Morgunblaðið - 25.03.2013, Page 22

Morgunblaðið - 25.03.2013, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Nýjung! Páskae gg úr „Dulcey b lond“ súkkulaði sem e r flauelsmjúkt m eð karamellubragð i. Einnig egg m eð 60% súkkulaði o g 32% mjólkurs úkkulaði. Eggin eru fyllt m eð handgerðu konfekti og má lshætti. Komdu í verslan ir okkar og gerðu eggið pe rsónulegra. Við erum á Háa leitisbraut 58-6 0 í Reykjavík og í H áholti 13-15 í Mosfellsbænum . PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram- leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. Það hlýtur að vera gaman að vera fram- sóknarmaður í dag. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er nú um stundir stærsti stjórn- málaflokkur landsins og er sagður vera með rúmlega 30% fylgi. Framsóknarmenn geta sagt með stolti eins og Marteinn Mosdal forð- um, við komum alltaf aftur og aftur. Þegar kosningar nálg- ast kemur Framsókn- arflokkurinn oftast með einhverja töfra- lausn á vandamálum landsins. Maður veltir því fyrir sér hvaða aug- lýsingastofa sjái um að finna upp á einhverju sem örugglega slær í gegn. Fyrir einar kosn- ingar var Framsókn með það á stefnuskrá sinni að Ísland yrði vímulaust árið 2000. Þeim tókst ekki að standa við það loforð. Seinna börðust þeir fyrir því að hækka lána- möguleika fólks upp í 90% af fast- eignaveði fasteigna. Þetta tókst þeim, og eftir sitja nú þeir lántak- endur sem fóru að ráðum Fram- sóknar með lánin sín. Stökkbreytt lán Þessi lán sem stökkbreyttust í hruninu eru orðin flestum húseig- endum ofviða og þeir geta ekki leng- ur staðið við greiðslur samkvæmt lánasamningum og þess vegna verð- ur að gera eitthvað. Því hefur oft verið haldið fram að nýtt fólk sé komið í forystu flokksins og syndir hinna horfnu forystumanna komi hinum nýju stjórnendum flokksins ekkert við. Það virðist hins vegar vera að þótt nýtt fólk myndi hina nýju forystu Framsóknar, er forritið hið sama. Hin nýja forysta Fram- sóknar hefur nú fyrir kosningar sýnt á spilin og hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, er þar að finna sömu aðferðafræðina og framsókn- armenn hafa ástundað í gegnum ár- in. Hrægammasjóðir eiga að borga Færa skal niður lánin um einhver prósentustig og láta hrægamma- sjóðina borga. Þetta er frábær lausn og vafalaust finnst flestum skuld- urum, að þeir sem keyptu lánin þeirra á slikk geti bara látið þá hafa þau aftur til baka með verulegum af- föllum. Að vísu segir formaður flokksins að það verði mun erfiðara að ná þessu fram núna en hefði verið auðvelt ef menn hefðu ákveðið þetta fyrr. En formaðurinn hefur ráð við þessu því hann ætlar að skipa nefnd sem á að skoða málið frekar og skila niðurstöðum í september. Þannig á að vinna kosningarnar í næsta mán- uði. Þetta er sá valkostur sem Fram- sókn býður upp á til að bjarga mál- um heimilanna í landinu, en á meðan þetta er ekki í hendi verða þeir kjós- endur sem enn og aftur taka mark á þessari framsóknarpólitík að bíða og vona að hin nýja forysta flokksins standi sig betur enn forverar þeirra gerðu í að standa við kosningalof- orðin. Verðtrygginguna burt Sumir hafa sagt að fyrst hægt var að koma verðtryggingunni á, þá hljóti eins að vera hægt að taka hana af. Framsóknarflokkurinn ætti að vita þetta því forystumenn hans höfðu jú forystu um verðtrygg- inguna á sínum tíma og því rétt að þeir ljúki málinu og taki það af sem þeir eitt sinn komu á. Ný forysta – gömul forrit Eftir Guðmund Oddsson » Framsóknarmenn geta nú sagt með stolti eins og Marteinn Mosdal forðum, við kom- um alltaf aftur og aftur. Guðmundur Oddsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Enn og aftur hefur umræðan um gjald- töku af ferðamönnum skotið upp kollinum nú síðast á ráðstefnu Ís- landsstofu um stöðu ís- lenskrar ferðaþjón- ustu. Áður en lengra er haldið langar mig að birta stutta tilvísun í blaðagrein sem