Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Það eru íbúum Reykjanesbæjar gríðarleg vonbrigði að ekki skuli hafa verið gætt jafnræðis á milli stuðnings við Helguvík og Bakka eins og forystumenn Samfylkingar- innar lofuðu þegar frumvarp um Bakka var lagt fram fullskapað á Alþingi, að því er fram kemur í ályktun sem meirihluti bæjarstjórn- ar Reykjanesbæjar samþykkti í fyrrakvöld með átta atkvæðum frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. „Þessu máli var greinilega aldrei ætlað að verða að frumvarpi þó að það væri búið að gefa út yfirlýsingar af hálfu forsvarsmanna Samfylking- arinnar um að það skyldi jafnræði gilda,“ segir Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, og bætir við: „Enda ekki samstaða um það í ríkisstjórninni frekar en annað.“ Hann bendir á að mestu vonbrigðin séu þau að menn hafi haft vænt- ingar til þess að lagt yrði fram frumvarp um málið á Alþingi. „Þetta er svona ámátlegt andvarp sem þetta endar í gagnvart okkur og er ömurlegur viðskilnaður í þessu máli,“ segir Árni. Óskuðu eftir sérstökum lögum Að sögn Árna óskaði sveitarfélag- ið eftir sérstökum lögum um Helgu- vík, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, til að styrkja uppbygg- ingu hafnarinnar vegna fjölmargra en ekki einungis kísilvers og álvers. Því hafi hins vegar verið hafnað. „Þá tók við stöðugleikasáttmáli sem var undirritaður 2009. Þar var Helguvík nefnd til sögunnar og átti að gera góða hluti. Það átti þá að standa með okkur í því en það varð ekkert úr þeim sáttmála. 2010 skrifa 30 þingmenn undir frumvarp um stuðning við Helguvík en það komst ekki í gegnum nefndir þingsins,“ segir Árni og bætir við að reynt hafi verið aftur að leggja fram frum- varpið árið 2011 en það hafi ekki tekist. „Þetta er sorgarsaga sem þessu fylgir. Við erum hins vegar bjartsýn á að það takist að snúa þessu við en það þarf nýja ríkisstjórn og það þarf stjórnmálaöfl sem eru hlynnt þessu verkefni en þau eru ekkert of mörg í dag,“ segir Árni. Í ályktun bæjarstjórnarinnar er meðal annars bent á að bæjar- fulltrúar Samfylkingarinnar hafi með sérstakri bókun á síðasta bæj- arstjórnarfundi sagt að vinnubrögð um Helguvík væru dæmi um „vand- aðan undirbúning og þrotlausa vinnu þingmanna Samfylkingarinn- ar“, vísað í skýrar yfirlýsingar for- manns Samfylkingarinnar um að jafnræði skuli gilda á milli iðnaðar- svæða og landsvæða auk þess að halda því fram að fjármögnun frá ríkinu til hafnaruppbyggingar væri loks í höfn. Þá er í ályktuninni bent á að mið- að við frumvarpið um Bakka þýddi þetta fjárstyrki til Helguvíkur vegna hafnarframkvæmda, lóða- gerðar, þjálfunarstyrkja og vega- gerðar fyrir á fjórða milljarð króna. Samningar komnir „Það eru náttúrlega komnir fjár- festingarsamningar við bæði álver og kísilver en þeir sneru ekki að því með hvaða hætti ríkið ætlaði að styrkja og styðja við bakið á okkur í þeirri fjárfestingu sem við höfum farið í,“ segir Árni. Aðspurður hvort umræddir fjár- festingarsamningar séu enn í gildi segir hann: „Fjárfestingasamning- arnir gilda um álverið en það hafa náttúrlega orðið breytingar á þátt- takendum í kísilverinu, þannig að það kann vel að vera að það þurfi að taka upp einhver mál aftur þar en þar eru fjárfestingarsamningar sem liggja að baki.“ Árni bendir þó á að það sé mikið fagnaðarefni að málið skuli hafa komist þetta langt fyrir norðan og segir hann íbúa Reykjanesbæjar mjög ánægða fyrir hönd Norðlend- inga en þeir telji hins vegar að það gefi augaleið að það ætti þá að styrkja þeirra eigin stöðu. „Þetta er sorgarsaga“  Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sendi frá sér harðyrta ályktun um Helguvík  Segja að því hafi verið lofað að jafnræðis yrði gætt milli Helguvíkur og Bakka  „Ömurlegur viðskilnaður í þessu máli“ Morgunblaðið/RAX Álverið í Helguvík Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa óskað eftir sérstökum lögum um Helguvík þegar núverandi ríkis- stjórn tók við völdum. Bæjarstjórnin telur að jafnræðis hafi ekki verið gætt. „Þessu máli var greinilega aldrei ætlað að verða að frumvarpi,“ segir Árni. Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarna- nefnd Rangár- valla- og V- Skaftafellssýslu hefur ákveðið að aflétta óvissu- stigi af Heklu frá og með deginum í dag. Þetta kom fram á facebook- síðu lögreglunnar á Hvolsvelli. Þar segir að þetta sé gert til sam- ræmis við ákvörðun Veðurstof- unnar um að færa viðvörunarstig Heklu af gulu niður í grænt hvað varðar flugumferð. Áfram verður þó fylgst með fjallinu sem fyrr. Óvissustigi al- mannavarna aflétt Jarðhræringar voru í Heklu í nokkra daga. Akstur á höfuðborgarsvæðinu, mældur í þremur mælisviðum Vegagerðarinnar, reyndist 1,8 pró- sentum minni í mars en í sama mán- uði í fyrra. Hjá Vegagerðinni leiða menn líkur að því að umferðin hafi að einhverju marki færst út á land enda jókst umferðin á hringveg- inum mikið í mars. „Frá áramótum hefur umferðin á höfuðborgar- svæðinu hinsvegar aukist nokkuð eða um 2,5 prósent og er útlit á þessari stundu fyrir að umferðin í ár aukist um 2-3 prósent,“ segir í umfjöllun Vegagerðarinnar. Minni umferð á höf- uðborgarsvæðinu Frábært úrval af skóm áótrúlega góðu verði! kr.10.900 aðeins kr.12.900 aðeins aðeins kr.6.900aðeins kr.8.900 OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 Stelpu skór St. 27-35 Herra skór St. 39-48Herra skór St. 41–48 Dömu skór St. 36–41 „Við erum búin að vera núna und- anfarinn mánuð að reyna að fá for- svarsmenn Reykjanesbæjar til að koma að borðinu og vinna með okkur að samkomulagi um hvaða forsendur við hefðum í þessu frumvarpi, af því að þegar menn kláruðu Bakka þá var það byggt á samkomulagi á milli ríkisins og sveitarfélagsins fyrir norðan,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fjár- málaráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar, spurð út í fyrstu viðbrögð við ályktun bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar. Að sögn Katrínar sendi hún bæj- arstjórninni drög að samkomulagi um Helguvík í síðustu viku. „Síðan heyri ég ekkert annað en það að þeir ætli að skoða þetta og svo sé ég þessa bókun í gær [fyrradag], þannig að ég verð að segja alveg eins og er að ég er dálítið undrandi á þessum vinnubrögðum að þiggja ekki, eins og mér heyrist þeir vera að gera, að ljúka samkomulagi við ríkið um það hvernig ríkið komi að uppbyggingu á þessu svæði,“ seg- ir Katrín. Aðspurð segir hún að um sé að ræða sambærilegt sam- komulag og gert var um Bakka. Undrandi á vinnubrögðum SEGIST HAFA SENT DRÖG AÐ SAMKOMULAGI Katrín Júlíusdóttir Árni Sigfússon Hæstiréttur hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag og ákvörðun um framlengingu liggur ekki fyrir. Í greinargerð lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins, sem vitnað er til í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, segir að lögregla hafi verið kölluð til snemma kvölds 28. mars síðastlið- inn. Þá hafi stúlka og piltur verið í miklu uppnámi og sagst hafa orðið fyrir árás og frelsissviptingu. Stúlk- an, sem er 15 ára, greindi einnig frá því að hún hefði verið beitt kyn- ferðisofbeldi. Stúlkan greindi svo frá að árás- armaðurinn hefði þvingað hana til að setja pappírsbút undir tunguna, líklega LSD. Hann hefði beitt hana ofbeldi með því að taka í hnakka hennar, sett hnéð á bak hennar og sagt henni að afhenda peninga. Maðurinn hefði slegið hana og hótað að drepa og einnig hefði hann reynt að setja MDMA kristalla ofan í hana, en hún náð að frussa þeim út úr sér. Þá hefði hann þvingað hana til að afklæðast, káfað á henni og stungið fingrum í leggöng hennar. Hann hefði einnig kastað stúlkunni til, hent í hana vog og stungið hana með penna í andlit og brjóst. Því næst hefði hann hellt yfir hana vökva. Eftir það hefði hann sleppt henni. Stúlkan bar sjáanlega áverka eftir átökin Maðurinn var handtekinn og við- urkenndi að hafa slegið til stúlk- unnar. Kvaðst hann hafa orðið reiður vegna peninga sem hann tel- ur að hún hafi stolið af sér. Í úrskurðinum segir einnig að árásarmaðurinn sé á reynslulausn frá 8. nóvember 2012 næstu 2 árin og eigi hann óafplánaða 350 daga af eftirstöðvum refsingar. Þvingaði stúlku til að innbyrða vímuefni  Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Í úrskurðinum segir að árásarmaðurinn sé á reynslulausn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.