Morgunblaðið - 25.03.2013, Side 34

Morgunblaðið - 25.03.2013, Side 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is D aði Guðbjörnsson myndlistarmaður sýn- ir verk sín á kaffihús- inu Mokka á Skóla- vörðustíg. Sýningin heitir Eins og myndirnar á Mokka og titillinn er sóttur í vinsælt dægurlag sem Ragnar Jóhannesson gerði texta við. Kaffihúsið Mokka hefur um ára- tugaskeið notið mikilla vinsælda meðal listamanna og þangað kom Daði fyrst ungur að árum. „Þegar ég var 15-16 ára þá var ég alveg jafn metnaðargjarn og ég er núna og mig langaði til að sýna á Mokka,“ segir Daði. „Ég sýndi Hring Jóhannessyni myndir eftir mig. Hann fór í gegnum bunkann og sagði að það væri senni- lega skynsamlegast fyrir mig að bíða með sýninguna. En nú er ég loksins, að verða sextugur, kominn með sýn- ingu á staðnum þar sem ég vildi sýna þegar ég var unglingur. Þessar myndir á Mokka eru litlar olíumyndir unnar á síðustu árum en þó flestar nýlegar. Myndirnar eru flestar óræðar enda ekki um neins konar konseptsýningu að ræða. Það mætti frekar segja að litir og form séu látin ráða ferðinni án sérstakrar stjórnskipunar. Mér finnst þessi að- ferð vænleg í listum.“ Hvernig minningar átt þú frá Mokka? „Ég var strákur úr Kópavogi sem fékk listamannagrillur og kom á Mokka með vinum mínum. Við feng- um okkur kaffi og horfðum á lista- mennina með andakt. Þarna voru Dagur Sigurðarson, Jón Gunnar Árnason, Hringur Jóhannesson og fleiri séní. Ég kynntist þeim síðan flestum nokkuð vel, sérstaklega Hring. Ég vann síðan svolítið með Gylfa Gíslasyni og Mokka var stað- urinn þar sem maður gat hitt á hann í hádeginu. Hér hefur maður líka séð frábær- ar sýningar og líka öðruvísi sýn- ingar. Mokka hefur lítið breyst og ég kem þangað reglulega. Listamaður sem vinnur mikið einn á vinnustofu sinni, talar kannski við sjálfan sig og svarar jafnvel sjálfum sér hefur gott af því að fara út á kaffihús og spjalla við aðra.“ Myndirnar mála sig sjálfar Daði á verk á annarri sýningu, samsýningu listamanna en einnig sjáenda og heilara í Hafnarborg. Sú sýning ber heitið Tilraun til að beisla ljósið. Um þá sýningu segir Daði: „Birta Guðjónsdóttir myndlist- armaður og sýningarstjóri hefur safnað saman myndum eftir fólk sem gerir myndir sem byggjast ein- hverskonar á andlegri leit. Erla Stefánsdóttir sjáandi er svo með einkasýningu í kjallaranum sem heitir Skynjun mín. Birta valdi þrjú stór málverk eftir mig á samsýn- inguna. Mér finnst það sérlega gott framtak að halda sýningu eins og þessa þar sem áhersla listamann- anna er á hið andlega. Áherslan á hið vitsmunalega hefur verið mjög ríkjandi undanfarin ár svo þetta eru viss tíðindi.“ Segðu mér frá þinni andlegu leit. „Sem unglingur hafði ég mikinn áhuga á andlegum málefnum og hafði lesið mér til um þau. Mín þroskaleið byggist á jóga hugleiðslu og ég fer ekki á skyggnilýsingar eða miðilsfundi. Ég er hvorki að grufla í hugmyndum um annað líf né forvitn- ast um það hjá spákonum hvað muni gerast í framtíðinni. Ég er mest í núinu. Mér hefur oft fundist að í aðra röndina máluðu myndirnar mínar sig sjálfar og að ég væri að reyna að hafa áhrif á ferlið. Árið 2005 byrjaði ég að stunda Sahaja-yoga, síðan hef- ur Kundalini, sem er annað orð yfir heilagan anda, fylgt mér og hjálpað mér við að skilja sjálfan mig og kom- ast í betra andlegt jafnvægi. Það að gera hlutina út frá þessari vitund leiðir til þess að ég geri ekkert held- ur gerist það fyrir tilstuðlan Kundal- ini. Ég viðurkenni að þetta er nokk- uð erfitt að skilja, jafnvel fyrir mig sjálfan. Ég er að reyna að búa til myndir sem hafa jákvæð áhrif á fólk. Bæði ljósið í myndunum og hin sveigðu form gegna þar ákveðnu hlutverki. Ég vil að eitthvað sé að gerast í myndunum. Þetta „eitthvað“ sem þjónar þeim tilgangi listarinnar að hjálpa manninum við að tengja and- ann innra með sér við alheimssálina og skilja sjálfan sig þar af leiðandi betur. Á barokktímanum voru menn að skapa list sem hefði jákvæð and- leg áhrif. Johann Sebastian Bach er gott dæmi um þetta en flest tónverk hans voru samin Guði til dýrðar. Á seinni árum hef ég leitast við að gera myndir sem endurspegla hin and- lega heim. Þessi verk eiga ekki að höfða til skynseminnar heldur sálar- innar.“ Af hverju hófst þessi andlega leit, varstu vansæll? Ekki beinlínis. Ég hef ekki verið sérlega óhamingjusamur í lífinu en ég var leitandi. Þeir sem leita vita oft ekki að hverju þeir eru að leita. Það sem ég veit núna er að maður þarf að tengja andann við alheimsvitundina. Þannig getur maður breytt sjálfum sér til hins betra. Sá maður sem er í jafnvægi í andanum lifir í núinu og losnar að miklu leyti við þau óþæg- indi sem fylgja því að vera stöðugt upptekinn af því sem gerðist í fortíð- inni og hann er heldur ekki upptek- inn af framtíðinni sem hann getur ekki vitað neitt um og þarf þess held- ur ekki. Hann nýtur þess að vera núinu og er þar af leiðandi hamingju- samur.“ Verk sem höfða til sálar  Daði Guð- björnsson mynd- listarmaður sýnir á Mokka og á verk á samsýningu í Hafnarborg Sjávarhæð Mynd á Mokka. Leiðin til hjartans Mynd af samsýningunni í Hafnarborg. »Ég vil að eitthvað sé að gerast í myndunum.Þetta „eitthvað“ sem þjónar þeim tilgangi list- arinnar að hjálpa manninum við að tengja andann innra með sér við alheimssálina og skilja sjálfan sig þar af leiðandi betur. bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.