Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 7

Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 7
Ætla má að búgreinarnar tvær, kjúklinga- og svínarækt, skapi um 1.500 störf víða á landsbyggðinni, afleidd störf meðtalin. Búgreinarnar eru því mikilvægar fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er innlent svína- og kjúklingakjöt meðal þeirra vöruflokka sem minnst hafa hækkað í verði á síðustu árum. Þannig hafa íslenskir kjúklinga- og svínabændur haldið aftur af hækkun bæði á neyslu- og lánskjaravísitölu. Þessar búgreinar þiggja engar greiðslur frá hinu opinbera. Verulega hefur dregið úr tollavernd á liðnum árum og innflutningur á kjúklinga- og svínakjöti hefur farið vaxandi. Frá árinu 2007 hefur verið flutt til landsins svína- og kjúklingakjöt án þess að tryggt sé að aðstæður við framleiðsluna séu samkæmt þeim kröfum sem gerðar eru hér á landi. Við framleiðslu á íslensku kjúklinga- og svínakjöti er notast við fyrsta flokks korn, íslenskt vatn og endurnýtanlega orku. Stór hluti svínafóðurs er innlendur. Mjög hátt hlutfall, allt að 75% fóðursins, er íslenskt korn rækað í sveitum landsins. Búgreinin stuðlar því bæði að uppgræðslu lands og gjaldeyrissparnaði. Heilbrigði íslensku kjúklinga- og svínastofnanna er betra en í nágrannalöndunum og lyfjanotkun við eldi dýranna hérlendis er mun minni en þekkist erlendis. Fagmennska í ræktunarmálum og heilbrigðir bústofnar kjúklinga og svína tryggja neytendum heilnæmar íslenskar landbúnaðarafurðir á samkeppnishæfu verði. Sala á íslensku kjúklinga- og svínakjöti hefur aukist til muna á síðustu árum. Í sannleika sagt um kjúklinga- og svínakjöt Vegna misvísandi og oft rangra fullyrðinga um búgreinarnar að undanförnu vilja kjúklinga- og svínabændur árétta eftirfarandi: Kjúklinga- og svínabændur þakka íslenskum neytendum traustið og munu hér eftir sem hingað til leitast við að bjóða þeim úrvals kjöt á samkeppnishæfu verði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.