Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Færeyski bankinn BankNordik, sem
skráður er í íslensku og dönsku kaup-
höllina, var að öllum líkindum fyrsti
erlendi fjárfestirinn eftir hrun hér á
landi þegar hann keypti 49% hlut í
Verði tryggingafélagi í nóvember
2009. Í maí 2012 var fyrirtækið keypt
að fullu, að því er Janus Petersen,
forstjóri bankans, segir.
Hagnaður Varðar hefur aukist í
513 milljónir króna árið 2012 úr 124
milljónum árið 2009. Janus leggur
áherslu á að BankNordik sé fyrst og
fremst áhættufælinn viðskiptabanki.
60% af lánum bankans eru til einstak-
linga, samkvæmt ársuppgjöri 2012.
Sterk tengsl milli landanna
Hann segir að ráðist hafi verið í
kaupin á Verði af tveimur ástæðum;
viðskiptatækifærið hafi verið gott og
að bankinn vilji eiga í viðskiptum við
nálæg lönd, og nefnir að sterk sögu-
leg tengsl séu á milli landanna.
- Þið fjárfestuð hér á landi þrátt
fyrir gjaldeyrishöft.
„Já, kaupin á Verði eru langtíma-
fjárfesting. Okkur langar til að vera
hluti af íslensku viðskiptalífi. Við telj-
um að gjaldeyrishöftin muni vera
áfram við lýði næstu ár en svo verði
losað um þau.“
- Af hverju jukuð þið við hlut ykkar
í Verði?
„Okkur líkaði vel við fyrirtækið og
reksturinn, vörumerkið var að verða
þekktara og við skildum smám sam-
an viðskiptaumhverfið á Íslandi bet-
ur. Vörður hefur vaxið frá því við
keyptum það, viðskiptavinir eru
ánægðir og það veitir risunum þrem-
ur nauðsynlega samkeppni.“
- Hvað með að opna bankaútibú á
Íslandi?
„Bankarekstur er flókinn og krefst
mikils fjármagns. Gjaldeyrishöftin
setja strik í reikninginn, þau gera það
að verkum að ef fjárfest er fyrir háar
fjárhæðir, og rekstur er síðan seldur,
er erfitt að sjá hvernig á að koma á
fjármununum aftur til síns heima.
Þess vegna ákváðum við að hefja
tryggingarekstur hér á landi, hann
kallar ekki á jafn mikla fjárbind-
ingu.“
- Af hverju hafa íslenskir fjárfestar
ekki verið áhugasamir um BankNor-
dik?
„Ég myndi ekki segja að þeir hafi
verið áhugalausir, þeir eiga 20% hlut.
Það eru einkum lífeyrissjóðir. Ís-
lenskir fjárfestar hafa stundum verið
áhugasamir um bréfin, en það er rétt,
að þeir hafa átt lítil viðskipti með
bréfin á undanförnum árum. Ég held
að þetta sé vegna þess að heilt yfir
hafa fjárfestar ekki verið ýkja áhuga-
samir um að fjárfesta í fjármálafyr-
irtækjum. Árið 2012 fóru fjárfestar
aftur að fjárfesta í bönkum, verðið
var lágt og þeir höfðu tekið mikið til í
rekstrinum. Stemningin er að breyt-
ast.“
- Af hverju ættu íslenskir fjárfest-
ar að gefa BankNordik gaum?
„Íslenskir fjárfestar ættu að íhuga
alla kosti sem gætu gefið ágæta
ávöxtun. Við stefnum á 10% arðsemi
eigin fjár fyrir skatta sem er talið
ágætt markmið til meðallangs tíma í
bankageiranum. BankNordik hefur á
undanförum þremur árum breyst frá
því að vera alfarið færeyskur banki í
að vera með rekstur í Danmörku,
Grænlandi og á Íslandi. Meira en
helmingur af starfsemi BankNordik
er utan Færeyja. Það að samþætta
reksturinn hefur kostað mikið en við
lukum samþættingunni á fyrri helm-
ingi síðasta árs og á seinni helmingi
ársins 2012 batnaði reksturinn til
muna. Fjárfestar hafa tekið eftir bata
í rekstrinum og gengi hlutabréfa
bankans hefur hækkað um meira en
50% á hálfu ári.“
Fyrsti erlendi fjár-
festirinn eftir hrun
BankNordik keypti 49% hlut í Verði árið 2009
Morgunblaðið/Rósa Braga
Áhættufælinn Janus Petersen, forstjóri BankNordik, leggur áherslu á að
bankinn sé fyrst og fremst áhættufælinn viðskiptabanki.
