Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 ✝ Helgi HalldórÁrnason frá Setbergi var fædd- ur á Setbergi þann 5. júní 1924. Hann andaðist á Hjúkr- unarheimili HSSA á Höfn þann 19. mars sl. Við fæðingu hans lést móðir hans og tók Ólöf Ólafsdóttir vinnu- kona á Setbergi hann í fóstur. Fylgdi hann henni í vinnu- mennsku m.a. að Karlsstöðum í Berufirði, Reyðará í Lóni og víðar. Foreldrar Helga voru þau Árni Pálsson og Guðrún Helga Pálsdóttir. Helgi átti tvo eldri bræður sem voru Ari Björgvin f. 26. október 1918, d. 29. september 2004 og Páll f. 6. Elín, f. 8. janúar 1988 og Hanna María, f. 5. mars 1995, fyrir átti Ólöf dótturina Rakel Ýr, f. 23. maí 1978. 4) Rúnar, f. 9. september 1963, d. 22. mars 1964. 5) Þorvarður Guðjón, f. 5. nóvember 1965, sonur hans er Alexander Freyr f. 23 júní 2002. Þegar Helgi var 14 ára flyst hann aftur að Setbergi til föður síns og bræðra. Á yngri árum stundaði hann ýmsa verkamannavinnu og milli tví- tugs og þrítugs kaupir hann sinn fyrsta vörubíl sem hann hafði sína aðalatvinnu af ásamt búskap í samvinnu við bræður sína. Um þrítugt kynnist hann eiginkonu sinni Jóhönnu og hefja þau búskap sinn á Set- bergi. Um 1980 byggja þau og flytja að Smárabraut 8 á Höfn. Síðustu starfsár sín vann hann hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga. Útför Helga fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 25. mars 2013, og hefst athöfnin kl 13. Jarðsett verður í kirkjugarð- inum við Laxá. september 1921, d. 6. nóvember 1999. Helgi kvæntist Jó- hönnu Þorgerði Þorvarðardóttur f. 7. febrúar 1935, d. 31. ágúst 2000, eignuðust þau fimm börn, þau eru: 1) Árný, f. 17. febrúar 1957, maki Magnús Leopolds- son f. 23. ágúst 1946, dóttir hennar af fyrra hjónabandi er Árný Björk, f. 5. desember 1984. 2) Stefán Helgi, f. 25. janúar 1959, börn hans eru Jóhann Helgi, f. 1. sept- ember 1989 og Guðrún Kristín, f. 9. nóvember 1996. 3) Ólöf Guðrún, f. 29. maí 1960, maki Friðrik Snorrason, f. 13. sept- ember 1956, dætur þeirra eru, Elsku besti afi minn. Mig lang- ar að kveðja þig með því að segja nokkur orð og þakka þér fyrir all- ar stundirnar sem við áttum sam- an og fyrir allt sem þú gafst mér af þér, sem var ekkert lítið. Takk, fyrir að hafa verið mér svo miklu meira en bara afi, þú varst félagi minn og umfram allt besti vinur minn sem ég gat alltaf reitt mig á og á milli okkar tveggja ríkti skilningur og kær- leikur sem erfitt er að lýsa með orðum og mér finnst satt best að segja ekki vera til nægilega falleg orð til að lýsa því hvað þú varst fyrir mér. Alltaf gafstu þér tíma fyrir mig þegar ég var yngri og hvort sem þú þurftir að drösla mér á bakinu í berjamó eða taka mig með þér í vinnuna á vörubílnum, alltaf var ég velkomin með þér og alltaf gafstu þér tíma til að spila við mig og spjalla, já eða syngja með mér. Og þó að eitt og annað hafi breyst eftir að ég flutti að heiman og varð fullorðin þá breyttist vin- áttan okkar aldrei og alltaf gátum við komið hvort öðru til að hlæja með leikrænum tilþrifum sem ein- göngu bestu vinir geta búið til sín á milli, því þegar þannig stuð var á þér var enginn fyndnari en þú. Ég mun að eilífu geyma þær í hjart- anu og brosa að með sjálfri mér. Takk fyrir allt og allt, elsku afi minn, ég veit að þú ert kominn á betri stað og vonandi hitti ég þig þar þegar minn tími hér er liðinn, með kveðju frá blóminu þínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Rakel Ýr Þrándardóttir. Þá er göngu afa míns um lífsins veg lokið. Mér