Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 ✝ Inga LillýBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 11. júlí 1924. Hún lést 7. mars 2013. Foreldrar henn- ar voru Jón Bjarni Pétursson, forstjóri í Reykjavík, f. 25. apríl 1885, d. 28. feb. 1956, og kona hans Ingibjörg Steinsgrímsdóttir, f. 2. apríl 1885, d. 8. des.1965. Systkini Ingu Lillýjar voru fimm: Pétur, f. 8. okt. 1907, d. 22. okt. 1918, Steingrímur, f. 9. mars 1909, d. 16. júlí 1930, Ant- on, f. 24. jan. 1912, d. 19. ágúst 1934, Margrét, 10. mars 1917, d. 21. mars 1939 og Anna, f. 17. apríl 1920, d. 24. jan. 1995. Inga Lillý giftist 16. maí 1947 Þorsteini Sigurðssyni forstjóra, f. 9. mars 1920, d. 2. nóv. 1998. Þau bjuggu í Reykjavík, fyrst á Guðrúnargötu 10 og síðan á Sporðagrunni 9. Eftir andlát Þorsteins flutti hún á Skúlagötu 40a, en síðustu tvö æviárin dvaldi hún á Hjúkrunarheim- ilinu Eir, þar sem hún hlaut góða umönnun. dóttur skrifstofumanni, f. 28. júlí 1950. Börn Ingibjargar: Ei- ríkur Jónsson lögreglumaður, f. 13. ágúst 1972, kvæntur Sig- rúnu Jónasdóttur lögreglukonu, f. 21. okt. 1977. Börn þeirra: Halldór Óskar Eiríksson, f. 15. maí 2002, Hermann Ingi Eiríks- son, f. 31. maí 2005, Jónas Sig- urður Eiríksson, f. 27. ágúst 2008 og Magnús Óli Eiríksson, f. 14. mars 2012. Magnús Jóns- son háskólanemi, f. 10. des. 1979. 5) óskírður sonur, f. 20. ágúst 1956, d. 22. ágúst 1956, 6) Anton Pétur læknir, f. 14. apríl 1962, kvæntur Sigríði Hauks- dóttur tölvufræðingi, f. 1. sept. 1963. Börn þeirra: Inga Mar- grét læknanemi, f. 28. apríl 1992 og Orri Þór verk- fræðinemi, f. 9. maí 1994. Inga Lillý ólst upp í foreldra- húsum á Vesturgötu 46 í Reykjavík og stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún starfaði við fjölskyldufyr- irtækið J.B. Pétursson, þar til hún giftist, en eftir það helgaði hún líf sitt fjölskyldunni og upp- eldi barna sinna. Inga Lilly var virk í Foreldrafélagi Tjaldanes- heimilisins, þar sem sonur hennar Steingrímur dvaldi til margra ára. Hún var félagi í Sam-Frímúrarareglunni, í stúk- unni Emblu. Útför Ingu Lillýjar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 25. mars 2013, kl. 15. Inga Lillý og Þorsteinn eign- uðust sex börn, þau eru: 1) Jón Bjarni Þorsteinsson lækn- ir, f. 30. sept. 1948, kvæntur Guðrúnu Björt Yngvadóttur lífeindafræðingi, f. 13. maí 1948. Börn þeirra: Þorsteinn Yngvi verkfræð- ingur, f. 4. júní 1975, kvæntur Gerði Guð- mundsdóttur, leikskólakennara og flugfreyju, f. 6. apríl 1971. Dóttir þeirra er Telma Guðrún, f. 11. des. 2008. Dætur Gerðar; Aðalheiður Ósk Magnúsdóttir, f. 2. maí 1990, og Viktoría Ósk Arnardóttir, f. 28. sept. 1994. Ingibjörg Hanna hönnuður, f. 3. des. 1976, gift Emil Þór Vigfús- syni viðskiptafræðingi, f. 14. feb. 1974. Synir þeirra: Tómas Nói, f. 21. jan. 2003, og Jón Bjarni, f. 18. des. 2006. 2) Ingi- björg, f. 31. júlí 1950, d. 24. mars 1951. 3) Steingrímur Þor- steinsson, f. 27. des. 1951, d. 1. júlí 2007. 