Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 AÐALFUNDUR Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnurmál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Enn fremur er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu félagsinswww.hbgrandi.is. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30. Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HBGranda hf. Aðalfundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2013 í matsal félagsins á Norðurgarði í Reykjavík og hefst hann kl. 17:00. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 69 65 1 04 /1 3 www.rita.is Ríta tískuverslun Bæjarlind 6, sími 554 7030 Vorbolir Mikið úrval Margir litir Röng mynd með grein Þau mistök urðu við vinnslu blaðsins í gær að mynd af Þorsteini Sæ- mundssyni stjörnufræðingi birtist með grein Þorsteins Sæmundssonar rekstrarfræðings, sem skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í SV- kjördæmi. Til glöggvunar birtast hér myndir af þeim báðum og eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar. LEIÐRÉTT Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. Þorsteinn Sæmundsson, rekstrarfræðingur. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Mér finnst full ástæða til þess að skoða af fullri einurð að taka eitt- hvert gjald á svona ferða- mannastöðum til þess að geta við- haldið göngustíg- um, salernum og þess háttar,“ seg- ir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri Rangár- þings eystra, spurður um af- stöðu sína til þeirra hugmynda að taka upp gjald á vinsælum ferðamannastöðum. Rangárþing eystra rekur við Seljalandsfoss salerni fyrir ferða- menn og kostar til um tveimur millj- ónum króna á ári vegna þess en hef- ur ekki nema óbeinar tekjur á móti. Fjölda vinsælla ferðamannastaða má finna í sveitarfélaginu, sem dæmi má nefna Þórsmörk, Fimmvörðu- háls og Skógafoss. „Ég hef sjálfur ekki neina patent- lausn á því – það er líka dýrt að vera með menn yfir sumarið á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum, eins og við Seljalandsfoss, Skógafoss og svo framvegis. Ég hef kannski ekki lausnina en það er alveg kominn tími til að skoða það af mikilli alvöru að við fáum eitthvað til þess að geta við- haldið þessum stöðum,“ segir Ísólf- ur. Hann segir að starfsmenn sveitar- félagsins hafi nú síðast í morgun far- ið að Seljalandsfossi til að vinna þar við lagfæringar á göngustígum og fleiru enda mikil ferðamannaumferð nú að sögn Ísólfs. Einkaaðilar reki þjónustuna „Við höfum verið að fá örlítið úr framkvæmdasjóði ferðamála, en þeir peningar duga mjög skammt í þessum efnum. Við fengum 3 millj- ónir núna til að deiliskipuleggja við Seljalandsfoss. Deiliskipulag á þess- um svæðum er forsenda þess að hægt sé að byggja upp þjónustu og á margan hátt er miklu eðlilegra að einstaklingar reki þá þjónustu held- ur en sveitarfélög,“ segir Ísólfur. Hann segir hugmyndir um að sveitarfélögin sjálf standi í gjald- heimtu á vinsælum ferðamannastöð- um flóknar í framkvæmd og ítrekar að hann hafi enn ekki séð lausn sem henti í þessum málum. Það sé í raun stórmál að fara að manna þessa staði til að innheimta þessi gjöld. Telur ástæðu til gjaldtöku á ferðamannastöðum  Sveitarstjóri segir brýnt að finna lausn á viðhaldskostnaði Morgunblaðið/RAX Ferðamenn Rangárþing eystra rekur salerni fyrir ferðamenn við Seljalandsfoss og er rekstrarkostnaðurinn á ári um 2 milljónir kr. en engar tekjur koma á móti. Ísólfur Gylfi Pálmason Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi óskar eftir upplýsingum um ferðamann sem fannst látinn í Dritvík á Snæfellsnesi þann 28. mars. Talið er að hinn látni sé franskur og hafi dvalið á landinu í u.þ.b. mánuð. Meðfylgjandi er ljós- mynd af honum. Þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar sem hjálpa til við að bera kennsl á manninn eru beðnir um að hafa samband við lög- regluna á Akranesi í síma 4440111. Óska eftir upplýsingum Ferðamaðurinn er talinn franskur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.