birtist í Morgunblaðinu vorið 1948. Sú grein bar fyrirsögnina „Hið stóra hjarta“ og var rituð af Jóhannesi Kjarval til að vekja Íslendinga til umhugsunar um hvalveiðar, umhverfismál og eig- in gjörðir. Þótt greinin hafa ekki breytt neinu um upphaf hvalveiða á sínum tíma má vel finna samsvörun í texta Kjarvals við þau hagsmunamál ferðaþjónustunnar sem til umræðu eru í dag. „Íslendingar hafa sín próf úr nátt- úrunni, engu að síður en aðrar þjóðir þó á sinn sjerstæða hátt. Í þetta skiptið einkennir það samtíð vora, að við höfum ennþá nóg að borða, og gætum við því okkur að meinalausu tekið dálítið af eðli okkar undir smá- sjána, athugað gírugheitin, grimmd- ina, vanahvatirnar og framfærslu- hugsun vora og gjörvan hag okkar við náttúruna, og við ættum að gera þetta að okkar vísindagrein, að friða eitthvað það fyrir sjálfum oss, sem er okkur annars mikils virði“. Já, það hefur margt breyst á Ís- landi frá árinu 1948. Viðhorfsbreyt- inguna sem orðin er hjá lands- mönnum til umhverfismála og umhverfisverndar má að stórum hluta til rekja til endalausrar bar- áttu nokkurra einstaklinga sem sett hafa athafnir sínar, orð og gjörðir of- ar eigin hagsmunum. Fórnað tíma sínum, félagslegu og efnahagslegu öryggi fyrir málstaðinn. Þetta eru hetjurnar sem skipt hafa sköpum fyrir umræðuna og viðhorfsbreyt- ingu hér innanlands undanfarna tvo áratugi. Auðvitað hafa þessar hetjur ekki staðið einar þótt þær hafi oft á tíðum dregið vagninn. Fjölmargir hafa lagt þeim lið og stór hópur almennings fylkt sér að baki þeim þegar vel hef- ur tekist til! Nýjustu tíðindin í þeirri viðleitni að stemma stigu við óheftum fjölda ferðamanna inn á viðkvæm og vin- sæl svæði er ákvörðun Bláa lónsins að taka upp bókanir í lónið og sér- stakt gjald til að fara um baðsvæðið og skoða það. Ég tel að þessi ákvörð- un stjórnenda Bláa lónsins geti og muni loks hafa þau áhrif að brugðist verði við ört vaxandi ágangi og áhrifum ferðamanna á okkar vinsælustu áfangastaði með því að hefja gjaldtöku. „Þeir njóta sem borga“ er ein leið til að stýra þeim fjölda ferða- manna sem fara um okkar viðkvæmustu eða vinsælustu áfang- staði, útfærslan er ein- ungis tæknileg, rafræn kort og sjálfvirkir nemar geta ann- ast gjaldtökuna sem aftur getur skil- að gríðarlega mikilvægum tekjum til varðveislu, uppbyggingar og fræðslu um viðkomandi svæði því þrátt fyrir myndarleg viðbótarfjárframlög stjórnvalda til uppbyggingar og lag- færinga á fjölförnum ferða- mannastöðum þarf fyrirsjáanlega miklu meira fjármagn til að koma í veg fyrir óafturkræfar skemmdir eða til að viðhalda því sem skapaði áganginn, þ.e. sterk upplifun ferða- mannanna. Önnur tillaga sem hefur komið til álita er svokallaður náttúrupassi. Á ráðstefnu Íslandsstofu kom fram til- laga um stofnun „conservationfund“ eða náttúruverndarsjóðs sem fjár- magnaður yrði með sérstöku gjaldi á alla erlenda ferðamenn sem til landsins koma, líkt og gert er á Glapagos-eyjaklasanum. Hvor eða hvaða leið sem valin verður liggur fyrir að ef við ekki bregðumst við nú þegar og förum að koma á einhverri gjaldtöku munum við lenda í þeirri skömm að hafa skaðað svo áfanga- staðinn, eða upplifunina að hún falli um sjálfa sig og verði táknmynd gír- ugheitanna í okkur sjálfum. Ferða- þjónusta snýst um að bjóða fólk vel- komið, láta því líða vel, helst framar öllum vonum og þakka því fyrir komuna. Gott orðspor fer víða en illt út um allt. Vöndum okkur, göngum varlega um auðlindina okkar hver sem hún er og látum ekki skammtíma gróða eða hugsun ráða för. Svo vil ég taka ofan hatt minn fyrir stjórnendum Bláa lónsins. Á að selja hið stóra hjarta? Eftir Ásbjörn Þ. Björgvinsson » Gjaldtaka af erlend- um ferðamönnum er nauðsynleg og æskileg til að viðhalda og byggja upp vinsæla ferða- mannastaði. Ásbjörn Þ. Björgvinsson Höfundur er ferðamálafrömuður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.