Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta er samtímasaga um fólk en hún þykist vera krimmi. Höfuðvigtin er á manneskjunum,“ segir Hermann Jóhannesson um nýútkomna bók sína sem heitir Olnbogavík, skáldsaga um glæpi, skapandi bókhald og óhefðbundna matargerðarlist. „Eins og gengur í skáldsögum þá er þetta ímyndun og uppspuni sem í bókinni stendur, en þetta gæti þó allt verið satt. Ein af aðalsögupersónunum sem segir sög- una, er stráklingur um þrítugt, dálít- ið ráðvilltur endurskoðandi og svo- lítið hlédrægur. Hann tekur að sér fyrir frænda sinn að fara í gegnum rekstur kaupfélagsins í Olnbogavík, en þar er allt í kaldakoli. Samt hefur enginn fundið neitt athugavert við reksturinn og menn standa því og gapa. Strákurinn gengur í verkið og situr yfir því lengi vel án þess að finna nokkuð stórathugavert. En hlutirnir fara að taka nokkuð óvænt- ar stefnur þegar kaupfélagsstjórinn kemur heim úr veikindafríi og skellir í lás. Strákurinn stendur þá uppi verkefnalaus í bili og tekur að sér kennslu við grunnskólann staðarins. Síðan fara mál- in að flækjast og ýmislegt kemur upp á yfirborðið sem áður var falið. Allt fer öðru vísi en nokkur gat látið sér detta í hug,“ segir Hermann sem eðli málsins samkvæmt vill ekki upplýsa meira um gang mála í örlagasög- unni frá Olnbogavík. Þegar Hermann er spurður að því hvort hann hafi sérstakan áhuga á matargerð, í ljósi und- irtitils sögunnar, en þar segir að sagan sé m.a. um óhefðbundna matargerð- arlist, þá svarar Hermann því til að hann hafi fremur lítinn áhuga á eld- húslistum. „En ein sögupersónan, séra Gunnar, hann aftur á móti er leitandi persóna og stöðugt að prófa nýjar og kannski dálítið sérstæðar uppskriftir.“ Umsaltaði og pússaði Olnbogavík er fyrsta skáldsaga Hermanns og hann segir ástæðuna fyrir því að hann lagðist í bókarskrif, fyrst og fremst vera þá að hann fór á eftirlaun og fannst hann þurfa að hafa eitthvað að gera. „Mig hafði lengi langað til að vita hvort ég gæti skrifað fullorðna sögu. Ég hef reyndar skrif- að heilmikið í gegnum árin, mest fyrir rusla- körfuna en líka eitt- hvað fyrir skúffuna,“ segir Hermann og bætir við að sagan frá Olnbogavík sé búin að liggja í salti í nokkur ár. „Ég skrifaði hana frekar hratt á sínum tíma, en tók hana svo upp úr söltun nú löngu síðar og umsaltaði hana, púss- aði hana til og lagaði og fékk gott fólk til að lesa yfir handritið.“ Nóg af hugmyndum í kolli Hermann hefur fengist mikið við að setja saman limrur um dag- ana, sumir segja að hann sé einn fremsti limrusnillingur landsins og víst er að í nýjustu limrubókinni er að finna ófáar limrur úr hans smiðju. „Ég hef alla tíð fengist við ýmis form lausavísna. Það er afar góð æfing í Glæpir og örlög í Olnbogavík Hann er einn af limrusnillingum landsins en skrifaði líka skáldsögu fyrir margt löngu sem hann lagði í salt. Nú hefur hann umsaltað hana og gefið út. Hermann Jóhannesson skrifaði þorpssögu af fólki og glæpum í Olnbogavík. Skáldsaga Olnbogavík. Margir eiga eflaust minningar úr æsku um hversu gaman var að klæða dúkkulísur í föt og setja á þær auka- hluti. Nú er öldin önnur og gömlu pappírsdúkkulísurnar horfnar, en í staðinn geta krakkar farið í dúkku- lísuleik á netinu. Vefsíðan www.star- doll.com er ein sú stærsta í heimi með yfir 100 milljónir meðlima. Á síð- unni á notandinn að búa til sína eigin dúkkulísu og ræður hann sjálfur útliti hennar. Það er engin dúkkulísa eins, eða „Medoll“ eins og það kallast, en um 60 milljarðar möguleika á útliti eru í boði. Hægt