4) Sigurður veð- urfræðingur, f. 18. sept. 1953, kvæntur Ingibjörgu Eiríks- Móðir mín hefur nú kvatt þennan heim. Það verður mikil eftirsjá og eftir sitja endalausar dýrmætar minningar. Uppvaxt- arárin á stóru heimili og um- hyggjan sem hún sýndi okkur bræðrunum. Hún upplifði mikinn missi en átti einnig margar skemmtilegar stundir. Ung missti hún þrjá bræður og eina systur. Aðeins hún og Anna systir hennar voru eftir. Þungbært fyrir þær og foreldra þeirra. Þar að auki missti hún nýfæddan son og einkadóttur sína sem varð aðeins níu mánaða gömul. Þetta skildi djúp spor eftir í sálinni en hún bugaðist aldrei. Róleg, tignarleg, vel klædd og ól okkur upp á sinn einstaka hátt. Þau pabbi voru ein- stakir vinir og samvinna þeirra mikil. Hún annaðist pabba af sinni einstöku ósérhlífni þegar hann veiktist. Aldrei mun ég gleyma umhyggju þeirra og ein- stakri umönnun sem þau sýndu Bía bróður okkar sem féll frá langt fyrir aldur fram. Þau sameinuðu krafta sína í að mennta Bía, kenna honum að lesa og skrifa. Þá var ekki mikla hjálp að fá en þau lögðu allt í sölurnar til að hann fengi að njóta sín eins og við hinir bræðurnir. Afmælis- veisla Bía var stór partur af lífi mömmu og hans. Margir gestir komu og fram voru bornar stórar kökur eða smáar, súkkulaði með rjóma, gos og brauðtertur. Sól- skinsbros var hjá þeim og allir nutu samverunnar og nutu veit- inganna í botn. Það var gefandi að sjá ánægju beggja og ræður Bía eru okkur minnisstæðar þegar hann þakkaði mömmu fyrir sig. Ást þeirra hvors til annars var hlý og einstök. Bía tók hún heim til sín flestar helgar meðan heilsa entist. Þegar Bíi féll frá voru þau ein saman í sumarhúsinu á Þing- völlum. Þá fyrst sá ég mömmu bogna en áfram hélt hún reisn sinni. Mamma naut þess að vinna við hannyrðir og eftir hana liggur einstök handavinna. Heimili þeirra var glæsilegt, innan- stokksmunir vel valdir og heim- ilinu vel við haldið. Mamma var félagi í Kófrím og naut samver- unnar við félagana þar. Þangað sótti hún fundi, fann vináttu og sótti kraft og gleði. Margar ánægjustundir voru með kófrím- félögunum, ég þakka þeim vin- áttu við hana. Hún átti sinn sælureit í sum- arhúsi þeirra í Grafningi í Þing- vallasveit. Flestar helgar nutu þau veðurblíðunnar og verunnar þar. Ef frí var fóru þau þangað. Foreldrar mínir höfðu einstaka ánægju af að fara í leikhús, m.a. Þjóðleikhúsið, og voru frumsýn- ingargestir þar í rúm 30 ár. Fjölskyldan var henni allt. Mamma átti einstakan vinahóp sem voru skólasystur úr Kvenna- skólanum í Reykjavík. Rúm 50 ár mættu þær saman mánaðarlega í saumaklúbbinn og vinátta þeirra einstök. Margt gerðist þar og gleðin sem kom fram í andliti mömmu er hún minnist á fundi þeirra sagði allt sem segja þarf um ánægjuna og vináttuna sem þar ríkti. Þeim sem eftir lifa þakka ég vináttu við móður okk- ar. Börnin mín og barnabörn minnast hennar og margar sögur eru til um vináttu hennar og um- hyggju við þau. Sælgæti var ávallt vel falið heima en það fannst strax og barnabörnin komu. Nú er þinni vist hér lokið og við þökkum. Hvíldu í friði elsku mamma. Jón Bjarni Þorsteinsson. Þegar ég sá Ingu Lillý, tengda- móður mína, fyrst kom hún mér fyrir sjónir sem fáguð kona, há og grannvaxin. Ég minnist menning- arferðar til Berlínar með Ingu Lillý. Það var yndisleg ferð, farið í óperuna að sjá Töfraflautuna og á tónleika í fílharmoníuna og í skoðunarferðir bæði akandi og gangandi um borgina. Inga Lillý notaði tímann í Berlín til að versla smávegis, hún hafði fengið kon- fekt, tösku og penna fyrir góð við- skipti í einni versluninni og er við komum klyfjaðar á hótelið sátu nokkrar kerlur úr ferðahópnum okkar í lobbíinu og gáfu okkur tóninn. „Nú það var bara verið að versla.