Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Stór stund Páll Winkel fangelsismálastjóri heldur sigri hrósandi á loft skóflunni sem Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra notaði til að taka fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á Hólmsheiði.
Júlíus
Tæpur mánuður er til
kosninga og upp úr þeim
lýkur stjórnmálaferli Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Sex
síðustu árin hefur hún set-
ið í ríkisstjórn. Árið 2007
varð hún félagsmálaráð-
herra, en undir það ráðu-
neyti féll Íbúðalánasjóður.
Hún var annar áhrifa-
mesti ráðherra Samfylk-
ingarinnar.
Í ársbyrjun 2009 var
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson kjörinn formaður Framsókn-
arflokksins. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir hafði átt við alvarleg veikindi að
stríða, en það ásamt öðru olli því, að
ekki voru forsendur fyrir því að
mynda þjóðstjórn til þess að sameina
þjóðina í þeim erfiðleikum, sem dunið
höfðu yfir með hruninu og eftir það.
Það er vafalaust í mínum huga, að ef
tekist hefði að mynda þjóðstjórn vær-
um við Íslendingar betur settir í dag.
Hafist hefði verið handa um atvinnu-
uppbyggingu, atvinnuleysi eytt og
efnahagur þjóðarinnar styrktur.
Það var á þessum tímapunkti sem
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sté
fram og gerði Jóhönnu Sigurðardóttur
að forsætisráðherra hinn 1. febrúar
2009 með stuðningi Framsóknarflokks-
ins en Steingrímur J. Sigfússon varð
fjármálaráðherra. Kosningar skyldu
verða um vorið og sá Sigmundur Davíð
það fyrir sér, að Framsóknarflokkur-
inn yrði þriðja hjólið undir ríkisstjórn-
arvagni Jóhönnu, en þegar til kom
þurfti hún ekki á honum að halda, svo
að Sigmundur Davíð sat eftir með sárt
ennið.
En hvað gekk Sigmundi Davíð til?
spyrja menn. Fyrst og síðast vildi
hann einangra Sjálfstæðisflokkinn,
sem hefur verið draumur framsókn-
armanna síðan á Jónasar-tímanum.
Það hefur valdið því að formaður
Framsóknarflokksins hefur ávallt byrj-
að á því að leita hófanna um myndun
vinstristjórnar, þegar hann hefur feng-
ið umboð til myndunar ríkisstjórnar.
Og innan Framsóknarflokksins eru
raddir um að svo verði enn, fái flokk-
urinn meirihluta eftir kosningar með
Samfylkingu og Bjartri framtíð.
Sigmundur Davíð gerði það að skil-
yrði fyrir stuðningi sínum við ríkis-
stjórn Jóhönnu að boðað
yrði til stjórnlagaþings.
Sjálfstæðismenn brugðust
hart við og þessari atlögu
varð hrundið. Stjórnlaga-
ráðið og allur sá ferill var
einn samfelldur vand-
ræðagangur og áminning
um, að stjórnarskrána
megi aldrei aftur nota
sem skiptimynt, – hún má
aldrei verða flýtiverk,
pappír sem krotað er í
eftir geðþótta.
En það var fleira sem
hékk á spýtunni. Jóhanna gerði það að
ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir myndun
ríkisstjórnar sinnar að sótt yrði um að-
ild að Evrópusambandinu og er engin
ástæða til að ætla annað en að Sig-
mundur Davíð hefði sest upp í Evr-
ópuvagninn með Steingrími J. Sigfús-
syni að kosningum loknum, ef Jóhanna
hefði þurft á honum að halda.
Loks er það ljóst í mínum huga, að
þau Jóhanna og Steingrímur hafa gert
Sigmundi Davíð grein fyrir áherslum
sínum í efnahags- og atvinnumálum
áður en hann lýsti yfir stuðningi við
ríkisstjórn þeirra. Undir það falla
skuldamál heimilanna og sú skjald-
borg, sem þeim vinstrimönnum hefur
orðið svo tíðrætt um allan valdaferil
Jóhönnu Sigurðardóttur en aldrei
fundið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hef-
ur sett fyrirsagnir á stefnumál Fram-
sóknarflokksins nú fyrir þessar kosn-
ingar, en útfærsluna vantar og þess
vegna er hægt að skjóta sér undan eft-
ir á. Eins og 1. febrúar 2009, þegar
hann gerði Jóhönnu Sigurðardóttur að
forsætisráðherra til þess að einangra
Sjálfstæðisflokkinn, – eins og þau póli-
tísku axarsköft hans hafi ekki haft eft-
irköst fyrir þjóðina.
Eftir Halldór Blöndal
» Sigmundur Davíð hef-
ur sett fyrirsagnir á
stefnumál Framsóknar-
flokksins … en útfærsluna
vantar og þess vegna er
hægt að skjóta sér undan
eftir á.
Halldór
Blöndal
Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Sigmundur
Davíð á að fá að
njóta sannmælis
Umhverfisvernd er
þáttur í milliríkja-
samskiptum þar sem
ekki er um annað en
samstarf að ræða.
