Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 1
F Ö S T U D A G U R 5. A P R Í L 2 0 1 3
Stofnað 1913 78. tölublað 101. árgangur
STIMPLAR OG
BLÝANTAR VERÐA
AÐ VOPNUM
Á GÖNGU-
SKÍÐUM YFIR
VATNAJÖKUL
SMÁFORRIT FYRIR
YNGSTU BÖRNIN
Á SPJALDTÖLVU
LÍF Í VÍÐÁTTUNNI 20-21 FÆR Í NÚTÍMATÆKNI 10LEIKSÝNINGIN BLAM! 55
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ástand þorskstofnsins er gott, að því er fram
kemur í niðurstöðum stofnmælingar botnfiska,
svokallaðs vorralls. Útvegsmenn vonast til að
aflamark í þorski verði aukið.
Stofnvísitala þorsks mældist há og eru vísitölur
þessa árs og þess síðasta þær hæstu í aldarfjórð-
ung. Niðurstöðurnar eru mjög í samræmi við
fyrra stofnmat Hafrannsóknastofnunarinnar.
stofnsins. Vonast hann til að kvótinn verði aukinn
í samræmi við áætlanir Hafrannsóknastofnunar-
innar frá því í júní í fyrra. Þá var gert ráð fyrir að
auka mætti kvótann í haust í tæp 220 þúsund
tonn.
Ýsukvótinn var minnkaður í fyrra. Friðrik seg-
ir vonbrigði að ekki skuli hafa mælst meira af ýsu.
„Við vorum að vonast til að ýsan næði sér á
skrið,“ segir Friðrik.
MMikið af þorski í sjónum »2
„Fiskurinn er að stækka og þorskurinn kominn í
meðalþyngd,“ segir Jóhann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafró. Stofnvísitala ýsu er svipuð og verið
hefur í vorralli frá 2010 og því mun lægri en var í
nokkur ár þar á undan.
Þorskkvótinn var aukinn um 19 þúsund tonn
við upphaf núverandi fiskveiðitímabils og er 196
þúsund tonn, að ráði vísindamanna. Hafró kynnir
mat sitt á stofninum og veiðiráðgjöf í júní. Friðrik
J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir
að niðurstöður vorrallsins staðfesti styrk þorsk-
Kvótinn verði aukinn
Mikið af þorski á Íslandsmiðum en bið á að ýsustofninn rétti úr kútnum
LÍÚ vonast eftir að þorskkvótinn verði aukinn í tæp 220 þúsund tonn
Vorstemning er komin í fólk eftir hlýindin að undanförnu. Margir að
vinna í görðum. Í gær var fólk að sleikja sólina á Austurvelli. Hætt er
við að einhverjir hrökklist aftur inn því spáð er kólnandi veðri. Þó
verður 2-7 stiga hiti í höfuðborginni í dag en skýjað og skúrir eða
slydduél síðdegis. Búist er við dálítilli snjókomu eða éljum um helgina.
Frost verður næstu daga norðanlands og austan, mest í innsveitum.
Morgunblaðið/Ómar
Kaldara verður í veðri næstu daga
Borgarbúar farnir að sleikja sólina á Austurvelli
Bandaríkjamenn grípa til varúðar-
ráðstafana í ljósi stigvaxandi hótana
Norður-Kóreumanna að sögn tals-
manns í Hvíta húsinu í gærkvöldi
„Við okkur blasir kunnuglegt
hegðunarmynstur N-Kóreumanna,
hryggilegt en kunnuglegt,“ sagði
talsmaður Hvíta hússins í viðtali við
AFP fréttaveituna í gærkvöldi.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri
SÞ, biðlaði til N-Kóreu um að breyta
um stefnu og hvatti deiluaðila til að
setjast að samningaborðinu. „Kjarn-
orkuógn er ekki leikur. Þeir hafa
gengið of langt í málflutningi sín-
um,“ sagði Ban. »26
Bandaríkjamenn grípa
til varúðarráðstafana
Framkvæmdastjóri SÞ áhyggjufullur
AFP
Her N-kóreskir hermenn á gangi.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylking-
arinnar og fjármálaráðherra, segist undrast
vinnubrögð bæjarstjórnar Reykjanesbæjar
sem í fyrrakvöld sendi frá sér ályktun um að
ekki hefði verið staðið við loforð um að gætt
yrði jafnræðis á milli Helguvíkur og Bakka.
