Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
T
ækninni fleygir fram og
blessuð börnin virðast
sum kunna betur á
spjaldtölvur og snjall-
síma en foreldrarnir.
Þetta nýta Soffía Gísladóttir og
Helga Einarsdóttir sér en þær hafa í
sameiningu hannað smáforrit fyrir
börn á aldrinum 1-5 ára þar sem þau
læra stafina, orð, tölustafi, liti og
fleira.
Skrautlegir stafir og tölur
Soffía segir þægilegt fyrir yngri
börn að læra myndrænt og hægt sé
að nýta forritin til að krakkar á leik-
skólaaldri læri stafrófið fyrr.
Stafirnir og tölurnar eru
skreyttar með augum og munnum en
hverjum staf fylgir teikning af ein-
hverju sem byrjar á sama staf, t.a.m.
kemur G upp á skjáinn og síðan Gír-
affi. En hvort tveggja er lesið upp
þannig að barnið geti hermt eftir.
Nálgast má stafrófs- og tölu-
stafaleikina á vefsíðunni www.soffia.
net en þar má einnig lesa sögur af
ævintýrum Soffíu. Karakters sem
þær Helga og Soffía hafa hannað og
sameinar leik og fræðslu. En leiki frá
þeim stöllum má einnig nálgast
ókeypis sem smáforrit fyrir Android
snjallsíma á Play, Google Store.
Notkun forritanna fer eftir aldri
barnsins. Smellt er á lyklaborðið fyr-
ir þau yngstu en Helga vinnur nú að
því að þróa forritin þannig að þau
yngstu geti smellt á hvaða takka sem
er á lyklaborðinu og þá komi fram
næsta mynd.
„Fyrir krakka sem eru að læra
að tala er líka sniðugt að heyra hljóð-
in. En tveggja ára og upp úr sér mað-
ur að þau geta verið sjálf í símanum
eða spjaldtölvunni,“ segir Soffía. „Já
það liggur við að þegar maður komi
inn á kaffihús sitji annað hvert barn
og noti spjaldtölvu. Þetta er ný kyn-
slóð,“ bætir Helga við.
Vantaði íslenskt efni
Hugmyndin að smáforritunum
kviknaði hjá Soffíu þegar hún sat
með dóttur sína, sem þá var tæplega
eins árs, í fanginu við tölvuna og
horfði á ýmis Youtube myndbönd
með ensku efni þar sem börnum eru
kenndir stafirnir. Dóttirin var því
byrjuð að geta sagt stafina á ensku í
þann mund sem hún fór að tala eins
árs gömul en gat ekki þulið íslensku
stafina upp á sama máta. Þannig sá
Soffía að vöntun væri á slíku efni á
íslensku og ákvað því að hefjast
handa við að búa til aðgengi-
legt forrit fyrir börn. Soffía
byrjaði á að teikna upp staf-
rófið og teikna svo einfalda
grafík í kring. En þær Helga
eru sammála um að hafa
efnið einfalt og ekki yfir-
fullt af áreiti líkt og fyrir-
finnst í mörgu sem börnin
leika sér í.
„Við lítum á forritin
þannig að sniðugt sé að
geta gripið í þau í
og með eiginlegu
námsefni. Þetta er
ekki beint heimalær-
dómur eða eitthvað sem
börnin þurfa að gera heldur
frekar tilbreyting og eitthvað
skemmtilegt. Þannig tengjum
við saman leik og skemmt-
un,“ segir Helga.
Líkt og áður sagði hafa þær nú
þegar búið til sögupersónuna Soffíu
og stefna á að búa til fleiri persónur
og skapa þannig stærri söguheim í
kringum fræðsluna þegar fram líða
stundir. En leikirnir eru nú til bæði
á íslensku og ensku.
Fyrsti fundur í Krónunni
Þær Soffía og Helga stunduðu
báðar nám við Margmiðlunarskól-
ann á hvor á sínum tíma og eru nú
heimavinnandi með lítil börn.
En Soffía stundaði einnig
nám í myndlist við Mynd-
listarskóla Reykjavíkur.
Leiðir þeirra lágu sam-
an í gegnum sameigin-
legan vin á Face-
book en Soffía
auglýsti þar eft-
ir samstarfs-
félaga sem væri einnig í fæð-
ingarorlofi.
Þær segja það
skemmtilega tilviljun að
sama dag og Helga sendi
Soffíu skilaboð á Facebook
hittust þær af tilviljun í Krón-
unni.