Ríkin við Eystrasaltið
bera öll sögulega
ábyrgð á framtíð þess
og varðveislu einstaks
fjölbreytileika í nátt-
úru þess. Samstarf
um lagningu Nord
Stream-gasleiðsl-
unnar er gott dæmi um ávinning-
inn af þessari nálgun. Leiðslan á
botni Eystrasaltsins getur flutt
allt að 55 milljarða rúmmetra af
náttúrulegu gasi á ári í að minnsta
kosti 50 ár.
Þetta er fyrsta verkefnið þar
sem löndunum fimm sem eiga
efnahagslögsögu þar sem neðan-
sjávarleiðslan liggur tókst að finna
jafnvægi milli krafna í umhverf-
ismálum, jafnt alþjóðlegra sem
innan lands. Rúmlega
100 milljónum evra
var varið í undirbún-
ing rannsóknar á um-
hverfisþáttum og á
það sér ekki fordæmi
í Eystrasaltinu. 40
milljónum evra til við-
bótar verður varið í
að skipuleggja viðvar-
andi eftirlit með allri
leiðinni á næstu
þremur árum.
Efnahagslegar for-
sendur réðu ekki að-
eins ferðinni í tækni-
legum og verkfræðilegum
lausnum. Grundvallarmarkmiðið
var að fylgja ströngustu umhverf-
iskröfum. Áhrifin á umhverfið
voru smávægileg, staðbundin og
takmörkuð í tíma. Þess utan jók
undirbúningurinn undir að leggja
leiðsluna verulega við þekkingu
okkar á vistkerfi Eystrasaltsins og
gerði það aðgengilegt.
Ábyrgðartilfinning nútíma-
samfélagsins gagnvart umhverfinu
fer vaxandi og það er mikilvægt.
Þróun nýrrar tækni í orkufram-
leiðslu og skilvirk notkun náttúru-
auðlinda er orðin mikilvægur afl-
vaki hagvaxtar. Sjálfbær þróun
tækifæra liggur í umhverfisvænni
nýsköpun og grænu hagkerfi. Það
er gríðarlega mikilvægt eftir því
sem áföll í fjármála- og efnahags-
kerfi heimsins verða tíðari.
Frumkvöðlar ættu að gegna
virkara hlutverki í svæðisbundn-
um umhverfisverkefnum á borð
við samstarf Suðaustur-Eystra-
saltssvæðisins (SEBA). Samstarf
ríkja og héraða, sveitarstjórna og
viðskiptalífsins, yfirþjóðleg samtök
og óháð samtök ættu að leggja
áherslu á að ýta undir hagvöxt á
svæðinu. Þegar fram í sækir
myndi það bæta lífskjörin.
Ég er sannfærður um að eigi að
tryggja stöðuga þróun Eystra-
saltssvæðisins verður það aðeins
gert ef umhverfismarkmiðum er
fylgt eftir um leið og unnið er að
settu marki í efnahagslegum og
félagslegum málum. Innleiðing
vinnubragða í þágu vistkerfisins
er forgangsmál hjá Eystrasalts-
ráðinu og Helsinkinefndinni um
sjávarvernd í Eystrasaltinu.
Eystrasaltsráðið, sem um þess-
ar mundir er undir forustu Rússa,
verður tuttugu ára á þessu ári.
Um leið og ráðið leggur áherslu á
langtímamarkmið ætti það að leita
nýrra aðferða og leiða til sam-
starfs. Ráðið ætti að nýta mögu-
leikana til samstarfs hins opinbera
og einkageirans, sérstaklega við
að fylgja eftir stórum uppbygging-
arverkefnum, efla samstarf í nú-
tímavæðingu og styðja frum-
kvöðlaverkefni millistórra
fyrirtækja. Þetta eru þau mál,
sem við viljum ræða á leiðtoga-
fundi Eystrasaltsríkjanna um um-
hverfisvernd í Eystrasaltinu, sem
nú hefst í Pétursborg.
Það er erfitt að ofmeta tækifær-
in í milliríkjasamskiptum til að
vernda umhverfið. Ég vona að
Pétursborgarfrumkvæðið, sem
Rússar hyggjast hleypa af stokk-
unum á þessari ráðstefnu, sé rök-
rétt viðbót og stuðli að þróun
þeirra ferla, sem þegar eru fyrir
hendi. Meginmarkmiðið með því
er að sameina krafta samfélagsins,
stjórnvalda og viðskipta- og fjár-
málalífs.
Ég vil enn ítreka að öll gerum
við okkur grein fyrir því að við er-
um hvert öðru háð og munum ekki
leysa úr málum heima fyrir án
þess að taka með í reikninginn
hagsmuni nágranna okkar.
Vitaskuld berum við öll ábyrgð
á framtíð Eystrasaltsins og fólks-
ins, sem býr við strendur þess.
Eftir Dmitrí
Medvedev » Vitaskuld berum við
öll ábyrgð á framtíð
Eystrasaltsins og fólks-
ins, sem býr við strend-
ur þess.
Dmitrí
Medvedev
Höfundur er forsætisráðherra
Rússlands.
Umhverfið er forgangsmál
Eystrasaltsríkjanna á 21. öldinni