BankNordik
» BankNordik var skráður í ís-
lensku og dönsku kauphöllina
árið 2007.
» Hann er með rekstur í Fær-
eyjum, Danmörku, Grænlandi
og á Íslandi.
» Helmingur tekna og hagn-
aðar er frá Færeyjum.
» Gengi BankNordik hefur
hækkað um 55% á hálfu ári en
um 35% á tólf mánuðum.
Applicon, dótturfélag Nýherja, hef-
ur lokið við innleiðingu á öllum við-
skiptakerfum sænska bankans
Landshypotek. Um er að ræða afar
umfangsmikið
verkefni sem náði
til fjölda starfs-
manna Applicon í
Svíþjóð, Dan-
mörku og á Ís-
landi og stóð yfir
í eitt og hálft ár,
samkvæmt því
sem fram kemur
í fréttatilkynn-
ingu frá Nýherja.
„Bankinn, sem
hefur lagt áherslu á þjónustu við
bændur og landeigendur, rekur 19
útibú víðsvegar um Svíþjóð. Með
þessari innleiðingu hefur hann feng-
ið leyfi til almennrar bankaþjónustu
þar í landi. Landshypotek tók í
notkun útlánakerfi, innlánakerfi,
tryggingakerfi og viðskiptamanna-
kerfi frá SAP.
Þá hefur Landshypotek tekið í
notkun ýmsar sérlausnir frá Appli-
con sem hafa verið í þróun í rúm-
lega tíu ár fyrir norrænar fjármála-
stofnanir; greiðslumiðlun, tengingu
við áhættustýringu og netbanka-
lausn. Haft var samstarf við Emric,
sem sérhæfir sig í greiðslugetu og
lánaumsóknarferlum, um þróun og
uppsetningu á lánaumsóknakerfi
sem tengist SAP,“ segir orðrétt í
fréttatilkynningunni.
Nokkuð stór lánastofnun
„Síðasta hluta verkefnisins lauk
um páskana og þá var lokið við
gangsetningu allra kerfa. Lands-
hypotek er tiltölulega stór lána-
stofnun og er efnahagsreikningur
þess á stærð við efnahagsreikning
íslensks banka. Því var um afar um-
fangsmikið og vandasamt verkefni
að ræða en ljóst er að notkun á sér-
lausnum frá Applicon og áralöng
reynsla starfsmanna Applicon að
þjóna norrænum bankastofnunum
flýtti fyrir innleiðingu og fól í sér
aukið öryggi,“ er haft eftir Ingimar
G. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra
Applicon ehf. á Íslandi, í tilkynning-
unni.
Þar kemur jafnframt fram að
Applicon er norrænt ráðgjafar- og
þjónustufyrirtæki á sviði viðskipta-
hugbúnaðar. Hjá Applicon starfa
um 140 manns á Íslandi, í Dan-
mörku og Svíþjóð. Applicon er í eigu
Nýherja hf.
Applicon lýkur
innleiðingu kerfa
Verkið tók eitt og hálft ár í Svíþjóð
Applicon er í
eigu Nýherja.
Gæði • reynsla • fagmennska
facebook.com/kjotkompani
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Eigum til á lager gott úrval loftkælitækja.
Leigjum einnig tæki til lengri eða skemmri tíma.
Er heitt og þungt
loft á þínum
vinnustað eða í
tölvurýminu?
Loftkæling er þá svarið
Verð frá
kr. 179.863 m.vsk.
Ekki drepast úr hita!