„Ég þekkti hana af
myndum á Facebook og vatt
Börnin læra stafi og
tölur á spjaldtölvu
Yngsta kynslóðin er jafnvel færari en hinir fullorðnu í nútímatækni enda eru börn
oftast fljót að tileinka sér nýja hluti. Þær Soffía Gísladóttir og Helga Einarsdóttir
hafa búið til smáforrit fyrir börn á aldrinum 1-5 ára þar sem þau læra stafina,
orð, tölustafi, liti og fleira. Hugmyndin er að fræðslan sé skemmtileg og á einföldu
formi en með forritunum geta börnin lært bæði enska og íslenska stafrófið.
Ef þig vantar alfræðiorðabók um
poppstjörnu landans, Pál Óskar, er til-
valið að skoða nýju síðuna hans, pall-
oskar.is. Aðdáendur verða þó að gæta
þess að geta gefið sér tíma í verkið
því það er auðvelt að gleyma sér yfir
gömlum hljóð- og myndbands-
upptökum. Einn skemmtilegasti link-
urinn á síðunni er tímalínan en þar má
fylgja poppgoðinu eftir frá fæðingar-
árinu til dagsins í dag. Þar eru myndir
og myndbandsupptökur í réttri tíma-
röð og ef músarbendillinn er dreginn
yfir þá birtist viðeigandi skýringar-
texti með. „Snillingarnir hjá WEDO
hönnuðu heimasíðuna fyrir mig. Ég er
samt bara rétt að byrja en ætla að
verða eins og Baggalútsmenn og upp-
færa síðuna mjög reglulega. Ég á svo
mikið af efni og núna eru aðeins um
5% komin inn sem þýðir að ég verð
örugglega í 2-3 ára að dæla inn öllu
sem ég á,“ segir glamúrprinsinn sígl-
aði, Páll Óskar, sem hefur augljóslega
verið „fabjúlöss“ frá fæðingu.
Vefsíðan www.palloskar.is
Lína fyrirmynd Þegar Páll Óskar var 4 ára neitaði hann að láta klippa á sér
hárið svo hann gæti safnað í fléttur eins og Lína Langsokkur var með.
„Fabjúlöss“ frá fæðingu
Stjarna Páll Óskar Hjálmtýsson
Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungmenna,
verður haldinn á morgun, laugardag
klukkan 10, í þriðja sinn. Þrjú leikverk
voru frumsamin fyrir verkefnið, Hlín
Agnarsdóttir skrifaði verkið Perfect,
Hallgrímur Helgason samdi leikritið
Tjaldið og Salka Guðmundsdóttir er
höfundur leikverksins Manstu. Á há-
tíðinni sýna sex hópar austfirskra
ungmenna uppfærslur sínar á verk-
unum en alls taka um 130 manns
þátt í hátíðinni í ár.
Skrúðganga leggur af stað frá Eg-
ilsstaðaskóla klukkan 10, niður að
menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu
þar sem sýningarnar fara fram.
Hátíðinni lýkur síðan um kvöldið
með kvöldvöku í bragganum við Slát-
urhúsið.
Þjóðleikur er samstarfsverkefni
Þjóðleikhússins og ýmissa menning-
armiðstöðva, skóla og leikfélaga á
Austurlandi og var áður haldinn árin
2009 og 2011. Í vor verða einnig
haldnar Þjóðleikshátíðir á Norður-
landi og Suðurlandi.
Endilega…
…skelltu þér á
Þjóðleik
Morgunblaðið/Sverrir
Höfundur Verk Sölku Guðmunds-
dóttur, Manstu, verður sýnt á morgun.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti m
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Sími 511 8090 • www.yndisauki.is
Ævintýri fuglanna
er ný sýning í
Safnahúsi Borgar-
fjarðar í Borgar-
nesi sem opnuð
verður í dag. Um
er að ræða
óvenjulega upp-
stillingu þar sem
fuglar úr náttúru
Íslands eru sýndir
í mögnuðu um-
hverfi. Þemað er farflugið, hin miklu
og óskiljanlegu afrek fuglanna sem
hafa heiminn undir í ferðum sínum en
rata þó alltaf til baka. Í sýningunni er
unnið með merkan safnkost Náttúru-
gripasafns Borgarfjarðar og þar má
sjá ýmsa sjaldgæfa gripi eins og
snæuglu og albínóa, auk algengra
fugla og sjaldséðra flækinga. Sýning-
in er helguð minningu Sigfúsar Sum-
arliðasonar (1932-2001) fyrrverandi
sparisjóðsstjóra í Borgarnesi.
Ævintýri fuglanna
Fuglar í fögru
umhverfi