Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Miklar vetrarhörkur herja nú á íbúa Kiev, höf- uðborgar Úkraínu, en samhliða miklu frosti tók snjó að kyngja þar niður um helgina. Sökum þessa hafa stjórnvöld beðið almenning um að halda sig innandyra. Fannfergið var sums staðar svo mikið að lýsa þurfti yfir neyðarástandi þar sem akbrautir urðu á skömmum tíma ófærar með öllu. Má því víða finna yfirgefnar bifreiðar grafnar í snjósköflum. Til að bæta gráu ofan á svart fór víða rafmagn af mannvirkjum en talið er að yfir 600 borgir og bæir í Úkraínu hafi glímt við rafmagnsleysi um tíma. khj@mbl.is AFP Vetur konungur neitar að sleppa takinu á Úkraínu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Breska lögreglan leitaði í gær að hættulegum efnum á heimili rúss- neska auðkýfingsins Boris Berez- ovsky í Surrey í Bretlandi en hann fannst þar látinn síðastliðinn laug- ardag. Samkvæmt AFP-fréttaveit- unni fundust engin skaðleg efni á heimili hins látna sem skýrt geta andlátið en við leitina var m.a. notast við aðstoð sérfræðinga í geislavirkni, efna- og sýklavopnum. Simon Bow- den, lögregluforingi hjá lögreglunni í Surrey, staðfesti þetta við AFP- fréttaveituna í gær. Dánarorsök hins 67 ára Boris Berezovskys eru því enn óljós að svo stöddu. Hafna orðrómi um sjálfsvíg Fljótlega eftir að upp komst um andlátið fór á kreik orðrómur um að auðkýfingurinn hefði svipt sig lífi sökum meints þunglyndis. Þessu hefur Demyan Kudryvtsev, einn af vinum hins látna, hafnað með öllu en haft er eftir honum í erlendum fjöl- miðlum að engin ummerki hafi fund- ist um sjálfsvíg. Á síðasta ári tapaði Berezovsky 3 milljarða punda skaða- bótakröfu á hendur Roman Abramo- vich, eiganda fótboltafélagsins Chelsea, og hefur BBC eftir ónefnd- um heimildum að auðkýfingurinn hafi í kjölfarið þjáðst af þunglyndi. Boris Berezovsky, sem auðgaðist gríðarlega á tíunda áratug síðustu aldar m.a. við að selja innfluttar lúxusbifreiðar í Rússlandi, er sagður hafa lifað af fjölda morðtilrauna. Í einni slíkri sprakk öflug sprengja í bifreið hans með þeim afleiðingum að einkabílstjóri Berezovskys lét lífið en sjálfur komst hann lífs af. Átti í deilum við Pútín forseta Frá árinu 2000 hefur Boris Berez- ovsky verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi en auðkýfingurinn hefur um langt árabil verið einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns forseta Rússlands. Skömmu eftir að upp komst um andlátið var haft eftir talsmanni Rússlandsforseta að Berezovsky hefði fyrir nokkrum mánuðum beð- ist griða. Á hann að hafa sent forset- anum persónulegt bréf þar sem hann viðurkennir mikil mistök. Vinir hins látna segjast hins vegar mjög efins og telja afar ólíklegt að Berez- ovsky hafi beðist griða með þessum hætti. „Ég trúi þessu alls ekki. Þetta get- ur hreinlega ekki verið. [...] Ef bréfið er til, á það skilið að enda inni á safni,“ segir Alexander Goldfarb, vinur hins látna. AFP Lögreglurannsókn Tæknimenn á vegum bresku lögreglunnar leituðu á heimili hins látna í gær í von um að varpa ljósi á andlátið. Dánarorsök látins auðkýfings óljós  Lögreglan leitaði að efnavopnum John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, fór óvænt til Íraks í gær en með heimsókn sinni vill hann stuðla að bættri samvinnu í tengslum við átökin í Sýr- landi. Er Kerry sagður ætla að hvetja írösk stjórnvöld til að koma í veg fyrir að flugvélar frá Íran nýti sér lofthelgi Íraks við að flytja vopn yfir til Sýrlands. Vopn- in enda svo í höndum stjórnar- hersins sem beitir þeim gegn upp- reisnarmönnum. Íranar hafa að undanförnu neitað þessu og segj- ast einungis vera að flytja hjálp- argögn til landsins. Heimsókn Johns Kerrys til Íraks er fyrsta heimsókn bandarísks utanrík- isráðherra til landsins frá árinu 2009. khj@mbl.is ÍRAK John Kerry mætti óvænt til fundar John Kerry Vopnaðir vígamenn réðust á fang- elsi í bænum Ganye í Adamawa-ríki í norðausturhluta Nígeríu í gær. Við árásina sluppu 127 fangar út úr fangelsinu og er þeirra nú ákaft leitað. Einn starfsmaður fangels- isins lést í árásinni en hann var skotinn til bana af vígamönnum. Fangaverðir reyndu hvað þeir gátu til að hefta flóttann og var einn fangi særður er hann var skot- inn í fótinn af fangavörðum. Var hann í kjölfarið færður undir lækn- ishendur. Haft er eftir talsmanni fangelsisins að vígamennirnir hafi brotið sér leið inn í fangelsið og því næst spennt upp fjölmarga fanga- klefa. Sami vígahópur er einnig grunaður um að bera ábyrgð á fleiri árásum á svæðinu en nýverið var ráðist á lögreglustöð, banka og tvær knæpur. Telur lögregla að á þriðja tug borgara hafi fallið í árás- um vígahópsins að undanförnu. 127 fangar flúðu úr nígerísku fangelsi Selskópur varð óvænt á vegi manns í skógi í austurhluta Sví- þjóðar í gær. Manninum var að vonum nokk- uð brugðið enda um sex kílómetr- ar í næstu strönd og hringdi hann þegar í lögreglu til að tilkynna fundinn. „Það hringdi í okkur maður, nokkuð undrandi, og tjáði okkur að hann hefði á göngu sinni um skóginn fundið selskóp. Ég hélt að maðurinn væri að grínast,“ hafa erlendir miðlar eftir Henrik Pederson, lögregluvarðstjóra í Uppsölum. Talið er að selurinn hafi skriðið þrjá kílómetra yfir ísi- lagðan sjó og því næst aðra þrjá inn í skóginn. Selurinn hefur nú verið fluttur aftur til síns heima. khj@mbl.is SVÍÞJÓÐ Selur á sundi. Selur fannst í sænskum skógi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.