Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Ætlar þú virkilega að minna fólk á hvað ég er gömul? Nei,þetta er svo sem ekkert leyndarmál. En það verður ekkerttilstand. Ég hef ekki haldið upp á afmælið mitt síðan ég var tíu ára og stundum hef ég hreinlega gleymt því,“ segir Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri sem er 68 ára í dag. „Annars er hefð fyrir því að fjölskyldan; við Arnar Jónsson maðurinn minn, börn, tengdabörn og barnabörn, hittumst á mánudagskvöldum og hópurinn telur vel á ann- an tuginn. Erum þá með eitthvað einfalt á borðum, eins og grjóna- graut. Ef til vill verð ég ósínkari á rúsínurnar í tilefni dagsins.“ Leiklistin gengur eins og rauður þráður í gegnum líf og starf Þór- hildar, sem hefur sjálf verið á sviðinu, leikstýrt og starfað sem leik- hússtjóri. Þá sat hún á Alþingi frá 1987 til 1991 sem þingmaður Sam- taka um kvennalista. Og nú hefur hún stigið aftur inn á hið pólitíska svið og skipar efsta sætið á lista Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavík- urkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. „Ég bý í norðurkjördæminu eins og allt mitt fólk og get því ekki kosið sjálfa mig,“ segir Þórhildur. „Mér finnst hins vegar ómögulegt annað en svara kalli samviskunnar, gefa kost á mér í þetta verkefni og fylgja þar með starfi okkar í stjórnlagaráði. Þjóðin sjálf hlýtur að mega ráða örlögum sínum og vera í aðalhlutverki, en ekki bara leik- soppur sterkari afla.“ sbs@mbl.is Þórhildur Þorleifsdóttir er 68 ára í dag Morgunblaðið/Eggert Leikstjórinn „Verð ósínkari á rúsínurnar í grjónagrautinn í tilefni afmælisins,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir, nú frambjóðandi. Þjóðin verði sjálf í aðalhlutverkinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akureyri Berglind Ylfa fæddist á FSA 19. júní kl 16.27. Hún vó 4.380 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingi- björg Ósk Víkingsdóttir og og Árni Snær Brynjólfsson. Nýir borgarar Hafnarfjörður Jens Sævar fæddist 22. júní kl. 4.03. Hann vó 4.960 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Sveinborg Petrína Jensdóttir og Ólaf- ur Ómarsson. T ómas Ragnar fæddist á Blönduósi 25.3. 1953 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1974, var í spænskunámi við Háskólann í Barcelona 1975-76 og í ítölskunámi víð Útlendingaháskól- ann í Perugia 1978, lauk BA-prófi í sagnfræði og spænsku frá HÍ 1980, stundaði nám í bassaleik hjá Jóni Sig- urðssyni við Tónlistarskóla FÍH 1980-83 og hjá Johan Poulsen í Kaup- mannahöfn 1983-84. Tómas hefur verið meðlimur í Jazzkvartett Reykjavíkur sem kom víða fram á fyrri helmingi tíunda ára- tugarins, á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Skotlandi og Englandi þar sem sveitin lék m.a. í viku á Ron- nie Scott-klúbbnum í London. Tómas var auk þess bassaleikari í Tríói Ólafs Stephensen sem sendi frá sér þrjá geisladiska á tíunda áratugn- Tómas R. Einarsson, tónskáld og bassaleikari – 60 ára Morgunblaðið/Golli Gleðistemming Tómas R., Mugison og Ragnheiður Gröndal á tónleikum í Iðnó í tilefni af útkomu plötunnar Trúnó. Bassaleikari, tónskáld og meistari í latíndjassi Tveir góðir Tómas og Ómar Guðjónsson í einni af sínum mörgum sveiflum. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 16 ÁR HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 Verið velkomin MIKIÐ ÚRVAL. SJÓNMÆLINGAR Á STAÐNUM. FRÁBÆRT TILBOÐ Á LES-,TÖLVU- OG FJAR- LÆGÐARGLERAUGUM. VERÐ FRÁ 18.900, UMGJÖRÐ OG GLER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.