“ Inga Lillý brást illa við þessari athugasemd kvennanna og gekk snúðug framhjá þeim og sagðist ekki hafa verið að versla á sjálfa sig. Útlendingur einn sem var með Ingu Lillý í matarboði hafði á orði við mig að hún væri eins og „aristocrat“, hann var með öðrum orðum að hæla henni fyrir virðu- legt útlit og framkomu, en hún var mjög virðuleg í allri fram- göngu og átti auðvelt með að halda uppi samræðum á erlend- um tungumálum. Við fórum saman í leikhús, en hún var með fasta miða í leikhús- unum og bauð ættingja eða venslamanni með sér. Við fengum okkur þá smörrebröd og kaffi í hléinu og höfðum það huggulegt. Eitt sinn er ég keyrði Ingu Lillý heim eftir leikhúsferð fór hún að leita að einhverju í handtösku, tekur upp gleraugu sem henni fannst hún ekki kannast við og spyr mig hneyksluð, kannast þú við þessi gleraugu, já segi ég, þetta eru mín gleraugu og þetta er líka mitt veski sem þú hefur verið að gramsa í. Guð minn góð- ur segir hún þá, ég hélt að þetta væri mitt veski, en þau voru eins á litinn, síðan finnur hún sitt veski og fer að leita í því, miklu sáttari á svipinn. Við fengum svo mikið hláturskast af þessu að það entist alla leiðina heim til hennar á Skúlagötuna. Hún minntist aftur og aftur á vitleysuna í sér og við hlógum aftur og aftur. Þetta atvik sýnir manni svona eftir á að hún hefur verið komin með alzheim- ersjúkdóminn á byrjunarstigi. Inga Lillý kom vikulega til okkar í mat, en við fjölskyldan höfum þann sið að borða saman kvöldmat einu sinni í viku. Hún var alltaf kát og skrafhreifin, spurði langömmustrákana út í námið þeirra og spjallaði við gesti, en hún hafði gaman af að spjalla. Hún hafði yndi af lang- ömmubörnunum og hló þegar þau gáfu henni knús og sagði þá í gríni, hvað eruð þið að vilja með gamalmenni eins og mig. En und- anfarin tæp tvö ár hefur hún ekki treyst sér í heimsóknir. Út um gluggana á bjartri setu- stofunni á Eir, þar sem Inga Lillý dvaldi síðustu æviárin í góðu yf- irlæti, sér til vesturs og norðurs, Esjan, Akrafjallið, Skarðsheiðin og Faxaflóinn. Inga Lillý mundi ekki lengur hvað fjöllin hétu en þekkti þau og hafði yndi af að horfa á þau. En undir það síðasta átti hún ekki lengur minningar að ylja sér við, aðeins minningabrot sem komu og fóru jafnharðan aftur. Minnir mig á vísu sem ég heyrði einu sinni og hljóðar svo: Það er að síga mók á mig, mölur í lífsins sjóði, heldurðu að þýddi að hnippa í þig, himnafaðirinn góði. Ingibjörg Eiríksdóttir. