Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Endurskoðunarstofan KPMG ehf.
og Bréfdúfnafélag Íslands (BFÍ)
hafa undirritað styrktarsamning
sem felur í sér að KPMG styrkir Ís-
landsmót í bréfdúfnakappflugi í
sumar. Keppnistímabilið í bréf-
dúfnakappflugi hefst 18. maí og
verður keppt um hverja helgi til 7.
september. Fyrirkomulag bréf-
dúfnakappflugs er með þeim hætti
að fuglarnir eru keyrðir á keppn-
isstað/sleppistað, svo fljúga fugl-
arnir til síns heima. Áður en keppni
hefst er vegalengd til hvers kepp-
anda mæld. Því næst er hver fugl
skráður til keppni með því að sér-
stakur keppnishringur með inn-
byggðri segulrönd er settur á fót
hvers fugls og hann svo skráður í
keppnisklukku hvers eiganda
ásamt vegalengd. Fuglarnir safna
stigum og í lok sumars er reiknað
út hver hefur safnað þeim flestum
og telst vera besti fugl landsins.
Leitin að besta fugl-
inum hefst í maí
Vilhelm R. Sigurjónsson f.h. Bréfdúfna-
félags Íslands og Jóhanna Kristín Guð-
mundsdóttir markaðsstjóri KPMG.
Opin málstofa um beitarmál og
landnýtingu verður haldin í ráð-
stefnusalnum Heklu, Hótel Sögu,
föstudaginn 5. apríl kl. 14.30.
Erindi flytja: Anna Guðrún Þór-
hallsdóttir, prófessor við Land-
búnaðarháskólann, Gústav Ás-
björnsson, héraðsfulltrúi hjá
Landgræðslunni, og Sigríður Júlía
Brynleifsdóttir, héraðsfulltrúi hjá
Landgræðslunni.
Málstofan er haldin í tengslum
við aðalfund Landssamtaka sauð-
fjárbænda sama dag og er hún öll-
um opin.
Rætt um beitarmál
Siðfræðistofnun og læknadeild Há-
skóla Íslands efna til hádegismál-
stofu um tilraunalækningar og kukl
í stofu 101 í Lögbergi í dag, 5. apríl
kl. 12.00-13.30.
Í kynningu segir að talsvert sé
um að sjúklingar leiti til útlanda í
dýrar læknismeðferðir sem seldar
eru undir yfirskini tilrauna-
meðferða. Á málstofunni verður
rætt um hvernig megi greina á milli
slíkra meðferða, og reynt verður að
varpa ljósi á ábyrgð heilbrigðis-
starfsmanna og fjölmiðla.
Erindi flytja Magnús Karl Magn-
ússon, prófessor í lyfja- og eitur-
efnafræði við læknadeild HÍ, Helgi
Sigurðsson og Róbert Haraldsson,
prófessor við heimspekideild HÍ.
Fundurinn er öllum opinn.
Málstofa um kukl og
tilraunalækningar
STUTT
VIÐTAL
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Hinn 23. mars síðastliðinn lögðu fjór-
ir Íslendingar og Norðmaður í sjö
daga ferð yfir Vatnajökul. Það voru
Ármann Guðjónsson, hópstjóri hjá
Nýherja, og André Spica, framhalds-
skólakennari og ævintýramaður,
sem áttu frumkvæðið að ferðinni, en
á undirbúningstímanum bættust þrír
í hópinn, hver úr sinni áttinni. Allir,
utan André, höfðu starfað innan
hjálparsveita og því vanir útivist og
fjallgöngum en hugmyndin var að
reyna á líkama, þol og andlegan
styrk, í glímu við jökulinn á erfiðum
árstíma.
„Maður er búinn að lesa um svo
marga leiðangra sem hafa farið yfir
Vatnajökul, sem ýmist hafa heppnast
eða misheppnast, þannig að þetta er
nokkuð sem mann hefur langað að
gera. Ég hef farið upp á Hvannadals-
hnjúk, og við allir nema Norðmað-
urinn, þannig að við höfðum fengið
nasaþefinn af jöklinum og einhvern
veginn kallar hann alltaf á mann aft-
ur,“ segir Kjartan Long, verkefna-
stjóri hjá Byko og einn leiðangurs-
manna.
Hann segir hópinn hafa verið vel
undirbúinn en hver og einn var útbú-
inn gönguskíðum og skíðastöfum,
bar dagbakpoka með hlífðarfatnaði
og nesti á bakinu og dró á eftir sér
sleða sem var um 30 kg að þyngd.
Stöðufærslur á Facebook
„Við undirbjuggum okkur mjög
vel og fengum veðurspá á hverjum
degi. Annar maður, sem ætlaði með
okkur í ferðina en komst svo ekki út
af veikindum, var nokkurs konar
„camp-manager“, sendi okkur veður-
spána og uppfærði facebooksíður
Komu í betra
formi niður af
jöklinum
Fóru á gönguskíðum yfir Vatnajökul
Fundu tófuspor „Bara þögnin“
Ljósmyndari/Kjartan Long
Nestistími F.v.: Dagur Óskarsson, Ármann, André og Arnar Páll Gíslason.
Yfir jökulinn
á 7 dögum
Dagur 1
Jökulheimar-Túngnaárjökull
Dagur 2
Túngnaárjökull
Dagur 3
Túngnaárjökull-Grímsfjall
Dagur 4
Grímsfjall-Vatnajökull
Dagur 5
Vatnajökull-Hermannaskarð
Dagur 6
Hermannaskarð-Hvannadalshnjúkur
Dagur 7
Hvannadalshnjúkur-Hnappavellir
Hygea
Smáralind
20% afsláttur
af möskurum frá Helena Rubinstein
Fyrsti maskarinn okkar sem þornar ekki upp
Hrífandi augnhár frá fyrsta til síðasta notkunardags
Dag eftir dag:
Þykkir mikið
Grafísk lengd
Mikilfengleg sveigja
Draumur að nota