Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var snemma í gærmorgun tilkynnt um mann að stela kjöti í vestur- borginni og flytja það í bifreið. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn hafði stolið 60 kg af kjöti sem var á lítilli vörutrillu og átti að fara í mötuneyti. Hann hafði dregið vöru- trilluna að bifreið sem hann átti ekki og var inni í henni að leita að verðmætum þegar lögregla kom að honum. Maðurinn var undir mikl- um áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn og færður á lögreglu- stöð. Þar var hann vistaður þangað til hægt var að taka af honum skýrslu. Undir áhrifum og stal 60 kg af kjöti Morgunblaðið/Styrmir Kári Harður þriggja bíla árekstur varð í austur- borg Reykjavík- ur á níunda tím- anum í gær- morgun. Ökumaðurinn sem var valdur að árekstrinum reyndist vera talsvert ölvaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem tekið var blóðsýni úr honum. Að því loknu var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt var að taka af honum skýrslu. Ölvaður olli þriggja bíla árekstri Guillaume Xavier-Bender flytur erindi föstudaginn 5. apríl kl. 12-13 í fundarsal Norræna hússins. Erindi hans nefnist: Verndar- stefna eða frjálshyggja? Evrópski markaðurinn og staða Evrópusam- bandsins í alþjóðastjórnmálum. Í erindinu fjallar hann m.a. um lík- legusta leið Evrópusambandsins til þess að hafa áhrif í utanríkis- málum. Guillaume Xavier-Bender starfar hjá German Marshall Fund í Bruss- el og sér um viðskipti, þróunarsam- vinnu og efnahagsmál. Hann starf- aði áður á skrifstofu forsætis- ráðherra Frakklands í París. Ræðir stöðu ESB í alþjóðastjórnmálum Á sýningunni HönnunarHlemmi, sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stóð fyrir á Hlemmi í tengslum við Hönnunar- mars, var meðal annars hægt að taka þátt í samráði um framtíð Hlemms. Miðstöð Strætó flyst á næstu ár- um frá Hlemmi yfir á umferðar- miðstöðina við Hringbraut (BSÍ) og því var spurningin um framtíð Hlemms borin upp. Gestir gátu skrifað á hugmyndavegg og einnig merkt við þá starfsemi sem þeir vildu sjá í framtíðinni á Hlemmi. Þar sýndi sig mikill áhugi fyrir því að Hlemmur yrði kaffihús, torg eða markaður. „Það er spurning hvort hægt verði að slá þeim möguleikum saman í skemmtilegan Hlemm í framtíðinni,“ segir Hildur Gunn- laugsdóttir, arkitekt og einn skipu- leggjanda HönnunarHlemms, í til- kynningu frá borginni. „Ýmsar aðrar skemmtilegar hugmyndir litu einnig dagsins ljós en þær voru meðal annars að setja fiskabúr í glerrými við innganga, halda hjóla- skautadiskó á Hlemmi auk þess sem bent var á skort á klósettum.“ Alls komu 126 hugmyndir frá gestum á vegginn. „Við tökum þetta samráðsferli alvarlega og vilj- um vinna áfram með þessar hug- myndir,“ segir Valný Aðalsteins- dóttir verkefnisstjóri og verða tillögur lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar. Hlemmur Hugmyndasamkeppni á Hönnunarmars leiddi af sér fjölda hug- mynda um hvernig breyta mætti og bæta Hlemm og svæðið í kring. Samkeppni um framtíð Hlemms  126 hugmyndir á Hönnunarmars Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Erla Bolladóttir, einn af sakborning- unum í Guðmundar- og Geirfinns- málinu, hefur lagt fram kæru á hendur rannsóknarlögreglumanni sem hún segir hafa nauðgað sér þeg- ar hún var í gæsluvarðhaldi í Síðu- múlafangelsi veturinn 1975-’76. „Ég lagði kæruna fram í gær hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hún verður núna send ríkissak- sóknara,“ sagði Erla í samtali við mbl.is í gær. Erla segist hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi á meðan hún var í gæsluvarðhaldi vegna málsins í Síðumúlafangelsinu 1975-’76. Um hafi verið að ræða tvo menn, annar þeirra káfaði á Erlu að næturlagi, hinn nauðgaði henni. Í samtölum við starfshópinn sem vann nýútkomna skýrslu um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið nafn- greindi hún báða mennina og hyggst nú kæra þann síðarnefnda. Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshópsins, hefur staðfest við mbl.is að um sé að ræða lögreglu- mann. Erla segir það vera samfélagslega ábyrgð sína að kæra. Meintur kyn- ferðisglæpur sé táknrænn fyrir þá meðferð sem hún og aðrir sakborn- ingar í málinu hlutu á sínum tíma. „Þessi verknaður er táknrænn fyrir eðli þessarar rannsóknar í heild sinni. Í rannsókninni vorum við neydd til þess að gera hluti sem rannsóknaraðilar vildu að við gerð- um. Það var hvergi staldrað við til þess að taka mið af mannúð, engum var umhugað um okkar velferð, hugsanlegt sakleysi eða friðhelgi í neinum skilningi. Ég treysti mér til að fullyrða og get rökstutt það að þessi rannsókn hafi verið í eðli sínu ákveðið afbrigði nauðgunar,“ sagði Erla við mbl.is fyrir nokkrum dög- um. Erla leggur fram kæru  Kærir lögreglumann fyrir nauðgun  Á að hafa gerst í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi veturinn 1975-1976 Kærir Erla Bolladóttir var í varð- haldi í Síðumúla 1975-1976. Morgunblaðið/Rósa Braga Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Úrval burðarpoka og ferðarúma ÞAR SEM BARN ER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.