Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 ✝ Magnús Sig-urður Heimdal Magnússon fæddist í Bræðraborg á Geirseyri, Patreks- firði, þann 21. sept- ember 1929. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ þann 14. mars 2013. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg G. Þórðardóttir f. 25. ágúst 1909, d. 16.4. 1990 og Magnús Brynjólfsson, f. 8. 9. 1894, d. 14.1. 1942, sjómaður og verkamaður á Patreksfirði. Magnús átti systur samfeðra, Hrefnu Magnúsdóttur f. 1.1. 1920, d. 16.5. 1933 og bróður sammæðra, Birgi Harðarson f. 18.8. 1946, d. 20.6. 1987. Þann 1. mars 1952 kvæntist Magnús Guðbjörgu Maríu Gunn- arsdóttur f. 8.9. 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Benediktsson f. 26.8. 1892, d. 27.10. 1934 og Stefanía Kristín Guðnadóttir f. 15.10. 1895, d. 31.10. 1975. Synir Magnúsar og Guðbjargar eru: 1) Gunnar Heimdal f. 18.9. 1952, börn hans og konu hans Elísabetar Eyjólfs- dóttur f. 24.5. 1955 eru a) Eyjólf- ur, kona hans Margrét Gunn- Magnús hjá Gamla Kompaníinu, sem fulltrúi og frá 1969 til 1972 við skrifstofu- og sölustörf hjá Marco hf. Árið 1972 keypti Magnús sig inn í fyrirtækið Skúlason & Jónsson og varð að- aleigandi og framkvæmdastjóri þess og starfaði við það til ársins 2004. Áhugamál Magnúsar beindust mjög að kristilegu starfi. Hann var þátttakandi í að byggja upp safnaðarheimili og kirkju í Garðasókn og var meðal stofnenda Bræðrafélags Garða- kirkju og formaður árin 1976 til 1978. Magnús var í sóknarnefnd Garðakirkju frá 1979. Hann lét sér mjög annt um þessa starf- semi. Þá var Magnús í stjórn Sjálfstæðisfélags Garða- og Bessastaðahrepps frá 1965 til 1967. Magnús hafði fleiri áhuga- mál, hann stundaði sund upp á hvern dag og hafði ánægju af gönguferðum. Þá voru ófáar stundir sem hann vann í garð- inum sínum og dyttaði að hús- inu, Hann naut hverrar stundar sem hann gat verið úti við störf af þessum toga. Árið 1994 veiktist Magnús í höfði en það virtist ekki hafa mikil áhrif næstu ár á eftir en smám saman dró úr getu hans til vinnu og árið 2004 fór hann í dagvistun á Hjúkrunarheimilið Holtsbúð í Garðabæ en í júl- ímánuði 2006 flutti hann heimili sitt þangað og dvaldi þar síðan við besta atlæti. Magnús verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, 25. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 15. arsdóttur, þeirra börn: Gunnar Trausti, Atli Már, Magnús Daði og Lára Ósk; b) Guð- björg María, sam- býlismaður Jón Valgeir Björnsson, börn Guðbjargar og Matthíasar V. Baldurssonar eru Baldur Snær og Guðrún Thelma, synir Guðbjargar og Jóns eru Viktor Björn og Óliver Darri; c) Einhildur Ýr. 2) Jón Heimdal f. 18.9. 1952. 3) Magnús Heimdal f. 17.6. 1962, kona hans Sissel Sör- dal, þeirra börn: a) Elísabeth Sördal, börn: Nicolay, Semine og Marcus, b) Magnús Sördal d. 7.3. 2009 c) Kristian Sördal. Magnús var í kvöldskóla á Pat- reksfirði veturinn 1944 og hálf- an vetur var hann við nám hjá séra Trausta Péturssyni í Sauð- lauksdal í ársbyrjun 1946. Nám þetta var undirbúningur fyrir inntökupróf í Samvinnuskólann. Haustið 1946 settist hann á skólabekk í Samvinnuskólanum og lauk þaðan prófum vorið 1948. Sama ár hóf hann skrif- stofustörf hjá Eimskipafélagi Ís- lands og vann þar til ársins 1957. Frá 1957 til 1969 starfaði Kurteisi einkenndi framkomu pabba alla tíð og snyrtimennska og vinnusemi var honum í blóð borin. Pabbi var sveitastrákur, alinn upp á Patreksfirði en var sendur suður til mennta, gekk