er að velja marg- víslega hárgreiðslu og andlitsfarða. Síðan verður auðvitað að kaupa föt á dúkkulísuna en hægt er að velja úr þúsundum flíka. Fylgihlutir eru líka fáanlegir. Einnig getur notandinn eignast vini um allan heim. Til að ger- ast meðlimur þarf að borga mán- aðargjald. Góða skemmtun! Vefsíðan www.stardoll.com Í gamla daga Þá voru dúkkulísur úr pappír. Í dag fara krakkar á netið. Dúkkulísur nútímans Elsa Waage messósópran syngur á hádegistónleikum Íslensku óper- unnar í Norðurljósasal Hörpu á morg- un, þriðjudag, kl. 12.15. Elsa og Antonía Hevesi píanóleikari flytja þá Wesendonck-söngva Wagn- ers en þessi söngvaflokkur er eitt þekktasta tónverk Wagners fyrir utan óperurnar. Tónlistina samdi Wagner við ljóð Mathilde Wesendonck, eigin- konu velgjörðarmanns síns, og þykir hún einkar rómantísk og tilfinninga- þrungin. Elsa Waage hefur sungið víða um lönd á undanförnum árum en hún var lengi búsett á Ítalíu. Hún flutti nýver- ið heim og vakti í haust mikla athygli í einu aðalhlutverkanna, Azucenu, í sýningu Íslensku óperunnar á Il Trovatore eftir Verdi. Var hún m.a. til- nefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna fyrir frammistöðu sína. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis á hádegistónleika Íslensku óperunnar. Endilega… …heyrið og sjá- ið Elsu Waage Söngkona Elsa Wagge messósópran. Bókaútgáfa hefur blessunarlega færst nokkuð frá því að vera ein- göngu í mánuðunum rétt fyrir jól og nú koma út bækur allan ársins hring. Mál og menning hefur gefið út ljóða- bókina Bjarg eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur. Í tilefni af því er boðið til útgáfuhófs í Eymundssyni við Skóla- vörðustíg á morgun, þriðjudag, klukkan 17-19. Höfundur mun lesa úr bókinni og hljómsveitin Klassart ætl- ar að leika nokkur lög. Útgáfuhóf Bjargs Klassart leikur nokkur lög Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fríða Dís Hún er í Klassart. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á morgun, þriðjudag, verður ellefti fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags Ís- lands, en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar: Hvað er sögu- legur skáldskapur? Að þessu sinni flytur Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur er- indið „Sögulega skáldsagan á Ítalíu eftir 1980“. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrir- lestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05 Árið 1980 kom út skáldsagan Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco sem er talin marka nýtt skeið sögu- legu skáldsögunnar á Ítalíu. Í fyrir- lestrinum verður fjallað um megin- straumana í ritun sögulegra skáldsagna á Ítalíu síðustu þrjá ára- tugina. Margar þeirra einkennast af samfélagsgagnrýni og efasemdum um framfarahyggju. Ítalskir rithöf- undar hafa lengi verið uppteknir af því að draga fram algild söguleg lögmál í verkum sínum, sýna hvernig valdajafnvægið í landinu helst óbreytt þótt samfélagið breytist. Sögulega skáldsagan er rótgróin á Ítalíu, en eitt af höfuðritum ítalskra bókmennta á 19. öld er söguleg skáldsaga, I promessi sposi eftir Alessandro Manzoni (útgefin í fyrstu gerð 1827). Rætt verður um það hvernig rithöfundar síðustu ára- tuga hafa unnið úr þjóðlegum skáld- skaparhefðum og leitað svara við því hvort sögulega skáldsagan eigi enn erindi sem framlag til þjóð- félagslegrar umræðu á Ítalíu. Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er sögulegur skáldskapur? Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.