Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 22

Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var snemma í gærmorgun tilkynnt um mann að stela kjöti í vestur- borginni og flytja það í bifreið. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn hafði stolið 60 kg af kjöti sem var á lítilli vörutrillu og átti að fara í mötuneyti. Hann hafði dregið vöru- trilluna að bifreið sem hann átti ekki og var inni í henni að leita að verðmætum þegar lögregla kom að honum. Maðurinn var undir mikl- um áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglu- stöð. Þar var hann vistaður þangað til hægt var að taka af honum skýrslu. Undir áhrifum og stal 60 kg af kjöti Morgunblaðið/Styrmir Kári Harður þriggja bíla árekstur varð í austur- borg Reykjavík- ur á níunda tím- anum í gær- morgun. Ökumaðurinn sem var valdur að árekstrinum reyndist vera talsvert ölvaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem tekið var blóðsýni úr honum. Að því loknu var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt var að taka af honum skýrslu. Ölvaður olli þriggja bíla árekstri Guillaume Xavier-Bender flytur erindi föstudaginn 5. apríl kl. 12-13 í fundarsal Norræna hússins. Erindi hans nefnist: Verndar- stefna eða frjálshyggja? Evrópski markaðurinn og staða Evrópusam- bandsins í alþjóðastjórnmálum. Í erindinu fjallar hann m.a. um lík- legusta leið Evrópusambandsins til þess að hafa áhrif í utanríkis- málum. Guillaume Xavier-Bender starfar hjá German Marshall Fund í Bruss- el og sér um viðskipti, þróunarsam- vinnu og efnahagsmál. Hann starf- aði áður á skrifstofu forsætis- ráðherra Frakklands í París. Ræðir stöðu ESB í alþjóðastjórnmálum Á sýningunni HönnunarHlemmi, sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stóð fyrir á Hlemmi í tengslum við Hönnunar- mars, var meðal annars hægt að taka þátt í samráði um framtíð Hlemms. Miðstöð Strætó flyst á næstu ár- um frá Hlemmi yfir á umferðar- miðstöðina við Hringbraut (BSÍ) og því var spurningin um framtíð Hlemms borin upp. Gestir gátu skrifað á hugmyndavegg og einnig merkt við þá starfsemi sem þeir vildu sjá í framtíðinni á Hlemmi. Þar sýndi sig mikill áhugi fyrir því að Hlemmur yrði kaffihús, torg eða markaður. „Það er spurning hvort hægt verði að slá þeim möguleikum saman í skemmtilegan Hlemm í framtíðinni,“ segir Hildur Gunn- laugsdóttir, arkitekt og einn skipu- leggjanda HönnunarHlemms, í til- kynningu frá borginni. „Ýmsar aðrar skemmtilegar hugmyndir litu einnig dagsins ljós en þær voru meðal annars að setja fiskabúr í glerrými við innganga, halda hjóla- skautadiskó á Hlemmi auk þess sem bent var á skort á klósettum.“ Alls komu 126 hugmyndir frá gestum á vegginn. „Við tökum þetta samráðsferli alvarlega og vilj- um vinna áfram með þessar hug- myndir,“ segir Valný Aðalsteins- dóttir verkefnisstjóri og verða tillögur lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar. Hlemmur Hugmyndasamkeppni á Hönnunarmars leiddi af sér fjölda hug- mynda um hvernig breyta mætti og bæta Hlemm og svæðið í kring. Samkeppni um framtíð Hlemms  126 hugmyndir á Hönnunarmars Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Erla Bolladóttir, einn af sakborning- unum í Guðmundar- og Geirfinns- málinu, hefur lagt fram kæru á hendur rannsóknarlögreglumanni sem hún segir hafa nauðgað sér þeg- ar hún var í gæsluvarðhaldi í Síðu- múlafangelsi veturinn 1975-’76. „Ég lagði kæruna fram í gær hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hún verður núna send ríkissak- sóknara,“ sagði Erla í samtali við mbl.is í gær. Erla segist hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi á meðan hún var í gæsluvarðhaldi vegna málsins í Síðumúlafangelsinu 1975-’76. Um hafi verið að ræða tvo menn, annar þeirra káfaði á Erlu að næturlagi, hinn nauðgaði henni. Í samtölum við starfshópinn sem vann nýútkomna skýrslu um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið nafn- greindi hún báða mennina og hyggst nú kæra þann síðarnefnda. Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshópsins, hefur staðfest við mbl.is að um sé að ræða lögreglu- mann. Erla segir það vera samfélagslega ábyrgð sína að kæra. Meintur kyn- ferðisglæpur sé táknrænn fyrir þá meðferð sem hún og aðrir sakborn- ingar í málinu hlutu á sínum tíma. „Þessi verknaður er táknrænn fyrir eðli þessarar rannsóknar í heild sinni. Í rannsókninni vorum við neydd til þess að gera hluti sem rannsóknaraðilar vildu að við gerð- um. Það var hvergi staldrað við til þess að taka mið af mannúð, engum var umhugað um okkar velferð, hugsanlegt sakleysi eða friðhelgi í neinum skilningi. Ég treysti mér til að fullyrða og get rökstutt það að þessi rannsókn hafi verið í eðli sínu ákveðið afbrigði nauðgunar,“ sagði Erla við mbl.is fyrir nokkrum dög- um. Erla leggur fram kæru  Kærir lögreglumann fyrir nauðgun  Á að hafa gerst í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi veturinn 1975-1976 Kærir Erla Bolladóttir var í varð- haldi í Síðumúla 1975-1976. Morgunblaðið/Rósa Braga Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Úrval burðarpoka og ferðarúma ÞAR SEM BARN ER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.