í Samvinnuskólann við Sölvhóls- götu og útskrifaðist þaðan með verslunarpróf. Pabbi vann alla tíð við verslun og viðskipti og rak fyrirtækið Skúlason & Jónsson í tugi ára en ég byrja að vinna hjá honum árið 1984. Faðir minn hafði það að leiðarljósi að við- skiptin byggðust á gagnkvæmri virðingu og heiðarleika þannig að báðir aðilar væru ánægðir og sáttir. Þegar ég hugsa til föður míns koma ótal góðar minningar upp í hugann og tengjast margar þeirra samvinnu okkar í vinnunni sem var mjög farsæl. Við unnum saman upp á hvern dag þar til sjúkdómurinn alzheimer sem pabbi þjáðist af var kominn á það stig að hann varð óvinnufær. En þrátt fyrir erfið veikindi og gleymsku var ávallt stutt í brosið og kurteisa framkomu. Pabbi dvaldi á hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð, Vífilsstöðum, síð- ustu árin þar sem einstaklega vel var hugsað um hann og á starfs- fólkið þar hrós skilið fyrir kær- leiksríka umönnun. Ég og fjölskylda mín þökkum pabba samfylgdina og kveðjum hann með virðingu og þakklæti. Minningin um kæran föður, tengdaföður, afa og langafa lifir og yljar okkur um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði. Þinn sonur, Gunnar H. Magnússon Elsku hjartans afi minn. Eins sárt og það er að kveðja þig veit ég að þú tekur fagnandi hinni langþráðu hvíld. Ég var svo heppin að fá að vinna með þér í nokkur ár. Það var margt sem þú kenndir mér sem hefur fylgt mér gegnum lífið. Alltaf varstu svo mikill herramaður, kurteins, al- úðlegur, sanngjarn og með hlý- legt viðmót. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig sem afa minn. Nú sefur þú rótt það er komin nótt Þú sefur vært það er mér kært Ég elska þig afi það er enginn vafi Minning þín er í hjarta mér Ég og fjölskylda mín þökkum þér fyrir samfylgdina. Guðbjörg María Gunnarsdóttir. Þegar pabbi kom frá Eyjum til náms í gagnfræðaskóla og síðan Verslunarskólanum í Reykjavík fékk hann herbergi hjá vinafólki ömmu Margrétar á Melunum. Herbergisfélagi pabba öll skóla- árin í Reykjavík var Magnús S. Magnússon, sem pabbi kallaði alla tíð síðan Magga bróður. Maggi bróðir var dálítið eins og bandarísk kvikmyndastjarna; dökkur yfirlitum með þykkar augnabrýr og falleg augu og bros. Þeir voru báðir vinirnir með dálítið Presley-útlit á þessum ár- um, með brilliantín í hárinu og þetta skemmtilega og glaðlega fas sem tók á móti framtíðinni með opnum örmum. Þegar við fluttum á flatirnar í Garðahreppi vorum við í ná- grenni við Magga og Bubbu og heimsóttum þá stundum glæsi- legt heimili þeirra hjóna. Það var alltaf tekið vel á móti okkur. Það sama fann ég þegar við fórum í heimsóknir til Magga í fyrirtæki hans sem hann rak af myndar- skap. Hann tók vel á móti okkur og gaf sér alltaf tíma til að muna eftir litla manninum við hlið pabba. Að eiga góða fjölskyldu, bræð- ur og systur, eru lífsgæði. Að eiga vin sem þú kallar bróður eru mik- il forréttindi. Þannig var með Magga bróður pabba. Við systk- inin og mamma sendum Bubbu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Megi minning um góðan mann lifa. Þór Sigfússon. Græn snyrtileg Volkswagen- bifreið sem renndi upp að Þórð- arsjoppu við Hafnarfjarðarveg í Garðahreppi vakti athygli mína. Ég hafði séð álengdar þennan bíl bruna upp og niður Garðaflötina nokkrum sinnum áður og hverfa milli moldarhauganna á Haga- flötinni. Bíllinn sjálfur var ekki það sem vakti athygli mína, þó að hann væri snyrtilegur og vel út- lítandi, heldur þeir sem í