Ómar
Bíddu aðeins Bryndís Baldursdóttir (í forgrunni) fer fyrir hlaupahópnum
Bíddu aðeins. Nafnið varð til fyrir mistök við skráningu á hlaupamót.
„Nafnið Bíddu aðeins kom eig-
inlega til fyrir slysni,“ segir Bryn-
dís. „Ég er kölluð Bibba og þessi
hlaupahópur byrjaði sem hlaupa-
námskeið fyrir vinnufélaga mína.
Þegar námskeiðið var búið vildu
þau ekki fara yfir í annan hlaupa-
hóp, heldur starfa áfram sem hóp-
ur. Þegar hópurinn skráði sig svo í
Powerade-hlaupið þá skráðu þau
sig öll sem hlaupara í hlaupahópi
Bibbu. Svo þegar úrslitin komu þá
var stafarugl í nafninu, þannig að
við vorum kölluð hlaupahópur
Biddu. Svo ákváðum við að halda
þessum hópi áfram og þá varð
nafnið Bíddu aðeins vinsælast hjá
meðlimum hópsins. Flestar tillög-
urnar voru á þessum nótum,“ seg-
ir Bryndís og hlær.
Bibba varð Bíddu fyrir mistök
NAFNIÐ BÍDDU AÐEINS STAFAR AF STAFARUGLI Á HLAUPAMÓTI