Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 31
um og kom víða fram, s.s. á Græn- landi, í Kanada, Bandaríkjunum, Argentínu, Malasíu, Taílandi og Síle. Tómas hefur leikið með flestum helstu djassleikurum hér á landi og fjölda heimsþekktra djassleikara, s.s. Chet Baker, Kenny Drew, Ernie Wilkins, Ted Daniel, John Tchicai, Doug Raney, Bent Jaedig, Richard Boone, Jesper Thilo, Tommy Smith, Mark Levine, Guy Barker og Charles McPherson. Plötur með lögum Tómasar Fyrsta tónverk Tómasar sem var hljóðritað er að finna á plötunni Kvölda tekur frá 1982, með Nýja kompaníinu, hljómsveit ungra djass- ista sem léku eigin tónlist. Hann samdi auk þess flest lögin á plötunni Þessi ófétis jazz frá 1985, og hefur síðan verið afkastamikið tónskáld við stöðugt vaxandi vinsældir, hér á landi og víða um heim. Helstu plötur með lögum Tómasar eru Þessi ófétis jazz, 1985; Hinsegin blús, 1987; Nýr tónn, 1989; Íslandsför, 1991; Landsýn, 1994; Koss, 1995; Á góðum degi, 1998; Í draumum var þetta helst, 2000; Undir 4, 2000; Kúbanska, 2002; Ha- vana, 2003; Havana, 2004; Dance you idiot! 2004; Let Jazz be bestowed on the Huts (Blánótt) 2005; Romm tomm tomm, 2007; Rommtomm- techno, 2007; Trúnó, 2008; Live, 2009; Reykjavík – Havana, 2009; Early Latin, 2011 (útgefin starfrænt); Strengur, 2011, og Laxness, 2012. Breiðskífa Tómasar, Havana, hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlist- arverðlaununum árið 2003. Árið 2004 flutti stórsveitin Jagúar tónlist hans í útsetningu og undir stjórn Samúels J. Samúelssonar á tvennum tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Hljóðritun frá þeim tónleikum, platan Dansaðu fíflið þitt, dansaðu!, hlaut öll þrenn verð- launin í djassflokki Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004. Þá fékk Tómas verðlaun nú um daginn á ÍTV fyrir djassverk ársins 2012, lagið Bjart af plötunni Laxness. Tómas gaf út fyrstu nótnabók ís- lensks djassmanns, Djassbiblíu Tóm- asar R., haustið 2005, sem inniheldur 80 laga úrval af tónlist hans. Tómas hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem hann var stjórnandi og handritshöfundur að heimildarmynd um Guðberg Bergsson rithöfund. Hann gerði einnig tónlist við heimild- armynd Halldórs Þorgeirssonar um Halldór Laxness. Þá hefur Tómas þýtt ýmis bók- menntaverk, einkum úr spænsku og þ.á m. eftir suðurameríska höfunda, s.s. Isabel Allende, Gabriel García Márquez, Julio Cortázar og Luis Se- púlveda. Fjölskylda Eiginkona Tómasar er Ásta Svav- arsdóttir, f. 19.1. 1955, orðabókarit- stjóri. Hún er dóttir Ásu Kristins- dóttur, f. 7.1. 1932, d. 11.7. 2011, húsfreyju, og Svavars Björnssonar, f. 20.3. 1932, fyrrv. kaupmanns. Dætur Tómasar og Ástu eru Krist- ín Svava, f. 20.11. 1985; Ástríður, f. 6.10. 1989, lést af slysförum 11.7. 2010, og Ása Bergný, f. 28.4. 1997. Systir Tómasar er Ingibjörg Krist- rún Einarsdóttir, f. 20.10. 1955. Foreldrar Tómasar eru Kristín Bergmann Tómasdóttir, f. 12.8. 1926, fyrrv. kennari, og Einar Krist- jánsson, f. 15.8. 1917, fyrrv. skóla- stjóri. Úr frændgarði Tómasar R. Einarssonar Tómas R. Einarsson Kristín Jónsdóttir húsfr. á Bakka, frá Jarðbrú Vilhjámur Einarsson b. á Bakka í Svarfaðardal Ingibjörg Vilhjálmsdóttir húsfr. Tómas Ragnar Jónsson fulltr. hjá Kaupf. Húnvetninga Kristín Bergmann Tómasdóttir fyrrv. kennari Guðný Kristín Guðmundsdóttir húsfr. í Króki Jón B. Tómasson b. í Króki á Skagaströnd Guðrún Ormsdóttir húsfreyja á Þiðriksstöðum, af Ormsætt Magnús Guðmundsson b. á Þiðriksstöðum í Tungusveit Kristrún Magnúsdóttir húsfr. á Hríshóli Kristján Jens Einarsson b. á Hríshóli í Reykhólasveit Einar Kristjánsson fyrrv. skólastj. Laugaskóla í Dölum Halldóra Þórðardóttir húsfreyja á Kýrunnarstöðum Einar Einarsson b. á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit Tómas R Einarsson Bassaleikari, tónskáld og rithöfundur. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Páll Steingrímsson ritstjórifæddist á Flögu í Vatnsdal25.3. 