þykir erfitt að sætta mig við þá staðreynd, því þó að hann hafi náð háum aldri, þá var hann í huga mínum alltaf eins. Enda hélt hann sér ótrúlega vel og sáust varla þess merki að hann var að verða níræður, fyrr en síð- ustu mánuðina. Á svona stundum leita margar ljúfar minningar á huga manns, bernskustundir á Smárabrautinni eru þar efst í huga. Alltaf var gott að koma þangað og þá gripum við yfirleitt í spil, fyrst var það ólsen ólsen en eftir því sem ég varð eldri varð kasína fyrir valinu með tilheyrandi látum og skemmtun. Einnig birtast minningar frá því er við sátum saman í bílnum við smalamennskur inn í dal eða við girðingaviðhald í Grjótárdal, sá yngsti og sá elsti. Smáfuglum þeim er þreyja veturinn hér á landi var ekki í kot vísað þegar þeir komu í garðinn á Smára- brautinni. Gaf hann þeim brauð og feitmeti, sem og vatn til að drykkjar og böðunar. Gaman var að vera við hlið hans og horfa út í garð á þessa litlu vini okkar. Þá sagði hann oft þá setningu sem mér finnst lýsa þeirri umhyggju best sem hann bar fyrir mönnum og dýrum, „… vesalingurinn litli“. Seint verður sagt að hann hafi legið á skoðunum sínum. Gat hann því verið frekar hávaðasamur og mikið gengið á. En þetta var eitt af því sem gerði hann að þeim skemmtilega karakter sem hann var, og munu seint líða úr minni þeirra er þekktu hann. Orð fá ekki lýst því hversu þakklátur ég er að hafa haft þig sem afa. Öll sú væntumþykja og umhyggja sem ég fann frá þér og ömmu eru mér dýrmætari en all- ur heimsins auður. Erfitt er því að ímynda sér lífið án þess að hafa þig. Ég vil því þakka þér fyrir þessi rúmu 23 ár sem ég fékk að eyða með þér. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, – í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, er aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Jóhann Helgi Stefánsson. Fyrir rúmum 30 árum lágu leiðir okkar Helga fyrst saman. Ég var nýútskrifaður læknir á Höfn þegar Helgi kallaði mig sím- leiðis inn á Setberg í Nesjum að vitja dótturdóttur sinnar. Röddin var ákveðin: „Heyrðu góði minn – gætirðu komið strax?“ Hafði greinilega áhyggjur af stúlkunni. Ég ók í snarhasti inn á Setberg þar sem hann og amman, Hanna, eiginkona Helga, tóku á móti mér. Var Helgi sýnu áhyggjufyllri. Stúlkan lék við hvern sinn fingur – engin hætta á ferðum. „Ja, mað- ur veit aldrei,“ sagði Helgi; „Það er aldrei of varlega farið, þegar ungviðið er annars vegar.“ Eftir að ég hafði skoðað telp- una, hresstist Helgi allur og tók brátt að gera að gamni sínu – og sló á lær sér. „Má kannski bjóða doktornum vindil?“ Það fór strax vel á með okkur Helga á Setbergi þetta sumarkvöld 1980. Leiðir okkar Helga skárust á ný 1981. Áður en varði var Helgi orðinn tengdafaðir minn. Er skemmst frá að segja að okkur Helga varð strax vel til vina og kunnum æ síðar að meta nærveru hvor annars. Það var mér ómet- anleg gæfa að kynnast Helga og Hönnu. Þótt ólík væru, náðu þau hjónin saman á minnisstæðan hátt. Hanna var ekkert nema æðruleysið og rólegheitin. Helgi var hins vegar skapmeiri á yfir- borðinu, skjóthuga og kvað á stundum upp raust sína með þeim hætti að ekki var um að villast hver hafði orðið. Kvað ósjaldan fast að orði á kjarnyrtri, skaft- fellskri íslensku – jafnan ómyrkur í máli, þótt á engan væri hallað. Varð mér þá ljóst að með Helga fór einhver besti húmoristi er ég hef kynnst – svo skjótur var hann til svars og beinskeyttur að frægt var um alla sveit hans í Nesjum. Hafa ófáir velst um af hlátri af hnyttnum