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast tengdamóður minnar. Fyrstu kynni mín af Ingu Lillý voru þegar þau hjónin buðu mér, vinkonu elsta sonarins, til kvöld- verðar. Ég lagði mig fram við að falla þeim í geð og að vera kær- astanum til sóma. Inga Lillý var mjög formleg og við gáfum hvor annarri hornauga, jafnvel smá tortryggnar, á meðan Þorsteinn reyndi að halda uppi fjörinu. Það tók okkur nokkra kvöldverði og nokkrar leikhúsferðir að kynnast, en svo kom í ljós að við Inga Lillý áttum ýmis sameiginleg áhuga- mál og við tókum oft svipaða af- stöðu til mála, hvort sem það voru siðferðileg álitamál eða stefnur og straumar í tísku og hönnun. Inga Lillý var glæsileg kona, með fágaða framkomu. Þorsteinn maður hennar hafði gaman af að gleðja hana og gaf henni skart- gripi og falleg föt. Þau Þorsteinn voru samtaka um að gera heimili sitt fallegt, með vönduðum hús- gögnum og listaverkum. Inga Lillý hélt glæsileg matarboð fyrir fjölskyldu og vini. Hún var fag- urkeri og valdi aðeins það besta, hvort sem það var til persónu- legra nota, til heimilisins, fjöl- skyldunnar eða gjafir handa öðr- um. Við Bjarni bjuggum erlendis í nokkur ár, þá heimsóttu þau okk- ur oft. Í slíkum heimsóknum og á ferðalögum með þeim erlendis var gjarnan farið að skoða antik eða listmuni og þá duttum við oft niður á spennandi hluti. Inga Lillý og Þorsteinn ferðuðust allt- af mikið, einkum um Evrópu og seinna til að heimsækja syni sína í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Henni fannst þó ferðirnar orðnar heldur einhæfar og var spenntari fyrir ferðum okkar Bjarna á framanadi slóðir, en það heillaði ekki Þorstein. Málin þróuðust þannig að Inga Lillý slóst stundum í hópinn með okkur Bjarna og mömmu minni. Við ferðuðumst fjögur saman og sögðum að þetta væru ungu hjón- in og tengdamæðurnar. Eftir- minnilegust er ferð okkar til Egyptalands fyrir 35 árum. Það var mikil menningarveisla og upplifun og mikið keypt af falleg- um bómullarefnum og leðurvöru. Egypsku kaupmennirnir töluðu um unga ríka manninn sem átti konurnar þrjár. Það fannst „tengdamæðrunum“ mjög fyndið, en Bjarna fannst það ömurlegt. Á löngum kynnum mínum af Ingu Lillý sá ég miklar breyting- ar. Hún varð opnari, glaðari og af- slappaðri með hverju árinu. Hver hefði trúað því að Inga Lillý færi að skellihlæja þegar litli hvolpur- inn okkar pissaði á stofugólfið hennar. Eða að hún hjálpaði barnabörnunum að setja hurðar- sprengjur um allt hús. Inga Lillý átti að mörgu leyti erfiða ævi. Hún mátti horfa á eftir systkinum sínum falla í valinn hvert af öðru á unga aldri. Sjálf missti hún tvö ung börn og háði hetjulega bar- áttu við að leita syni sínum lækn- inga og veita honum lífshamingju. Ég dáðist að hugprýði Ingu Lil- lýjar í þessum erfiðleikum og styrk hennar í veikindum Þor- steins. Hún óx af hverri raun. En Inga Lillý átti líka skemmtilega og hamingjuríka ævi, yndislega fjölskyldu, góða vini og fallegt líf. Nú er komið að leiðarlokum hjá Ingu Lillý. Ég þakka henni samfylgdina og lærdómsrík kynni. Ég votta fjölskyldu Ingu Lillýjar innilega samúð mína. Guðrún Björt Yngvadóttir. Inga Lillý amma mín var af- skaplega tignarleg kona og allt í kringum hana var fallegt og vand- að. Hún var dama fram í fingur- góma og fannst mér alltaf eins og hún væri aðalborin. Þótt það væru mörg ár á milli okkar og við að mörgu leyti mjög ólíkar þá áttum við sameiginleg áhugamál sem við sinntum sam- an. Við fórum mikið saman í