Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 21

Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 okkar allra; hver staðan væri. Við vorum með gervihnattatæki sem staðsetti okkur á hverjum náttstað og það svona friðaði ættingjana. Þeir voru ánægðir með það,“ segir Kjart- an en símasamband á jöklinum er af- ar stopult. Hópurinn var heppinn með veður og gekk í tvo daga undir heiðskírum himni allt að Grímsvötnum að sögn Kjartans en á þriðja og fjórða degi sáu þeir vart handa sinna skil. Það var þó umbun fyrir erfiðið þegar birti inn á milli. „Jökullinn átti það til að hreinsa sig alveg og þá sástu allt í kannski korter og svo varð allt aftur hvítt. Þú gekkst kannski í sex til átta tíma án þess að sjá neitt en það skipti engu máli, því þá opnaðist þessi gluggi og við sáum niður á öræfi og alla þessa tinda sem eru þarna uppi,“ segir Kjartan. Líf í víðáttunni Það kom Kjartani og samferða- mönnum hans mikið á óvart, að í eitt skiptið þegar létti, svo sást langar leiðir, komu þeir auga á tófuspor í drifhvítum snjónum. „Þetta var stórmerkilegt, þarna á miðjum jökli,“ segir Kjartan. „Ég tók nokkrar myndir til að færa sönnur á mál okkar. Við sáum að refurinn kom úr norðri og labbaði í suðurátt, þann- ig að hann er að ferðast þarna á milli. Ég hef aldrei heyrt um þetta áður, á miðjum jökli og um miðjan vetur.“ Það var kærkomið að sjá ummerki um aðra skepnu á jöklinum, segir Kjartan. „Þarna er ekkert líf; þú hvorki sérð né heyrir til fugla. Það er bara þögnin.“ Krosssprunginn Áður en lagt var í hann segist Kjartan hafa verið mest uggandi um veðrið en það voru sprungurnar í jöklinum sem reyndust leiðangrinum erfiðastar viðureignar. „Jökullinn er ekkert sprunginn fyrr en maður kemur í Hermanna- skarð, sem er bara rétt áður en mað- ur kemur að Öræfajökli. Og það kom okkur svolítið á óvart því við unnum leiðangurinn upp úr sprungukortum frá Safetravel, sem Landsbjörg vinn- ur með, og það var búið að segja við okkur að við myndum örugglega ekki sjá mikið af sprungum af því þær væru allar fullar af snjó á þessum tíma.“ Inni á Öræfajökli var hins vegar krosssprungið, segir Kjartan, og það seinkaði förinni niður. Þá lenti Norð- maðurinn Spica með annað skíðið of- an í einni sprungunni og annar leið- angursmanna fór úr axlarlið, en úr því var leyst á staðnum. Allir komu hæstánægðir niður af jöklinum. „Þetta er hörkuvinna en ég er bú- inn að tala við alla strákana í dag og við erum allir á því að við komum nið- ur í miklu betra formi, bæði andlega og líkamlega. Maður finnur það þeg- ar maður sest aftur við skrifborðið; ég er orðinn kvefaður og einn sem er að teikna er aftur kominn með vöðva- bólgu sem var horfin,“ segir Kjartan. Sjálfur hafi hann átt við bakmeiðsl að stríða en líði aldrei betur en þegar hann hreyfir sig og fer á fjöll. Ljósmyndari/Ármann Guðjónsson Ljósmyndari/Ármann Guðjónsson Næturstaður Fyrstu dagana tvo var sungið og gaman en þegar gerði skaf- renning fóru menn inn í sig og einblíndu á verkefnið sem var fyrir höndum. Gönguskíðaferð yfir Vatnajökul Jökulheimar (upphaf ferðar) Grímsfjallaskáli Hvannadalshnjúkur (tjaldað) Niður af jökli Tjaldað Tjaldað TjaldaðSpor eftir ref VATNAJÖKULL Breiðabunga Esjufjöll Bárðarbunga Síðuj. Skeiðarárj. Skaftafell Höfn Hálslón Grunnkort/Loftmyndir ehf. Tjaldað Við Grímsvötn Hópurinn fór á fætur kl. 6 á morgn- ana og gekk þar til kl. 18 á kvöldin en þá var tjaldað, skjólveggir búnir til og vatn brætt til drykkjar. Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Núna er rétti tíminn fyrir trjáklippingar og grisjun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.