Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
www.boconcept.is
X
E
IN
N
IX
13
04
00
3
Húsgögnin frá BoConcept sameina framúrskarandi
hönnun, gæði, góð verð og óteljandi möguleika.
Þú getur notað teikniforritið á www.boconcept.is
til að hanna þín eigin húsgögn – sófann, borðið,
stólana, skenkinn eða hvað sem hugurinn girnist.
Þú smellir einfaldlega á flipann
„Design in 3D Home Creator“ undir hverri mynd,
byrjar að hanna og reiknar verðið!
Skipholt 17 - 105 Reykjavík Sími 588 4699 Fax 588 4696 www.oba.is oba@oba.is
Þjónusta til
frambúðar.....
olivetti
Lita-fjölnotatækið
D-COLOR MF2604EN
Kr. 281.900
Með Olivetti d-Color
MF2604EN fjölnota-
tækinu má prenta,
ljósrita, skanna og
senda fax, allt með
sama tækinu.
Sérlega hentugt
fyrir deild innan
fyrirtækis. Hagvæmt
í rekstri
MARS
TILBOÐ
kr. 249.74
2
Breti, sem var fundinn sekur um að bera ábyrgð á dauða sex barna sinna í
eldsvoða í Derby í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Eiginkona
hans og vinur þeirra hjóna, sem einnig voru fundin sek um að bera ábyrgð
á dauða barnanna, voru dæmd í sautján ára fangelsi.
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að faðir barnanna hefði verið
höfuðpaurinn í málinu. Ætlunin hefði verið að kveikja í húsinu og bjarga
börnunum út úr eldinum til þess að auka líkurnar á því að hann fengi for-
ræðið yfir þeim, en hann hafði átt í forræðisdeilu við móður barnanna.
Þessi áform fóru út um þúfur með hörmulegum afleiðingum því ekki
tókst að bjarga börnunum út úr eldhafinu. Fimm þeirra brunnu inni og
sjötta barnið dó á sjúkrahúsi nokkru síðar.
LÍFSTÍÐARDÓMUR Í BRETLANDI
Varð börnum sínum að bana með íkveikju
Að minnsta kosti 57 biðu bana í flóðum og fárviðri sem
gekk yfir Argentínu í fyrradag, flestir þeirra í borginni
La Plata, sem er um 60 km suðaustan við Buenos Aires.
Um tuttugu til viðbótar er saknað í borginni. Hermaður
ber hér gamla konu sem var flutt úr byggingu umflot-
inni vatni í La Plata.
AFP
Mannskæð flóð í Argentínu
Nöfn þúsunda manna, sem hafa
stofnað félög í skattaskjólum, koma
fram í tveimur milljónum tölvupósta
og annarra gagna sem lekið var í
fjölmiðla, að sögn breska dagblaðs-
ins The Guardian og franska blaðs-
ins Le Monde í gær. Á meðal þeirra
er Jean-Jacques Augier, náinn vinur
forseta Frakklands, François Hol-
lande, og fyrrverandi fjármálastjóri
forsetaframboðs hans.
Í ljós kom að Augier er hluthafi í
tveimur fyrirtækjum sem eru skráð í
skattaparadísinni Cayman-eyjum,
að því er fram kemur í viðamikilli
umfjöllun Le Monde um skatta-
undanskot og hlutdeild auðmanna.
stjórnmálamanna og einstaklinga
tengdra þeim í félögum skráðum í
þekktum skattaparadísum.
Þetta er enn eitt hneykslið sem
kemur upp í tengslum við nána ráð-
gjafa forsetans en í síðasta mánuði
neyddist fjárlagaráðherra Frakk-
lands, Jerome Cahuzac, til að segja
af sér þegar rannsókn var hafin á því
hvort hann hefði svikið undan skatti
með því að fela fé á svissneskum
bankareikningum. Ekki bætti úr
skák að Cahuzac reyndi að ljúga og
sór ásakanirnar af sér. Hann viður-
kenndi hins vegar um páskana að
fréttirnar væru réttar.
Augier, 59 ára, staðfestir við Le
Monde að hann eigi hlut í fyrirtækj-
unum tveimur og segir að þau hafi
verið stofnuð vegna samstarfs við út-
lenda athafnamenn. „Það er ekkert
ólöglegt við þetta,“ segir Augier í
viðtali við Le Monde en blaðið vann
að rannsókninni í tengslum við al-
þjóðlega stofnun á sviði rannsóknar-
blaðamennsku, International Con-
sortium of Investigative Journalists.
Þetta er stærsta og viðamesta verk-
efni sem stofnunin hefur komið að í
fimmtán ára sögu sinni en meðal fjöl-
miðla sem tóku
þátt í rannsókn-
inni á skattaskjól-
um víða um heim
eru Guardian,
BBC, The Wash-
ington Post, Can-
adian Broadcast-
ing Corporation
(CBC), Süd-
deutsche Zeitung
og Nord-
deutscher Rundfunk auk rúmlega 30
annarra fjölmiðla.
Fyrra fyrirtækið, International
Bookstores, var stofnað árið 2005 en
það var vegna samstarfs Augier við
kínverska kaupsýslumanninn Xi
Shu. Seinna fyrirtækið var stofnað
þremur árum síðar með alþjóðlegum
fjárfestum í ferðaþjónustu.
Dætur Iliyevs á meðal
auðmannanna
The Guardian sagði að upplýsing-
arnar um auðmennina kæmu fram í
tveimur milljónum tölvupósta og
annarra gagna sem lekið hefði verið í
fjölmiðla. Flest gagnanna vörðuðu
félög sem stofnuð hafa verið á
Bresku jómfrúaeyjum og Cayman-
eyjum. Á meðal þeirra sem nefndir
eru í frétt The Guardian um skatta-
skjólin er fyrrverandi fjármálaráð-
herra Mongólíu, Bayartsogt Sanga-
jav, sem íhugar að segja af sér vegna
málsins.
Tvær dætur Ilhams Iliyevs, for-
seta Aserbaídsjans, eru eigendur
þriggja félaga sem stofnuð voru í
Bresku jómfrúaeyjum. Í gögnunum
kemur fram að framkvæmdastjóri
félaganna er auðugur kaupsýslu-
maður sem hefur gert ábatasama
samninga við ríkisvaldið í Aserbaíd-
sjan.
guna@mbl.s bogi@mbl.is
Leyndarmál
í skattaskjól-
um afhjúpuð
Nöfn þúsunda auðmanna koma fram í
gögnum sem lekið var í fjölmiðla
Jean-Jacques
Augier