leik- hús og til útlanda þar sem við skoðuðum listasöfn og tískubúð- ir. Við höfðum mjög ólíkan fata- stíl sem er eðlilegt þegar fólk er sitt af hvorri kynslóðinni en mér fannst ég finna fallegustu fötin þegar við amma fórum saman í búðir. Hún var smekkleg kona og kunni að hvetja mann á réttum augnablikum. Í einni ferð okkar þegar ég var um tvítugt og amma um sjötugt gerðist nokkuð sem ég hefði aldrei trúað, við féllum fyrir sömu dragtinni. Amma fann hana fyrst og var stórglæsileg í henni. Þar sem dragtin var svo falleg ákvað ég að máta hana líka og viti menn, ég var stórfín líka. Við ákváðum báðar að kaupa dragtina en pössuðum að vera aldrei í henni báðar á sama tíma. Þrátt fyrir að ég hafi fengið mikið hrós þegar ég klæddist dragtinni þá segi ég satt að amma var enn glæsilegri í henni. Þessi litla minning fær mig alltaf til að brosa. Það er sárt þegar nákomnir deyja en mér verður hlýtt í hjart- anu við þá tilhugsun að nú sé amma loksins komin til barna sinna sem hún missti og til afa sem hún elskaði svo mikið. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir. Söknuður fortíðar, öryggi og góðar minningar með afa og ömmu í Sporðagrunni er það fyrsta sem fer um huga minn þegar ég kveð ömmu Ingu Lillý. Það er ekki margt sem ég man skýrt frá barnæsku. Amma var þó dugleg að minna mig á tímann sem hún passaði mig sem ung- barn í Sporðagrunni. Mér þykir vænt um þann tíma, þó að ég muni ekki eftir honum því þá myndaðist sterk tenging sem okkur þótti afar vænt um. Á grunnskólaaldri sótti ég mikið í að heimsækja ömmu og afa ásamt systur minni. Okkur þótti sérstaklega mikið til þess koma að fá að gista, enn betra að fara í sumarhúsið með þeim. Í heimsóknum okkar voru nokkrir fastir liðir. Einn þeirra var að semja við ömmu um að fá sælgæti á kvöldin yfir sjónvarp- inu. Hún tók alltaf vel í bón okkar en passaði jafnframt að sykur- skammturinn væri innan marka. Sem unglingur fór minna fyrir því að við gistum, en það tengdist víst fyrst og fremst unglingsár- unum. Afmæli Steingríms frænda, boð á jóladag og áramót- um, og önnur boð voru þá í sér- legu uppáhaldi. Í lok menntaskólans og byrjun háskólanámsins fór ég að sækja í ömmu í próflestri, kom fyrir að ég gisti. Á þeim tíma sótti ég í ör- yggi og ró sem hún hafði að bjóða, og gómsætar kræsingar öllum stundum sólarhringsins. Eftir að dóttir mín fæddist áttaði ég mig á því hversu mikill hafsjór af fróðleik hún var varðandi börn og hversu mikið hún fékk út úr samveru með þeim. Það var því afskaplega gaman að heimsækja hana með þá stuttu, því báðar voru þær himinlifandi hvor með aðra. Nú þegar ég kveð ömmu Ingu Lillý verður mér hugsað til hvernig samband okkar þróaðist, sem spannar alla mína ævi en bara brot úr hennar. Ég hugsa einnig til þess hversu einlæg og innileg hún var við mig, hversu mikla hlýju hún veitti mér. Hversu sterk hún var og óbuguð eftir allar þær krefjandi aðstæð- ur hún hafði tekist á við. Hversu vel henni tókst til við að horfa fram á við og njóta gleðistund- anna. Þetta eru eiginleikar sem mig langar til að gera að mínum. Ég vil enda kveðju mína til ömmu með hluta af fallegum sálmi sem amma og