Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Færeyski bankinn BankNordik, sem skráður er í íslensku og dönsku kaup- höllina, var að öllum líkindum fyrsti erlendi fjárfestirinn eftir hrun hér á landi þegar hann keypti 49% hlut í Verði tryggingafélagi í nóvember 2009. Í maí 2012 var fyrirtækið keypt að fullu, að því er Janus Petersen, forstjóri bankans, segir. Hagnaður Varðar hefur aukist í 513 milljónir króna árið 2012 úr 124 milljónum árið 2009. Janus leggur áherslu á að BankNordik sé fyrst og fremst áhættufælinn viðskiptabanki. 60% af lánum bankans eru til einstak- linga, samkvæmt ársuppgjöri 2012. Sterk tengsl milli landanna Hann segir að ráðist hafi verið í kaupin á Verði af tveimur ástæðum; viðskiptatækifærið hafi verið gott og að bankinn vilji eiga í viðskiptum við nálæg lönd, og nefnir að sterk sögu- leg tengsl séu á milli landanna. - Þið fjárfestuð hér á landi þrátt fyrir gjaldeyrishöft. „Já, kaupin á Verði eru langtíma- fjárfesting. Okkur langar til að vera hluti af íslensku viðskiptalífi. Við telj- um að gjaldeyrishöftin muni vera áfram við lýði næstu ár en svo verði losað um þau.“ - Af hverju jukuð þið við hlut ykkar í Verði? „Okkur líkaði vel við fyrirtækið og reksturinn, vörumerkið var að verða þekktara og við skildum smám sam- an viðskiptaumhverfið á Íslandi bet- ur. Vörður hefur vaxið frá því við keyptum það, viðskiptavinir eru ánægðir og það veitir risunum þrem- ur nauðsynlega samkeppni.“ - Hvað með að opna bankaútibú á Íslandi? „Bankarekstur er flókinn og krefst mikils fjármagns. Gjaldeyrishöftin setja strik í reikninginn, þau gera það að verkum að ef fjárfest er fyrir háar fjárhæðir, og rekstur er síðan seldur, er erfitt að sjá hvernig á að koma á fjármununum aftur til síns heima. Þess vegna ákváðum við að hefja tryggingarekstur hér á landi, hann kallar ekki á jafn mikla fjárbind- ingu.“ - Af hverju hafa íslenskir fjárfestar ekki verið áhugasamir um BankNor- dik? „Ég myndi ekki segja að þeir hafi verið áhugalausir, þeir eiga 20% hlut. Það eru einkum lífeyrissjóðir. Ís- lenskir fjárfestar hafa stundum verið áhugasamir um bréfin, en það er rétt, að þeir hafa átt lítil viðskipti með bréfin á undanförnum árum. Ég held að þetta sé vegna þess að heilt yfir hafa fjárfestar ekki verið ýkja áhuga- samir um að fjárfesta í fjármálafyr- irtækjum. Árið 2012 fóru fjárfestar aftur að fjárfesta í bönkum, verðið var lágt og þeir höfðu tekið mikið til í rekstrinum. Stemningin er að breyt- ast.“ - Af hverju ættu íslenskir fjárfest- ar að gefa BankNordik gaum? „Íslenskir fjárfestar ættu að íhuga alla kosti sem gætu gefið ágæta ávöxtun. Við stefnum á 10% arðsemi eigin fjár fyrir skatta sem er talið ágætt markmið til meðallangs tíma í bankageiranum. BankNordik hefur á undanförum þremur árum breyst frá því að vera alfarið færeyskur banki í að vera með rekstur í Danmörku, Grænlandi og á Íslandi. Meira en helmingur af starfsemi BankNordik er utan Færeyja. Það að samþætta reksturinn hefur kostað mikið en við lukum samþættingunni á fyrri helm- ingi síðasta árs og á seinni helmingi ársins 2012 batnaði reksturinn til muna. Fjárfestar hafa tekið eftir bata í rekstrinum og gengi hlutabréfa bankans hefur hækkað um meira en 50% á hálfu ári.“ Fyrsti erlendi fjár- festirinn eftir hrun  BankNordik keypti 49% hlut í Verði árið 2009 Morgunblaðið/Rósa Braga Áhættufælinn Janus Petersen, forstjóri BankNordik, leggur áherslu á að bankinn sé fyrst og fremst áhættufælinn viðskiptabanki. BankNordik » BankNordik var skráður í ís- lensku og dönsku kauphöllina árið 2007. » Hann er með rekstur í Fær- eyjum, Danmörku, Grænlandi og á Íslandi. » Helmingur tekna og hagn- aðar er frá Færeyjum. » Gengi BankNordik hefur hækkað um 55% á hálfu ári en um 35% á tólf mánuðum. Applicon, dótturfélag Nýherja, hef- ur lokið við innleiðingu á öllum við- skiptakerfum sænska bankans Landshypotek. Um er að ræða afar umfangsmikið verkefni sem náði til fjölda starfs- manna Applicon í Svíþjóð, Dan- mörku og á Ís- landi og stóð yfir í eitt og hálft ár, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Nýherja. „Bankinn, sem hefur lagt áherslu á þjónustu við bændur og landeigendur, rekur 19 útibú víðsvegar um Svíþjóð. Með þessari innleiðingu hefur hann feng- ið leyfi til almennrar bankaþjónustu þar í landi. Landshypotek tók í notkun útlánakerfi, innlánakerfi, tryggingakerfi og viðskiptamanna- kerfi frá SAP. Þá hefur Landshypotek tekið í notkun ýmsar sérlausnir frá Appli- con sem hafa verið í þróun í rúm- lega tíu ár fyrir norrænar fjármála- stofnanir; greiðslumiðlun, tengingu við áhættustýringu og netbanka- lausn. Haft var samstarf við Emric, sem sérhæfir sig í greiðslugetu og lánaumsóknarferlum, um þróun og uppsetningu á lánaumsóknakerfi sem tengist SAP,“ segir orðrétt í fréttatilkynningunni. Nokkuð stór lánastofnun „Síðasta hluta verkefnisins lauk um páskana og þá var lokið við gangsetningu allra kerfa. Lands- hypotek er tiltölulega stór lána- stofnun og er efnahagsreikningur þess á stærð við efnahagsreikning íslensks banka. Því var um afar um- fangsmikið og vandasamt verkefni að ræða en ljóst er að notkun á sér- lausnum frá Applicon og áralöng reynsla starfsmanna Applicon að þjóna norrænum bankastofnunum flýtti fyrir innleiðingu og fól í sér aukið öryggi,“ er haft eftir Ingimar G. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Applicon ehf. á Íslandi, í tilkynning- unni. Þar kemur jafnframt fram að Applicon er norrænt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði viðskipta- hugbúnaðar. Hjá Applicon starfa um 140 manns á Íslandi, í Dan- mörku og Svíþjóð. Applicon er í eigu Nýherja hf. Applicon lýkur innleiðingu kerfa  Verkið tók eitt og hálft ár í Svíþjóð Applicon er í eigu Nýherja. Gæði • reynsla • fagmennska facebook.com/kjotkompani Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Eigum til á lager gott úrval loftkælitækja. Leigjum einnig tæki til lengri eða skemmri tíma. Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað eða í tölvurýminu? Loftkæling er þá svarið Verð frá kr. 179.863 m.vsk. Ekki drepast úr hita!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.