og hárbeittum skotum Helga. Þrátt fyrir á stundum mik- ilúðlega svipfestu og kjarnyrtar athugasemdir fór ákaflega hjarta- hlýr maður þar sem Helgi var. Var kannski ekki allra, en trúr og tryggur þeim sem næst honum stóðu. Helgi auðsýndi tryggð sína við mig, þótt formlega slitnaði upp úr með tengdasambandi okkar. „Ég var aldrei giftur honum Sig- urði og þarf því ekki að skilja við hann,“ sagði Helgi eitt sinn, rétt til að ítreka að vinátta okkar tveggja væri órofin, hvað sem öðru liði. Helgi var bóndi og vörubílstjóri og hagleiksmaður á hvaðeina, en jafnframt næmur á dýr og menn. „Ferfætlingarnir,“ eins og hann kallaði þá, „þeir vita sínu viti, og eru ekkert síðri okkur mönnun- um“, sagði Helgi ósjaldan þegar hundarnir eða önnur dýr voru nærri. Helgi lifði eiginkonu sína, Hönnu, á annan áratug. Missirinn var honum sár og bar hann að sumu leyti vart sitt barr eftir að hún féll frá. Ég fjarlægðist Helga hin síðari ár en ekki var við hann að sakast, að leið mín lá æ sjaldn- ar austur í Hornafjörð. Fjarsam- band okkar var þó með ákveðnum skilningi, þannig að aldrei rofnaði. Við Björg þökkum Helga og Hönnu samfylgd þeirra, hjarta- hlýja vináttu, góðvild og trúnað – um aldur og ævi. Við hjónin send- um fjölskyldu Helga og Hönnu innilegar samúðarkveðjur héðan frá Kaliforníu. Sigurður og Björg. Helgi Halldór Árnason ✝ Halldór EinarHalldórsson fæddist í Reykjavik hinn 1. apríl 1937. Hann lést á Land- spítalanum 15. mars sl. Foreldrar hanns voru Halldór Hall- dórsson, fulltrúi hjá Brunabóta- félagi Íslands, f. 19. apríl 1907 á Seyð- isfirði, d. 15. júní 1957, og Katr- ín Stefanía Þorsteinsdóttir, f. 21. júní 1907 á Syðri-Brekkum á Langanesi, d. 19. febrúar 2001. Systkini Halldórs eru: Sólveig Björg, f. 26. júní 1938, Þor- steinn, f. 26. febrúar 1940, d. 26. júní 1969, Sigríður Margrét, f. 9. nóvember 1944, og Stefán Már, f. 23. maí 1949. Halldór kvæntist 26. júní 1970 Elísabetu Jónsdóttur, þau skildu. Dóttir þeirra er Halldóra, f. 7. maí 1972, maki Vignir Freyr And- ersen. Börn þeirra eru Alexandra, f. 7. júní 1991, Vignir Freyr, f. 6. janúar 2001, og Karen El- ísabet, f. 30. júní 2005. Að loknu námi í Verslunarskóla Ís- lands hóf Halldór störf hjá Út- vegsbanka Íslands. Þar starfaði hann allan sinn starfsaldur sem gjaldkeri og seinna útibússtjóri. Eitt ár var hann við bankastörf í Kaupmannahöfn og einnig starfaði hann um tíma í Keflavík fyrir Útvegsbankann. Útför Halldórs fer fram frá Laugarneskirkju í dag, mánu- daginn 25. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Hlý golan leikur um mig. Ég sit uppi á háu borði, barborði. Léttklædd og sólin hitar kropp- inn. Við erum á Kanaríeyjum á Spáni. Erum að gæða okkur á ís í hitanum. Þetta eru mínar fyrstu minningar um samverustundir okkar pabba. Pabbi var endalaust að taka myndir af okkur mömmu enda mikill áhugamaður um ljós- myndun. Alls staðar þar sem við komum var myndavélin meðferð- is. Ég setti oft upp fýlusvip þar sem ég var ekki alltaf í stuði fyrir myndatökur. Það næsta sem kemur upp í hug minn er ferðalag mitt um Fossvoginn. Þar er líka mín fyrsta minning um heimili. Ég eyddi mörgum stundum í að kanna Fossvogsdalinn og þau ævintýri sem hann bauð upp á. Eitt skiptið varð leiðangurinn að- eins lengri en vanalega. Ég var komin alla leið yfir í Kópavoginn og týndi þar fljótlega áttum. Þá var pabbi sendur út að leita að mér og ég man hvað ég var fegin að sjá hann. Aldrei man ég eftir skömmum eða neinu slíku frá honum yfir þessu uppátæki