Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Bruno Kaufmann heitir maður. Hann er Sviss-lendingur að uppruna og hefur sérhæft sig íöllu sem lýtur að lýðræði. Tvisvar hefur Kauf- mann komið að fundum og ráðstefnum á vegum innan- ríkisráðuneytisins þar sem fjallað hefur verið um lýð- ræði. Í báðum tilvikum kveikti hann í fundarmönnum. Hann býr yfir mikilli þekkingu um viðfangsefnið frá Sviss, landi hins beina lýðræðis, en einnig Svíþjóð þar sem hann er nú búsettur, nánar tiltekið í Falun sem er sveitarfélag norður af Stokkhólmi. Þar hefur Bruno það viðfangsefni á vegum sveitarfélagsins að þróa „lýðræðisáætlun“. Fram kom í erindi hans á nýaf- stöðnum fundi að þessi áætlun byggðist á því að þróa samtal við íbúana. Íbúakosningar væru góðra gjalda verðar, sagði hann, en þær hefðu líka sína ókosti. Íbúakosning gæti klofið samfélag og sundrað því þótt stundum væru mál þess eðlis að ekki væri um annað að ræða en leiða deilur til lykta í íbúakosningu. Betra væri að yfirvöldin og samfélagið ræddu sig til nið- urstöðu. Bruno Kaufmann sagði mikilvægt að örva fólk til þess að taka þátt í mótun umhverfis síns með því að kynna sér mál og hafa á þeim skoðanir. Hann kvaðst líta svo á að skoðanamyndun í samtímanum einkennd- ist um of af neyslusamfélaginu, fólk notaðist við skoð- anir annarra, „neytti“ þeirra eins og hverrar annarrar vöru. Ég leyfði mér að botna þessa hugsun með hinni augljósu gagnályktun, að viðfangsefnið væri þá að fá fólk til að framleiða eigin skoðanir. Þetta held ég reyndar að sé lykilatriði. Ekki aðeins í því skyni að þróa áfram lýðræðisþjóðfélagið heldur kennir sagan okkur hve lífsnauðsynlegt það er að fólk skynji ábyrgð sína í samfélaginu nær og fjær, á vinnu- staðnum, í stjórnmálaflokki, félagasamtökum, sveitar- félagi og þjóðfélagi. Hægt er að taka öfgafull dæmi þessu til sönnunar. Þegar spurt er hvernig á því standi að ofbeldisfull ríki hafi komist upp með allt það sem þau gerðu þegnum sínum – hvernig þau hafi get- að fengið venjulegt fólk til að taka þátt í ofbeldi – þá er það ekki næg skýring að mínu mati að fólk hafi verið kúgað til að taka þátt. Því miður held ég að ann- að og meira komi til, nefnilega sauðtrygg fylgispekt við valdið. Þetta gagnrýnisleysi – ótti við að taka af- stöðu sem er ekki í samræmi eða a.m.k. í grennd við ríkjandi hugmyndir – sjáum við síðan endurspeglast í nánast öllum aðstæðum sem manneskjan býr við. Þekkt er tilraunin sem gerð var til að kanna einmitt þetta. Búnar voru til mjög trúverðugar aðstæður fyrir tilraun sem gekk út á að leiða í ljós hve langt fólk væri reiðubúið að ganga í pyntingum og jafnvel drápi á mannlegu „tilraunadýri“ sínu. Einstaklingur var lát- inn setjast í rafmagnsstól og sá sem tók þátt í tilraun- inni átti síðan að gefa honum raflost, fyrst vægt og síðan meira, stig af stigi þar til sagt var að lostið væri orðið mjög kvalafullt og að lokum að það leiddi til dauða. Getur það verið að ég sé látinn drepa mann, hugsuðu eflaust einhver tilraunadýranna. Þetta er þrátt fyrir allt í bandarískum háskóla og þeir sem segja mér fyrir verkum eru í hvítum sloppum vísinda- manna. Þetta hlýtur að vera í lagi. Svo var opnað fyrir strauminn. Eflaust hugsuðu einhverjir á þennan veg í fanga- búðum nasista þar sem fólk var myrt af fagmennsku, með tækjum og tólum hönnuðum af verkfræðingum á hvítum sloppum. Og flugmennirnir sem vörpuðu sprengjum úr háloftum yfir Víetnam hlýddu skipunum borðaklæddra manna og tóku við heiðursmerkjum úr hendi stífpressaðra fulltrúa samfélagsins. Því nefni ég Víetnam að fyrrgreind tilraun var gerð á dögum Víetnamstríðsins og var tilefnið, ef ég man rétt, að leita svara við því hvernig á því stæði að hægt væri að fá fólk til að drýgja glæpi gegn öðru fólki. Svarið var þetta: Fylgispekt og gagnrýnislaus með- virkni. Þess vegna þarf að vekja fólk. Fá okkur til að fram- leiða eigin skoðanir, styrkja eigin dómgreind, ekki „neyta“ gagnrýnislaust skoðana annarra. Að framleiða skoðanir … að viðfangsefnið væri þá að fá fólk til að framleiða eigin skoðanir. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 5.890 m2Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 32 áraFasteignasalan EIGNABORG www.eignaborg.is • eignaborg@eignaborg.is Eignaborg er með í einkasölu glæsilegt einbýlishús á hornlóð við Birkigrund í Kópavogi. Að innan hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, allar innréttingar í húsinu, skápar, innihurðir, baðherbergi og eldhús og gólfefni. Þrjú baðherbergi, 6 svefnherbergi. Húsið er alls 286 m2 þar af er bílskúr 32,1m2. Stórt, upphitað bílastæði er framan við húsið. Nýlegt járn á þaki. Lóð snýr að mestu í suður og þar er stór trépallur. Birkigrund 49 Kópavogi. Opið hús mánudaginn 25.03.2013 frá kl. 18:00 til kl. 19:00 Reykvíkingar hafa um langt árabil verið sveltir þegar kemur að fjárveitingum til vega- mála, en stór hluti stofnbrauta á höf- uðborgarsvæðinu er svokallaðir þjóðvegir í þéttbýli. Árið 2011 námu fjárframlög rík- isvaldsins til viðhalds og nýframkvæmda á þessu svæði um eitt hundrað millj- ónum króna, sem var aðeins um eitt prósent af heildarvegafé það ár, en sömu sögu er að segja um árin 2009 og 2010. Nú hefur verið gengið enn lengra og ríkisvaldið samið við Reykjavík- urborg um að ekki verði ráðist í neinar vegaframkvæmdir í borginni næsta áratuginn, eða fram til ársins 2022. En jafnvel þó að ekki kæmu til neinar nýframkvæmdir mun alltaf verða mikil þörf á viðhaldi vega og eftir því sem þeim framkvæmdum er lengur slegið á frest margfaldast framtíðarkostnaðurinn, auk þess sem umferðaröryggi hríðversnar. Á umliðnum árum hefur verið ráðist í margvíslegar vegafram- kvæmdir á landsbyggðinni sem stundum er vandséð að nokkur þörf sé á. Á sama tíma eru Reykvíkingar afskiptir, þrátt fyrir að á höfuðborg- arsvæðinu búi meginþorri þjóð- arinnar og þrátt fyrir að þar sé brýnast að ráðast í framkvæmdir. Á árunum 2007 til 2011 urðu 18 pró- sent banaslysa í Reykjavík og 43 prósent annarra alvarlegra slysa, en þá er átt við slys sem leiða til var- anlegs skaða eða örkumla. Ef litið er til annarra samgangna, þá hefur ótrúlegur árangur náðst í öryggis- málum sjófarenda og flugfarenda og stundum líða nokkur ár án þess að nokkurt alvarlegt slys verði á sjó eða í lofti hér við land. Þar hefur sú stefna verið mörkuð að gera allt hvað hægt er til að afstýra slysum. Sama hugsunarhátt þarf að innleiða í umferðarmálum. Mikill meirihluti alvarlegra slysa verður á ljósastýrð- um gatnamótum. Mislæg gatnamót bjarga því beinlínis mannslífum. Þá geta ýmsar minniháttar fram- kvæmdir aukið öryggi mikið, til að mynda bætt aðgengi fatlaðra, betri kantsteinar og greinilegri yfirborðs- merkingar. Einnig þarf víða að lag- færa skilti og annað sem hindrar út- sýni. Þá valda hinar miklu umferð- artafir mengun með óþarfa eldsneyt- isbruna, tímamissi og öllum þeim kostnaði sem fylgir. Rétt er að líta á umferðina eins og aðrar veitur, vatns- veitu, hitaveitu og raf- veitu. Við myndum seint sætta okkur við stopult rennsli á heitu og köldu vatni, eða þá að rafmagnið slægi reglulega út. Meginverkefnið í samgöngumálum er að koma eðli- legri hreyfingu á umferð og bæta nýtingu á aðalstofnbrautunum, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Sæbraut, þannig að öll umferðarljós hverfi í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá ættu tengingar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir þessar æðar að vera eingöngu á brúm eða með göngum. Ýmsar nýjar vegteng- ingar þarf að leggja á næstu árum og áratugum, til að mynda Sunda- braut yfir Elliðaárvog, sem síðan tengist Vesturlandsvegi, þá þarf tengingu suður fyrir Öskjuhlíð, svo- kallaðan Hlíðarfót. Skerjabraut í framhaldi af Suðurgötu yfir Skerja- fjörðinn og á Álftanes gæti gert byggðina á Álftanesi að nokkurs konar viðbót við Vesturbæinn og létt á öðrum stofnbrautum. Hér eru aðeins nokkur dæmi nefnd um framkvæmdir, en við greiningu á umferðarvandanum og þörfinni fyrir framkvæmdir er brýnt að notast við þau fullkomn- ustu umferðarlíkön sem til staðar eru. Vandann þarf að greina fræði- lega í stað þess að ætt sé af stað af hinu venjulega pólitíska fyr- irhyggjuleysi. Til mikils er að vinna, enda verð- ur ekki lengur búið við þann þjóð- hagslega skaða sem hlýst af umferð- artöfum og við megum heldur aldrei sætta okkur við allt það alvarlega líkamstjón sem verður í umferðinni. Sinnuleysi í þessum málaflokki kostar beinlínis mannslíf. Samgöngubætur í Reykjavík Eftir Björn Jón Bragason » Við megum aldrei sætta okkur við allt það alvarlega líkams- tjón sem verður í um- ferðinni. Sinnuleysi í þessum málaflokki kost- ar beinlínis mannslíf. Björn Jón Bragason Höfundur er sagnfræðingur. Rangur pistill eftir Ögmund Jónasson undir liðnum „Úr ólíkum áttum“ birtist í síðasta Sunnudagsblaði. Réttur pistill birtist hér. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.