1879. Hann var sonur Steingríms Jónatanssonar, bónda á Njálsstöðum á Skagaströnd og Guð- rúnar Friðriksdóttur Schram. Meðal systkina Páls voru Magnús, bóndi á Bergsstöðum, faðir Páls Valdimars, bónda að Vindhæli. Steingrímur var bróðir Þorgríms, afa þeirra systkina, Önnu Sigurðardóttur, forstöðu- manns Kvennasögusafnsins, Þor- gríms, prófasts á Staðastað, Ásbergs borgarfógeta og Valborgar, skóla- stjóra Fóstruskólans, móður Stefáns Snævarr heimspekiprófessors og Sigríðar Snævarr sendiherra. Annar bróðir Steingríms var Davíð, afi Brynleifs Steingrímssonar læknis, og afi Ingibjargar, móður Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Móðir Guðrúnar var Margrét Stef- ánsdóttir, frá Hofi í Vatnsdal, amma Árna Pálssonar prófessors. Eiginkona Páls var Guðrún leik- kona, dóttir Indriða Einarssonar, rithöfundar og skrifstofustjóra í Reykjavík, og Mörthu Maríu Guð- johnsen. Börn Páls og Guðrúnar voru Hersteinn, ritstjóri Vísis í rúma tvo áratugi, fréttaritari UPI- fréttastofunnar og New York Times og afar afkastamikill þýðandi, og Katla, eiginkona Harðar Bjarnason- ar húsameistara. Páll útskrifaðist frá gagnfræða- skólanum á Möðruvöllum 1896. Hann var fulltrúi í póststofunni í Reykjavík 1902-24 og ritstjóri og meðeigandi dagblaðsins Vísis 1924- 38. Eftir það lét hann málefni Dýra- verndunarfélags Íslands mjög til sín taka og var m.a. ritstjóri Dýravernd- arans. Þá sat hann í niðurjöfnunar- nefnd útsvara og í útvarpsráði um skeið. Páll samdi smásögur og leikrit en gaf fæst að því út. Hann þótti afar ritsnjall, var víðlesinn og vel að sér um þjóðfélagsmál og gat verið napur í gagnrýni sinni, var almennt mál- svari þeirra er minna mega sín og hafði lítið þolgæði gagnvart snobbi og öðrum félagslegum hégóma. Páll var lengi heilsuveill en hann lést 22.8. 1947. Merkir Íslendingar Páll Stein- grímsson 90 ára Katrín Elíasdóttir 85 ára Ása Leósdóttir Guðrún Egilsdóttir Kolbrún Bjarnadóttir Sigurður Kristjánsson Sigurður Magnússon 80 ára Bergsveinn Þórður Árnason Björn B. Kristjánsson Elín S. Jónsdóttir Ingvar Kjartansson 75 ára Elín Guðnadóttir Gylfi Jónsson Jökull Arngeir Guðmundsson Kristín Guðbjartsdóttir Sigfús Björnsson Skúli Sigurðsson Svanberg Jóhann Þórðarson 70 ára Guðlaug Valdís Kristjánsdóttir Róbert Jörgensen Róbert Þorláksson 60 ára Agnes Jóhannsdóttir Bjarni Hákonar Traustason Einar Friðrik Snæbjörnsson Guðrún Júlíusdóttir Guðrún Sæmundsdóttir Jónína Guðmundsdóttir Jón Valdimar Aðalsteinsson Maria Ólason Sigrún Siggeirsdóttir Sveinn Ástvaldsson 50 ára Alma Genutiené Ágústa Hjartar Ástráðsdóttir Davíð Guðmundsson Ester Fríða Ágústsdóttir Ewa Tutaj Haukur Hilmarsson Herdís Haraldsdóttir Íris Jónsdóttir Kristín Ármannsdóttir Linda Ósk Sigurðardóttir Rita Sirutiene Sigurður Sigurðsson Sævar Sigurðsson 40 ára Abdellatif Souni Ásrún Óladóttir Kristín Ólöf Þorvarðardóttir Kristján Adolf Marinósson Krystyna Joanna Laczynska 30 ára Barbara Wiktoria Duda Birgir Örn Sigurðsson Davíð Kristján Guðmundsson Díana Espersen Hanný Inga Birschbach Kristín Ólöf Grétarsdóttir Lydía Ósk Ómarsdóttir Nzar Rauf Abdullah Pétur Stephensen Steinþór Jenni Sigurðsson Til hamingju með daginn 30 ára Róbert Árni lauk BS-prófi í íþróttafræði frá Laugarvatni og rekur Hlölla uppi á Höfða. Maki: Fríða Hrund Krist- insdóttir, f. 1982, íþrótta- fræðingur. Synir: Róbert Maron, f. 2009, og Elmar Alexand- er, f. 2011. Foreldrar: Róbert Jörg- ensen, f. 1951, fyrrv. fram- kvæmdastj., og Erla Dag- mar Lárusdóttir, f. 1952, útibússtjóri ÁTVR. Róbert Árni Jörgensen 30 ára Anna ólst upp i Skaftártungu og er nú húsfreyja í Þorlákshöfn. Maki: Helgi Gunnarsson, f. 1983, bifvélavirki. Synir: Birgir Logi, f. 2001; Eiríkur Gunnar, f. 2007, og Helgi Þorsteinn, f. 2011. Foreldrar: Árni Hilmar Jóhannesson, f. 1932, og Hildigunnur Jóhann- esdóttir, f. 1945, fyrrv. bændur á Snæbýli í Skaft- ártungu. Anna S. Árnadóttir 30 ára Helena Marta er skógvistfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Ís- lands og hefur sinnt þar rannsóknarstörfum. Maki: Teitur Birgisson, f. 1985, verkfræðingur. Dóttir: Brynhildur Björk, f. 2012. Foreldrar: Margrét Guð- brandsdóttir, f. 1957, grunnskólakennari og Stefán Bjarnason, f. 1955, mannauðsstjóri hjá Sel- tjarnarnesbæ. Helena Marta Stefánsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Pottar og prik Akureyri Miðstöðin Vestmannaeyjum - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík - Skipavík Stykkishólmi Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.