Að sögn Katrínar sendi hún bæjarstjórninni
drög að samkomulagi, sambærilegu því sem
gert var um Bakka, um Helguvík í síðustu
viku. Þá segist hún ekki vita hvað vaki þarna
fyrir mönnum. „Það sem mér dettur helst í hug
er að menn séu þarna ekki að hugsa um hag
sveitarfélagsins heldur um hag síns flokks,“
segir Katrín og bætir við: „Ef menn óttast að
þessu verði ekki fylgt eftir verða einhverjir
aðrir flokkar en minn að svara fyrir það, vegna
þess að það er algjörlega ljóst að með svona
samkomulagi við sveitarfélagið værum við að
skuldbinda okkur til þess að láta það verða að
raunveruleika og það væri mjög erfitt fyrir ný
stjórnvöld að horfa framhjá því.“
Fyrri yfirlýsingar sviknar
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar, segir enn eina viljayfirlýsinguna ekki
duga til enda hafi fyrri yfirlýsingar verið
sviknar. „Um leið og verið er að senda út ein-
hverja hugmynd um viljayfirlýsingu, sem við
höfum ekki talið vera það sem við erum að
ræða, kemur skýr yfirlýsing frá formanni
Vinstri-grænna um þeir lýsi yfir andstöðu við
álver í Helguvík. Þannig að það er ekki til
neins að halda þessum leik áfram,“ segir Árni
og bætir við að innihald samkomulagsins sé
annað sorgarefni. Hann bendir á að þetta yrði
styrkur upp á 150 milljónir og möguleiki á um
800 milljóna víkjandi láni til samanburðar við
um 800 milljóna víkjandi lán til Bakka auk um
þriggja milljarða í einhvers konar styrki. „En
þetta er líka einungis viljayfirlýsing á móti lög-
um og viljayfirlýsing ríkisstjórnar sem hefur
ekki staðið við neinar fyrri yfirlýsingar sínar.“
Harðar
deilur um
Helguvík
Katrín segist hafa sent
drög að samkomulagi
M„Þetta er sorgarsaga“ »6
Þeir sem tóku
áhættuna græddu
Bændur sem tóku lán í erlendri
mynt fyrir hrun standa betur í dag
en þeir sem tóku verðtryggð lán í
íslenskum krónum á sama tíma.
Þegar erlendu lánin voru færð
niður í kjölfar dóma var leiðrétt-
ingin færð sem tekjur. Það veldur
því að nú verða bændur sem þess
nutu að borga tekjuskatt af leið-
réttingunni. »12
Morgunblaðið/RAX
„Ég vil vinna kosninguna á réttum
forsendum, ekki vegna mistaka við
framkvæmd. Þótt þetta sé leiðinlegt
mál fyrir félagið er gott að ákveðið
var að taka á því og gera það vel,“
segir Ólafur G. Skúlason sem kosinn
var formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga í formannskjöri
sem nú hefur verið ógilt.
Gengið verður til kosninga að nýju
og reiknar Ólafur með að verða í
framboði. Einu atkvæði munaði á
honum og næsta frambjóðanda í
kjörinu sem fram
fór í síðasta mán-
uði.
Ólafur segir að
margir gallar hafi
verið á atkvæða-
greiðslunni.
Komið hafi í ljós
að lög félagsins
séu ekki nógu
skýr um fram-
kvæmd kosninga og úrvinnslu þegar
upp komi vafaatriði. »2
Vil vinna kosninguna á
réttum forsendum
Endurtaka þarf kosningu formanns
Ólafur Guðbjörn
Skúlason