honum voru. Í þessum bíl voru nefni- legar strákar á mínum aldri nýir í þorpinu eins og ég. Nú kom þessi bíll í fangið á mér við Þórðar- sjoppu sem var ekki bara sjoppa heldur einnig pósthús, strætó- skýli og staðurinn sem ungling- arnir í nágrenninu hittust, gjarn- an eftir skóla. Út úr bílnum kom frakka- klæddur snaggaralegur maður með mikið dökkt hár, skarpleitur og léttur á sér. Hann brosti góð- látlega til mín þegar við mætt- umst í sjoppudyrunum. Ég kíkti inn í bílinn en þar sátu í aftursæt- inu tveir strákar og glugguðu í blöðin. Annar leit upp og brosti sínu breiðasta brosi sem varð upphafið að vináttu okkar æ síð- an. Strákarnir voru auðvitað Gunnar og Jón Magnússynir. Synir Magnúsar Magnússonar, framkvæmdastjóra innflutnings- verslunarinnar Skúlason & Jóns- son hf., sem við kveðjum í dag. Við strákarnir lentum saman í bekk í Flataskóla undir stjórn hins góða skólamanns Vilbergs Júlíussonar skólastjóra. Kynni okkar urðu náin og fljótlega kynntist ég Magga pabba þeirra. Hann er mér minnisstæður fyrir margt en einkum fyrir það hvern- ig að hann tók mér allar götur eftir að við hittumst. Alltaf kurt- eis, alúðlegur og brosandi sínu breiðasta. Alveg sérstakt viðmót sem fáum er gefið en margir vilja hafa. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla svolítið og sýna mínum málum áhuga sem fáir feður gerðu. En hann var líka hörkutól sem vann mikið og afkastaði miklu. Byggði upp fyrirtækið sem Gunnar rekur nú af sama kraftinum og dugnaðinum. Hann byggði mikið húsnæði við Iðnbúð í Garðabæ og annað við Skútuvog í Reykjavík. Var einn af forsvars- mönnum að byggingu Vídalíns- kirkju á Hofstöðum. Var þar í safnaðarstjórn og í bræðrafélag- inu. Maggi hélt sér alltaf vel og var ætíð glæsilegur á velli. Stundaði líkamsrækt með göngu- túrum og sundi næstum daglega árum saman. En svo komu hin erfiðu veikindi sem hann þjáðist af í hartnær tuttugu ár. Nú er það yfirstaðið. Í hugann koma fyrsta og síðasta erindi í sálmi 464 eftir Valdimar Briem: Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldanna skaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar síga Stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, Nú er búin öll dagsins þraut. Eyðist dagur, fríður fagur, fagur dagur þó aftur rís: Eilífðardagur ununarfagur, eilíf skín sólin í Paradís. Ó, hve fergri’ og yndislegri unun mun sú, er þar vís. Við biðjum algóðan Guð að lýsa Magga af sínu eilífa ljósi og styrkja fjölskyldu hans í sorg- inni. Stefán Þórarinsson. Magnús S. Magnússon ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORVARÐUR G. HARALDSSON dúklagninga- og veggfóðrarameistari, Grenilundi 4, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landspítalans föstudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans og hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustuna Karitas. Svanhildur Árnadóttir, Arnar Smári Þorvarðarson, Kristín H. Thorarensen, Sævar Freyr Þorvarðarson, Guðríður Ingunn Kristjánsd., Elínbjörg Katrín Þorvarðardóttir, Hinrik R. Haraldsson, S. Kristín Þorvarðardóttir, H. Árni Þorvarðarson, Harpa Dögg Vífilsdóttir og barnabörn. ✝ Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Rauðalæk 6, Reykjavík, sem lést laugardaginn 16. mars, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudag 27. mars kl. 15.00. Magnea, Hildur, Einar og Sólveig Einarsbörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir og vinur, PÁLL SIGURVIN GUÐMUNDSSON, bifreiðarstjóri og hobbý-bóndi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 19. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 27. mars kl. 11.00. Ólafur Ágúst Pálsson, Anna Þórðardóttir Bachmann, Jónas Guðmundsson, Anna Kalmansdóttir. Útför SIGVALDA ÁSGEIRSSONAR skógfræðings og skógarbónda, Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast Sigvalda er bent á minningarsjóð sem systkini hans hafa stofnað. Sjóðnum verður varið til skógræktar. Reiknings- númer: 0372-22-000256, kt. 150954-4449. Halldór Ásgeirsson, Margrét Ásgeirsdóttir, Sigurður Gunnar Ásgeirsson, Mardita Andini, Ingunn Rut, Rakel Rut og Kristbjörg Lestari Sigurðardætur, Anibal Ravelo. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, AUÐUR GARÐARSDÓTTIR, Bárugötu 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 26. mars kl. 15.00. Jóhannes Bergsveinsson, börn og barnabörn. Hvíl í friði, kæra tengda- mamma, Þín, Anna. Mig langaði, elsku amma mín, að kveðja þig með þessu ljóði. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt. Þín, Nanna Dröfn og fjölskylda. Það er með söknuði sem ég sest niður og skrifa nokkur fá- tækleg orð um ömmu mína sem hefur alltaf verið mér miklu meira heldur en bara venjuleg amma. Á fyrstu tveimur áratug- um ævi minnar bjó ég hjá henni og afa í Ásgarðinum næstum þriðjung tímans. Á þeim hluta ævinnar þurfa ungar og óþrosk- aðar sálir mestan stuðning og á það gat ég alltaf treyst frá þeim báðum. Amma var einstök persóna sem allir geta tekið sér til fyr- irmyndar. Hún gat alltaf séð já- kvæða hlið á öllum málum og engin verkefni voru þess eðlis að ekki væri einhvern veginn hægt að sjá á þeim jákvæða lausn. Það er kannski skýringin á því af hverju henni tókst að lifa svo lengi þrátt fyrir að hafa glímt við mjög erfiðan hjartasjúkdóm næstum helminginn af ævinni. Ómetanlegt fyrir mig var að fá að búa í Ásgarðinum á Verslóárunum. Það er tíminn sem ég á bestu minningarnar um ömmu. Það var alltaf mikið líf í Ásgarðinum og mikið renn- irí alla daga af vinkonunum úr nágrenninu eða fjölskyldumeð- limum sem komu saman þar á helgidögum. Við Amma tókum iðulega spil þar sem hart var barist um sigur, nú eða bara kaffibolla og töluðum um heima og geima, stundum tvö ein, með afa eða með þeim sem þar voru hverju sinni. Á erfiðum tímum var hún kletturinn í hafinu sem maður gat treyst á. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það var ekki alltaf auðvelt að hafa ung- linginn á heimilinu fyrir hana og afa, sérstaklega ekki eftir að við urðum tveir frændurnir, en það fann maður aldrei á þeim. Þegar árin liðu fannst henni alltaf gaman að fara yfir með okkur frændunum öll misgáfulegu „af- rekin“ sem við unnum á þessum tíma. Nú er hún horfin úr þessu lífi og minningin um einstaka konu sem gaf mér svo mikið situr eft- ir. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið fyrsta barnabarnið hennar og fengið því lengstan tímann með henni. Það er svo margs að minnast á tímabili sem er næst- um hálf öld. Sagt er að grafreit- ur þeirra sem okkur þykir vænt um sé ekki í kirkjugarðinum heldur í hjörtum okkar sem eftir lifum, það finnst mér eiga við um ömmu. Ég sendi afa mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið alla góða vætti að styðja hann í sinni sorg. Sömuleiðis mömmu og öll- um hinum sem standa þeim næst. Gunnar Már Sigurfinnsson.  Fleiri minningargreinar um Svandísi Nönnu Péturs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.