Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 11
Morgunblaðið/Golli
Samstarfskonur Helga Einarsdóttir, og Soffía Gísladóttir með son sinn, Fróða Haraldsson, níu mánaða.
mér því upp að henni og spurði hvort
hún héti nokkuð Helga?“ segir Soffía
og þær gantast með að Helga hafi
svolitla stund verið að velta fyrir sér
hvaðan hún ætti nú að kannast við
þessa konu. Saman hafa þær nú
myndað fyrirtækið Lean Laundry í
kringum forritin og er karakterinn
Soffía þeirra fyrsta samstarfsverk-
efni.
Loks má geta þess að í Google
búðinni geta notendur sett inn
ábendingar um forritin og hvetja þær
Helga og Soffía notendur til að nýta
sér þetta þannig að þær viti hvað sé
gott og hvað mætti betur fara.
Stafirnir og
tölurnar eru
skreytt með
eyrum og
munnum en
hverjum staf
fylgir teikn-
ing af ein-
hverju sem
byrjar á sama
staf.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
lofar góðu fyrir karlmenn 50 ára og eldri
Pro•StaminuS
„Pro•Staminus er nýtt og gríðar-
lega spennandi náttúrulegt efni fyrir
karlmenn semhafa einkenni góðkynja
stækkunar á blöðruhálskirtli“ segir
Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari og
sölu- ogmarkaðsfulltrúi Gengur vel
ehf . „Margir karlmenn gefa þessu ekki
gaum strax en þrengingin og þrýsting-
urinn sem verður á þvagrás af völdum
stækkunar kirtilsins geturm.a. leitt til
kraftminni þvagbunu, tíðra þvagláta,
erfiðleika við að tæmaþvagblöðru og
fleira“ segir Gígja.
Efnið prófað á 20 íslenskum
karlmönnum
Gengur vel auglýsti eftir þátttakendum
í prufuhóp í útvarpsþættinumHeilsan
heim á útvarpi Sögu 22.. janúar s.l. og
fengugóðar undirtektir ogfjölmargar
fyrirspurnir. Í heildina prófuðu 20karlar
á aldrinum43 -80 áraPro•Staminus
og er skemmst frá því að segja að
u.þ.b. 70% fundu jákvæðar breytingar.
Sumir fundumjögmiklar breytingar og
aðrirminni en aðallega voru
breytingarnar fólgnar í færri klósett-
ferðumánæturna, sterkari þvagbunu
ogbetri tæminguþvagblöðrunnar.
Einn þátt-
takendanna
fækkaði
næturferðum á
klósettið úr sex
í eina og
nokkrir töluðu
umað fá ekki
eins oft ofur-
sterka þvag-
látstilfinningu.
„Það var frábært að kynnast þessum
heiðursmönnumog þeir voru opnir
og einlægir í sínum svörumgagnvart
málefnum semáður fyrr varminna rætt
um.Mér finnst eins og karlmenn séu
opnari að tjásigumheilsunaogvera
meiravakandi yfireiginvelferð og leita
leiða til að látasér líðabeturogþaðer
frábært“ segirGígjaog tekur fram að
það hafi komið henni þægilega á óvart
hversumargir þátttakendanna höfðu
leitað til læknis vegna þeirra kvilla
semþeir hefðu verið að upplifa.
Tíðar klósettferðir trufla
nætursvefn
Ekkert jafnast á við góðan nætur-
svefn og gefur þetta nýja efni karl-
mönnumgóða von umbættan svefn
og ekki síðurmökumþeirra sem
eiga við þetta algenga vandamál að
stríða. „Það er þreytandi til lengdar
fyrir báða aðila þegar verið er að
brölta fram úr rúminu jafnvel mörgum
sinnum á nóttu til að pissa því rof á
svefni hefur mikil áhrif á hvernig við
hvílumst og orka og einbeiting yfir
daginn minnkar. Það er því til mikils
að vinna að fækka nætur
ferðum á klósettið“ segir Gígja og
tekur fram að það séumargir þæt-
tir sem karlmenn þurfi að huga að
áður en farið er að sofa eins og t.d.
að drekka ekki mikið fyrir svefn og
varast sérstaklega koffeindrykki
og áfengi en slíkt getur aukið þvag-
framleiðslu.