mínu. Fljótlega eftir þetta slitnaði upp úr okkar samvistum. Mamma og pabbi skildu og ég flutti í Háaleitishverfið. Það er ekki fyrr en ég eignast mitt fyrsta barn aðeins 19 ára gömul að við tökum upp þráðinn á ný. Alexandra fæddist og margt breyttist eftir það. Sambandið varð meira en samt ekki nóg þeg- ar ég hugsa til baka. Ég var ung og upptekin af lífinu. Það er ekki fyrr en um það leyti sem við hjón- in giftum okkur að samveru- stundum fór að fjölga og barna- börnin urðu fleiri. Alexöndru, Vigni Frey og Kar- enu Elísabetu þótti hann alltaf ákaflega hlýr og þægilegur í fasi. Ekki fannst þeim jólagjafirnar af verri endanum. Þau höfðu orð á því hvað kortin frá afa Halldóri væru alltaf falleg og vel valin. Þau áttu það til að tala öll í einu við hann og þá helst yngri systk- inin. Hafði hann einstaka þolin- mæði við þau og leyfði þeim að tala. Það var svo í byrjun febrúar á þessu ári að mér varð hugsað til pabba. Ég hugsaði, nú verðum við að fara hittast. Ég fann að það var liðinn of langur tími. Um miðjan mánuðinn fékk ég símtal- ið sem ég var búin að vænta ein- hverra hluta vegna. Eftir þetta símtal hófst nýr kafli í lífi mínu og aðrar dyr opnast. Ég er þakklát fyrir þennan tíma sem við áttum öll saman. Endurnýjuð kynnin við föðurfjölskylduna eru hafin. Þau hafa tekið mér alveg stór- kostlega, hreinlega eins og ég hafi alltaf verið ein af þeim. Þau hafa verið mér með eindæmum hlý, þægileg og hjálpsöm á allan hátt. Þessi mánuður hefur gefið mér mikið. Það er erfitt að koma orðum að því. Vissulega hefði margt mátt betur fara þegar ég lít til baka en því verður ekki breytt. Nú verða kaflaskipti. Ég hlakka ákaflega mikið til að eyða tíma með föðurfólki mínu. Elsku pabbi minn. Ég er þakk- lát fyrir allar okkar samveru- stundir sem við áttum saman. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í Sumarlandinu þar sem sólin skín alla daga. Þó að þú sért farinn úr þessum jarðneska heimi þá lifir minningin um þig alltaf í hjarta mínu. Þín dóttir, Halldóra. Halldór bróðir var í æsku- minningu minni flottasti gæinn í bænum. Þó ekki í þeim skilningi að hann væri á rúntinum á hverju kvöldi klæddur leðurjakka og með brilljantín í hárinu heldur eiginlega þveröfugt. Hann var elstur af systkinum mínum og var því í ábyrgðarmiklu hlutverki sérstaklega eftir að faðir okkar dó langt fyrir aldur fram. Strax að námi loknu í Verzlunarskólan- um hóf hann störf sem gjaldkeri í Útvegsbankanum, sem þótti af- skaplega fínt og ábyrgðarmikið starf í þá daga. Hann var óskor- aður leiðtogi okkar systkina við hlið móður okkar og gekkst upp í því hlutverki. Eins og áður er sagt var hann flottasti gæinn í þeim skilningi að allt sem hann keypti eða tók sér fyrir hendur varð að vera flottast og best. Þannig átti hann sennilega ein af fullkomnustu hljómflutnings- tækjum sem til voru í landinu í þá daga. Og eftirlætis tónlist hans var klassík og djass með Broad- way-söngleikjum í bland. Og þó að ég sjálfur hlustaði bara á Bítl- ana og Stones, þá komst maður ekki hjá því að heyra öll herleg- heitin þegar tækin voru þanin í botn og frúin á efri hæðinni skalf og nötraði. Eftir á að hyggja er ég bróður mínum óendanlega þakklátur fyrir þetta þvingaða tónlistaruppeldi, því allar þessar djass- og klassíkperlur síuðust að sjálfsögðu ómeðvitað inn í heilabúið og vistuðust þar til lífs- tíðar. Halldór átti fleiri áhugamál sem hann lagði rækt við, s.s. ljós- myndun, og hann framkallaði sín- ar myndir sjálfur, svart-hvítar, en aðrar