afi sendu okkur með inn í draumalandið í æsku: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þorsteinn Yngvi Bjarnason. Látin er í Reykjavík á 89. ald- ursári kær systir okkar í Sam- frímúrarareglunni – stúkunni Emblu – Inga Lillý Bjarnadóttir. Hún gekk inn í regluna 1. nóv- ember 1966 og starfaði þar óslitið þar til hún hætti fundarsókn vegna aldurs og hrakandi heilsu fyrir allmörgum árum. Inga Lillý starfaði ötullega fyrir regluna og gegndi fjölmörg- um embættum á göngu sinni meðal okkar. Hún sýndi mikla þjónustulund í störfum sínum og gekk glaðlynd og hjálpfús til allra sinna verka. Mér er það minnis- stætt hve hún fagnaði mér þegar ég gekk til liðs við regluna í des- ember 1985. Inga Lillý þekkti foreldra mína frá fornu fari og sýndi mér einstakan hlýhug og traust í störfum mínum á meðan hún sótti fundi hjá okkur. Fyrir það hef ég ætíð verið henni þakklát. Mér hefur oft orðið hugsað til þess, sérstaklega síðastliðin ár, hversu aðstæður voru ólíkar í þjóðfélaginu þegar Inga Lillý gekk til liðs við Sam-frímúrara- regluna. Mikil leynd hvíldi yfir starfseminni og fáir vissu um til- urð okkar. Leyndin var jafnvel svo mikil að nánasta fjölskylda vissi nær ekkert um starfið og reglusystkin voru þögul um þátt- töku sína þar. Slíkt hlýtur að hafa kostað jafnvel enn meiri fórnir fyrir systkinin en á þeim tímum sem við nú lifum. Ég fann glöggt að það var Ingu Lillý mikilvægt að vera frímúrari og starfið var henni það mikilvægt að hún var reiðubúin að færa þá fórn að gefa af tíma sínum, fjarri fjölskyldu, til þess eins að fegra byggingar- efni sitt í byggingu hins heilaga musteris til dýrðar hinum hæsta og fullkomnunar mannkyni. Inga Lillý var sú síðasta af kynslóðinni sem fædd var fyrir 1925 og starfaði í stúkunni Emblu. Þær voru þrjár systur sem höfðu starfað saman til margra ára sem komu yfirleitt saman á fundi og hættu reglu- legri fundarsókn næstum á síma tíma. Þegar þær komu í heim- sókn til okkar var þeim fagnað innilega og við hylltum „göml- urnar okkar“. Nærvera þeirra var okkur dýrmæt og við nutum þess að hitta þær um stundar- sakir. Nú eru þær allar horfnar úr þessari jarðvist og við erum þakklát fyrir að hafa starfað við hlið þeirra og fengið að kynnast þeim viðhorfum og aðstæðum sem ríktu þegar þær gengu til liðs við Sam-frímúrararegluna fyrir margt löngu. Þótt Inga Lillý hafi ekki getað starfað með okkur um þónokkra hríð er hennar saknað í reglunni og við lútum höfði í virðingu og þökk fyrir þjónustu hennar. Nú þegar hún er horfin til hins eilífa austurs, þangað sem við munum öll hverfa að lokum, biðjum við henni blessunar á nýrri vegferð í ljóssins heimi. Aðstandendum sendum við samúðarkveðjur og biðjum hinn hæsta að blessa minningu Ingu Lillýjar Bjarna- dóttur. F.h. St. Emblu, Jóhanna E. Sveinsdóttir. Inga Lillý Bjarnadóttir HINSTA KVEÐJA Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Jón Bjarni Emilsson og Tómas Nói Emilsson. Lokað Lokað í dag mánudaginn 25. mars frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar MAGNÚSAR S. MAGNÚSSONAR. Skúlason & Jónsson ehf., Skútuvogi 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.