Einfalt – 2 töflur á dag
Inntaka á Pro•Staminus ermjög
einföld en það þarf
einungis 2 töflur á dag, helstmeð
kvöldmat og finna flestirmun innan
mánaðar en sumir þurfa að gefa sér
u.þ.b. 3mánuði til að sannreyna að
Pro•Staminus gagnist.
„Þetta er algjörlega þessi
virði að prófa. Einfalt í notkun,
frábær innihaldsefni og til
mikils að vinna ef svefninn
batnar, klósettferðum fækkar
og þvaglát verða skilvirkari“
segir Gígja að lokum. Nánari
upplýsingar áwww.gengurvel.is.
Pro•Staminus fæst í apótekum,
heilsuhúsum, Hagkaup og
Fjarðarkaupum Hafnarfirði.
Pro•Staminus sameinar hefðir og nýsköpun.
Blanda hörfræja, graskersfræja og granatepla ermikilvæg til
að halda góðumblöðruhálskirtli og þvaglátum útævina, en
talið er að flestir karlmenn finni fyrir einkennumgóðkynja
stækkunar blöðruhálskirtils. Algengast er að það gerist eftir
að 50 ára aldri er náð, en kemur þó fyrir hjá yngri mönnum líka.
Gígja Þórðardóttir
Er þvagbunan kraftlítil?
Þarftu að pissa oft á nóttunni?
AU
GLÝ
SIN
G
Þar sem ég ligg á gólfinu með
teppi yfir mér og tvo púða undir
mér finn ég að það slaknar svei
mér þá á öllum líkamanum. Gott
ef að þessi jógatími er ekki bara
sannarlega að virka. Já, það kom
að því að ég dreif mig. Eftir að
hafa íhugað (já vandlega úthugs-
aður orðaleikur) það í nokkurn
tíma að fara í jóga kom að því að
ég gerði alvöru úr hugsunum mín-
um. Sá ég auglýst fyrir skömmu
sérstakt vöðvabólgujóga þar sem
einblínt væri á háls, bak og axlir.
Þarna voru skilaboðin komin
svart á hvítu. Þú skalt í jóga með
þína aumu vöðva kona og það
strax! Svo ég skráði mig og mætti
í fyrsta hádegistímann með opn-
um huga og eins mikla slökun og
ég gat í huga og hjarta. Ég á
nefnilega mjög erfitt með að slaka
á því að blessaður hugurinn held-
ur sífellt áfram að velta fyrir sér
og hugsa um hitt og þetta. Við
þetta spennist líkaminn allur upp
og heldur að hann eigi að taka
þátt í einhverju mikilvægu. Þegar
hann á í raun bara að vera að
hvíla sig. Í tímunum er lögð
áhersla á að lagfæra hið ytra með
því sem innra er. Tel ég að slík
færni eigi eftir að koma sér mjög
vel fyrir ofhugsuð eins og mig.
Kennarinn lætur okkur gera ein-
faldar teygjur og æfingar (enn
sem komið er þarf ég ekki að
reyna að teygja fótinn yfir höf-
uðið) og á meðan talar hún við
okkur í róandi og ljúfum tón.
Þetta er ótrúlega orkugefandi í
amstri hversdagsins og á eftir
líð ég út og áfram út í daginn.
Því fylgir mikil æfing að læra
að anda rétt (með maganum
eins og smábörnin jafnvel þó
hann fari út í loftið) og geta
sleppt takinu af stressi og
áhyggjum. Æfingin er þó sann-
arlega á sig leggjandi því ég
held að uppskeran verði nokk-
uð góð. Með afslöppun í hönd-
um og huga óska ég ykkur
góðrar helgar og megið þið
vera sem mest í núinu. Því ein-
mitt þar er best að vera og í
raun getum við ekki verið
neins staðar annars staðar.
Magann bara út
Jóga Slakandi og teygjandi fyrir
líkama og sál.
Því fylgir mikil æfing
að læra að anda rétt
ofan í maga.
Mæja
masar
maria@mbl.is