Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 UPPLIFÐU NÝJA TÍMA MEÐ HYUNDAI Hyundai / BL ehf. Kauptúni 1– 210 Garðabæ – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. ÓTAKMARKAÐUR AKSTUR ÁBYRGÐ VEGAAÐSTOÐ GÆÐASKOÐUN NÝR HYUNDAI i20 DÍSIL Eyðsla aðeins 3,8 l/100 km miðað við blandaðan akstur E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 3 8 2 VERÐ: 2.790.000 kr. Co2 aðeins 99 g/km – Frítt í bílastæðin í miðborginni Nýr Hyundai i20 með 1,1l dísilvél er einn sparneytnasti millistærðarbíll sem völ er á. Öllum nýjum Hyundai bílum fylgir 5 ára ábyrgð og ótakmarkaður akstur auk árlegra öryggis- og viðhaldsskoðana sem eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Við bjóðum ykkur velkomin í hóp ánægðra Hyundai eigenda. Hyundai í Kauptúni 1 er opið frá kl. 07.45–18.00 alla virka daga og 10.00–16.00 á laugardögum. Rannsóknarmiðstöð í stjórnarhátt- um við Háskóla Íslands og NASDAQ OMX á Íslandi hafa hleypt af stokk- unum átaki í end- urmati stjórna fyrirtækja hér á landi. Í tilkynn- ingu kemur fram að þetta sé að öll- um líkindum í fyrsta skipti í heiminum sem endurmat stjórna með sjálfsmati stjórnenda er gert með rafræn- um hætti fyrir fjölda fyrirtækja á sama tíma. Endurmatið fer þannig fram að könnun er send á stjórnarmenn með samþykki stjórnarformanns. Svara þátttakendur spurningum um skipu- lag stjórnar, starfshætti, verkefni og hlutverk stjórnarinnar og um árang- ur af starfinu. Tæki til að gera betur Dr. Eyþór Ívar Jónsson er einn umsjónarmanna verkefnisins. „Með niðurstöður mælingarinnar í hönd- unum geta stjórnir lagt betur mat á eigin frammistöðu og komið auga á bæði veikleika og styrkleika. Þar sem um er að ræða víðtæka rann- sókn gefa mælingarnar einnig mögu- leika fyrir stjórnir að bera sig saman við heildareinkunnir stjórna annarra fyrirtækja hér á landi.“ Segir Eyþór að vonir standi til að hundruð fyrirtækja muni taka þátt í átakinu. „Markmiðið er að ná svör- um frá a.m.k. 60-80% stjórnenda og vonandi ná fram úr Norðmönnum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði en þar er áætlað að um 70% stjórna hafi gengist undir sjálfsmat af ein- hverjum toga. Rannsóknin er gerð þátttakend- um að kostnaðarlausu en verið er að nota í fyrsta skipti kerfi sem verið hefur í þróun í á þriðja ár og á að veita stjórnum aðgang að einföldu endurmatskerfi sem byggist á rann- sóknum á góðum stjórnunarháttum. „Endurmat með þessum hætti er fyrst mögulegt núna þegar hægt er að tryggja öryggi gagna og aðgengi stjórnarmanna. Við byggjum þessa útgáfu á fimmtán ára rannsóknar- starfi helstu fræðimanna á þessu sviði,“ útskýrir Eyþór. Átakið hófst um miðjan mánuðinn og hefur þegar fjöldi stjórna farið í gegnum endurmatið. Standa vonir til að framkvæma samskonar rannsókn í Noregi og Danmörku með haust- inu. ai@mbl.is Meta stjórnir fjölda íslenskra fyrirtækja  Hafa þróað kerfi sem auðveldar sjálfsmat stjórna  Öruggt kerfi sem tryggir verndun gagna  Stjórnir geta komið auga á veikleika og borið sig saman við aðra Morgunblaðið/Ernir Kortlagning Íslenskar stjórnir hafa lítið gert af því að meta eigin frammi- stöðu. Gluggaþvottamenn að störfum við skrifstofuturn í Reykjavík. Dr. Eyþór Ívar Jónsson Mælingar Bloomberg-fréttastof- unnar benda til að í febrúar hafi kippur komið í neyslu vestanhafs og gefið bandaríska hagkerfinu ágætis stuð. Bloomberg segir aukninguna í neyslu í febrúar hafa verið þá mestu í fimm mánuði. Kaup neytenda á vöru og þjónustu jukust um 0,6% í febrúar borið saman við 0,2% aukn- ingu í janúar. Eiga mælingar einnig að sýna mestu aukningu í fimm mán- uði í kaupum á varanlegri neyt- endavöru en undir þann flokk falla m.a. raftæki og bílar. Bloomberg hefur eftir hagfræð- ingi hjá IHS Global Insight að einnig eigi sér stað aukning í kaupum á fjárfestingarvörum (e. capital go- ods) sem sé líka vísbending um að efnahagslífið sé að taka við sér. Er reiknað með að mælingarnar á helstu hagstærðum verði í svipuðum dúr í skýrslu sem efnahagsráðuneyti Bandaríkjanna mun leggja fram í lok vikunnar. Áætlar Bloomberg því einnig að laun hafi hækkað um 0,9% í febrúar eftir 3,6% lækun í janúar en tveggja prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum tók gildi um áramótin. Meðallaun á klukkustund hækkuðu um 2,1% miðað við febrúar í fyrra. Rannsókn MarketWatch tekur í sama streng og spáir viðskiptamið- illinn 0,5% aukningu í neyslu í febr- úar. Hefur MW eftir greinanda hjá Moody‘s Analytics að minnkandi skuldabyrði heimilanna kunni að vera skýringin en útistandandi skuldir bandarískra heimila hafa ekki verið lægri síðan 1980. ai@mbl.is AFP Pokar Viðskiptavinir á vappi í New York. Neysla tók kipp í febrúar. Bandarískir neyt- endur taka við sér  Batamerki í bandaríska hagkerfinu í febrúar  Neysla að aukast, m.a. vegna betri skuldastöðu heimilanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.