urðu að slides-myndum sem sýndar voru á sérstökum myndasýningum með viðhöfn annað slagið á kvöldin. Þær myndir voru flestallar teknar í hálendisferðum sem Halldór fór í reglulega með vinum sínum, sæmdarhjónunum Birni (Minna) og Agnesi á forláta fornjeppa sem Minni átti. Halldór var á öllum sviðum fagurkeri, allt sem hann festi kaup á varð að vera vandað, stíl- fagurt og fallegt hvort sem það voru húsgögn, myndverk eða föt. Halldór kvæntist tiltölulega seint, hann bjó á æskuheimili okkar í Drápuhlíðinni vel fram yfir þrítugt, en þegar hann flutti að heiman þá varð sambandið slitróttara. Á þessum sama tíma tók hann við starfi útibússtjóra Útvegsbankans í Glæsibæ. Halldór og Elísabet Jónsdótt- ir, eiginkona hans, eignuðust eina dóttur, Halldóru. Hjónaband þeirra varð ekki langvinnt og eft- ir sjö ár skildu þau. Eftir skiln- aðinn var eins og Halldór drægi sig inn í skel og ég hitti hann eftir það eiginlega bara á stórhátíðum og í fjölskylduboðum. Hann bjó alla tíð einn eftir það og var sjálf- um sér nægur og stundum kannski verstur, því Bakkus fyllti þá upp í tómarúmið í sálu hans. Hann veiktist alvarlega tæplega fimmtugur en eftir vel heppnaða heilaaðgerð náði hann að mestu leyti heilsu á ný. Hann varð þó aldrei samur. Við Þórunn minnumst Hall- dórs með hlýju og þakklæti og vottum dóttur hans Halldóru og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Stefán Már. Halldór frændi er okkur systk- inunum minnisstæð persóna. Við upplifðum flest jól og stórhátíðir lífs okkar með hann sem gest í foreldrahúsum. Hann var mjög félagslyndur sem birtist meðal annars í skemmtilegu spjalli yfir félagsvistinni þar sem hann svo oft stóð sig einna best allra í spilamennskunni. Ávallt hafði hann frá einhverju spennandi að segja, hvort sem það voru ferðir til framandi staða, tónlist, matur og vín, bókmenntir eða aðrar list- ir. Hann færði okkur ýmiskonar glaðning að utan sem veitti okkur innsýn í margvíslega menningar- heima. Hann var sannkallaður heimsborgari, fagurkeri og margfróður maður. Hann átti oft- ast flottustu tækin til tónlistar- flutnings, ljósmyndunar og þess sem tengist skapandi greinum. Það er ekki síst honum að þakka að við kynntumst jass og klass- ískri tónlist. Ljósmyndaáhugi hans varð til þess að við eigum skemmtilegar minningar úr æskunni í stóru myndasafni og að sjálfsögðu í bestu gæðum. Hann fór oft ótroðnar slóðir og virtist óhrædd- ur við að velja annað en fjöldinn eins og okkur þótti hann gera þegar hann tók föður okkar á orðinu og lét sprauta glæsilega bifreið sína í eplagrænum lit. Við munum líka vel eftir störfum hans í bankanum þar sem við eignuðumst okkar fyrstu banka- bækur og veitti frændi okkur ávallt bestu þjónustu og ráð. Við munum sakna Halldórs frænda og minnast hans sem ein- staklings sem mótaði margt í lífi okkar. Við þökkum þær stundir sem við áttum með honum og óskum honum hvíldar á þeim stað sem hann nú er kominn á og ekki er laust að við heyrum óminn af tónlistinni sem komin er á fóninn. Stefanía Jörgensdóttir, Halldór Jörgen Jörgensson, Anna Karen Jörgensdóttir. Halldór Einar Halldórsson ✝ Yndislega, litla dóttir okkar og barnabarn, LILJA DÓRA ÁSTÞÓRSDÓTTIR, Fjósatungu, Þingeyjarsveit, sem lést föstudaginn 15. mars verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 13.30. Svana Ósk Rúnarsdóttir, Ástþór Örn Árnason, Elín Sigurlaug Árnadóttir, Rúnar Jónsson, Kristín Linda Jónsdóttir, Sigurður Árni Snorrason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.