Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 inum í sumar eru við vestanverðan Dettifoss í Eldgjá og í Drekagili við Öskju. Mest stendur til við Dettifoss en Þórður segir að þar sé áríðandi að hefjast handa sem fyrst, bæði til að koma í veg fyrir átroðning og ekki síður til að tryggja öryggi ferðamanna. Klakabrynja að vetri Áður komu flestir ferðamenn austan að fossinum en með nýjum heilsársvegi vestan við hann er lík- legt að flestir muni koma vestan megin að fossinum. Búið er að leggja veginn frá hringvegi niður að Dettifossi og árið 2015 á að ljúka við kaflann frá fossinum og niður í Kelduhverfi. Við aðkomuna vestan- megin þarf að hefja uppbyggingu nánast frá grunni, að sögn Þórðar. Brýnast er að koma fyrir salernum því Þórður bendir á, í léttum dúr, að þegar ferðamenn komi að stöðum sem þessum sé alltaf fyrst spurt hvar snyrtingin sé. Þá þarf að leggja göngustíga og byggja útsýnispalla. Þetta er krefjandi verkefni því um leið og heilsársvegurinn er tilbúinn má gera ráð fyrir að Dettifoss verði afar vinsæll viðkomustaður að vetri til og við vetraraðstæður getur verið stórvarasamt að fara að fossinum. Þórður bendir á að úðinn frá foss- inum myndi gríðarlega klakabrynju umhverfis fossinn og aðkomuna og aðstöðuna verði að skipuleggja með tilliti til þess. Þegar snyrtingar, stíg- ar og pallar verða komnir á sinn stað má gera ráð fyrir enn frekari uppbyggingu á svæðinu. Samtals muni þessar framkvæmdir kosta nokkur hundruð milljónir. Þórður telur að heilsárvegurinn muni marka þáttaskil. „Að mínu mati á þetta eftir að gjörbreyta ferða- mannastraumnum um þetta svæði,“ segir hann. Vetrarferðamennska mun aukast og nýr vegur þarna bjóði upp á ýmsa möguleika á hring- ferðum, t.d. um Dettifoss, Ásbyrgi og Mývatn, bæði að sumri og að vetri. Mun gjörbreyta straumnum  Getur verið varasamt að heimsækja Dettifoss að vetri  Framkvæmt fyrir 200 milljónir í Vatnajökulsþjóðgarði Morgunblaðið/RAX Myndrænn Gert er ráð fyrir að vel á annað hundrað þúsund manns muni koma að Dettifossi árlega þegar lokið verður við nýja veginn. Vinsæll þjóðgarður » Talið er að í fyrra hafi 235.000 manns komið í Skaftafell og að alls hafi um 350.000 manns heimsótt Vatnajökulsþjóðgarð. » Í Eldgjá á að byggja útsýnis- palla og bæta salernisaðstöðu og í Drekagili við Öskju er áætlað að byggja hús fyrir landverði. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Við teljum okkur hafa haldið í við fjölgunina en við verðum að hafa ermarnar uppbrettar til að vera á undan með uppbyggingu á innvið- unum,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmda- stjóri Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Hann fagnar þriggja ára átaki til framkvæmda á ferðamannastöð- um, 2013-2015, en segir að miðað við fjölgun ferða- manna veiti ekki af því að láta átakið standa a.m.k. í tvö ár til við- bótar. Mikið er nú rætt um hættu á að átroðningur ferðamanna leiði til þess að ferðamannastaðir spillist. Þórður segir að í þjóðgarðinum hafi tekist að byggja upp aðstöðu í ágæt- um takti við fjölgunina og þannig koma í veg fyrir skemmdir. Það þurfi samt sem áður að spýta í lóf- ana. Umfangsmestu framkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru í þjóðgarð- Þórður H. Ólafsson Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Formaður Félags leiðsögumanna segir að álag á helstu ferðamanna- staði sé merkjanlegt. Því minna sem svæði séu búin undir þann fjölda sem þangað kemur því verra sé ástandið. „Margir af þessum stöðum líða kannski helst fyrir það að enginn eftrlitsaðili er á staðnum. Maður sér ferðamenn við náttúruperlur vaða yfir girðingar og það er enginn til að stoppa þá ef leiðsögumaður er ekki með í för,“ segir Örvar Már Krist- insson, formaður Félags leiðsögu- manna. Örvar segir að leiðsögumenn sem hafi farið í gegnum menntun í faginu ítreki áður en farið er út úr rútum að virðing sé borin fyrir slóðum, stígum og merkingum, sérstaklega við hættuleg svæði eins og hveri og fossa. Örvar nefnir að svæðið í kringum Barnafossa sé gott dæmi, þar hafi allt verið að traðkast niður vegna ágangs, engir stígar eða pallar hafi verið þar. „Þar voru byggðir upp góðir stígar og góðir pallar og í kjöl- farið er gróður tekinn að ná sér aft- ur,“ tekur Örvar fram. Sumir á eigin vegum Spurður um vopn í baráttunni fyr- ir verndun ferðamannastaða gegn skemmdum vegna ágangs og átroðn- ings nefnir Örvar betra eftirlit. Eft- irlit verði að vera öflugra því ekki séu allir ferðamenn í fylgd með leið- sögumönnum, margir ferðist á eigin vegum um landið. „Það þarf einhver að vera á staðnum og sjá til þess t.d. að ekki sé gengið utan stíga og merkingar séu virtar. Stígar þurfa líka að vera miklu greinilegri.“ Morgunblaðið/ÞÖK Hver Geysissvæðið er gríðarlega vinsælt meðal erlendra ferðamanna. Segir eftirlit skorta við náttúruperlur  Dæmi um að ferðamenn virði ekki girðingar Þær framkvæmdir sem standa til í Vatnajökulsþjóðgarði í ár eru þær mestu hingað til en alls er áætlað að þær muni kosta rúmlega 200 milljónir króna. Meðal framkvæmda eru fyrsti áfangi salernisaðstöðu við Dettifoss að vestan, opnuð verður ný fræðslusýning í Gömlu- búð á Höfn í Hornafirði. Unnið verður að lagfæringum á ferðamannaaðstöðu við Lakagíga, salerni komið fyrir í Morsár- dal, skálar lagfærðir og haldið áfram að undirbúa nýja gestastofu á Kirkjubæjar- klaustri. Þórður H. Ólafsson, framkvæmda- stjóri þjóðgarðsins, segir að undirbún- ingur að framkvæmdum sem þessum taki oft drjúgan tíma og megi ekki van- meta. Nú sé t.d. verið að undirbúa fram- kvæmdir sem byrjað verður á eftir tvö til þrjú ár. Mestu framkvæmdirnar hingað til MIKIÐ STENDUR TIL Í VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐI Í SUMAR Formfegurð Lakagígar. VORHREINSUN avegur 40, 101 Reykjavík olcano@volcanodesign.is www.volcanodesign.is S: 5880100 Laug v40%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.