Morgunblaðið - 05.04.2013, Page 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Aðeins þrjú verð:
690 kr.390 kr.290 kr.
Verslunareigendur!
Ítalskir pappírspokar
í úrvali
Eingöngu sala
til fyrirtækja
Opið 08.00 - 16.00
www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500
Í þeim kosningum
sem senn fara fram
eru ákveðnar línur
farnar að myndast
varðandi Evrópusam-
bandið. Samfylkingin
og Björt framtíð vilja
halda aðildarviðræðum
gangandi á meðan önn-
ur framboð vilja ann-
aðhvort hætta þeim
strax eða fara með
áframhald viðræðna í
þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og
Hægri grænir hafa boðað. Reyndar
er orðið samningaviðræður í besta
falli rangnefni og í versta falli blekk-
ing hvað varðar Ísland og Evrópu-
sambandið. Ég hef allavega ekki
orðið var við fréttir þess efnis frá
Brussel að sambandið hafi breytt
lögum sínum til að mæta kröfum Ís-
lands í „samningaviðræðunum“.
Flestir kaflar hafa verið opnaðir og
aðeins örfáir eftir þegar rík-
isstjórnin ákvað að draga í land í að-
lögunarferlinu.
Frjáls verslun
Allir flokkar fyrir
komandi kosningar
hafa sína stefnu hvað
varðar Evrópusam-
bandið en Hægri græn-
ir, flokkur fólksins er
eini flokkurinn sem vill
líta í báðar áttir í al-
þjóðasamstarfi. Evr-
ópusambandið er langt
í frá eini valmöguleiki
okkar. Í raun getur það
verið okkur skaðlegt að
lokast inni í toll-
múrabandalagi Evrópusambands-
ins. Nýverið var sagt frá fríversl-
unarsamningi Íslands við Kína, sá
samningur félli sjálfkrafa úr gildi ef
við göngum inn í ESB, eins og aðrir
alþjóðlegir samningar okkar við ríki
utan Evrópusambandsins.
Nýja norðrið
Miklir möguleikar eru að opnast á
norðurslóðum og þar eru hagsmunir
okkar miklir vegna legu landsins.
Lokum ekki á þau tækifæri með því
að framselja samningavald okkar til
Brussel. Við eigum að stefna að
frekari fríverslunarsamningum við
lönd vestan Atlantshafsins. Hægri
grænir, flokkur fólksins, hefur það á
stefnu sinni að óska eftir viðræðum
við NAFTA-ríkin um tvíhliða frí-
verslunarsamninga. Eins eigum við
að horfa til BRIKS-landanna, sem
eru Brasilía, Rússland, Indland,
Kína og Suður-Afríka. Við erum með
EES-samninginn sem vissulega þarf
að endurskoða en Ísland verður að
hafa fleiri möguleika í alþjóðlegu
samstarfi en fjarstýring frá Brussel
býður upp á. Lítum til beggja átta.
Að líta til beggja átta
Eftir Sigursvein
Þórðarson »Hægri grænir, flokk-
ur fólksins, hefur
það á stefnu sinni að
óska eftir viðræðum við
NAFTA-ríkin um tví-
hliða fríverslunarsamn-
inga.
Sigursveinn
Þórðarson
Höfundur er viðskiptalögfræðingur
og oddviti Hægri grænna í Suður-
kjördæmi.
Málefnalega sker Dögun sig úr
hinni gróskumiklu framboðsflóru
fyrir þær sakir að við ætlum að af-
nema verðtryggingu, leiðrétta hús-
næðislán og setja á fót öruggara
húsnæðislánakerfi fyrir heimilin.
Við ætlum að standa með vilja
fólksins og setja nýja stjórnarskrá
á grundvelli frumvarps stjórnlaga-
ráðs. Jafnframt viljum við stokka
upp stjórn fiskveiða og tryggja
eignarhald og arð af auðlindum
þjóðarinnar. Við erum eini flokk-
urinn sem setur þessi þrjú mál í
forgang. Samkvæmt könnunum og
þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn-
arskrána erum við sammála meiri-
hluta þjóðarinnar.
Við höfum sérstöðu
Skipulag okkar byggist á
gagnsæi og flötum strúktúr,
slembivalið er að hluta í trún-
aðarstöður og allir félagsmenn hafa
sömu réttindi. Allir fundir eru opn-
ir og fundargerðir birtar á heima-
síðu. Við afþökkum fyrirtækj-
astyrki og erum ekki í eigu
flokkseigendafélaga í sérhags-
munagæslu. Við tökum þannig
mark á þeim leiðbeiningum sem
rannsóknarnefnd Alþingis hefur
gefið. Í skýrslu hennar segir: „Eitt
augljósasta tæki viðskiptalífsins til
að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru
bein fjárframlög, bæði til stjórn-
málaflokka og einstakra stjórn-
málamanna. Leita þarf leiða til þess
að draga skýrari mörk á milli fjár-
málalífs og stjórnmála.“ Við virðum
vilja þeirra 68% landsmanna sem
vilja aðskilja stjórnmál og styrki
viðskiptalífs.
Við göngum ekki
óbundin til kosninga
Óvissuferðir geta verið skemmti-
legar. Þær eru þó oftast nær hugs-
aðar í afþreyingarskyni. Í lífinu vill
fólk oftast vita hvert það er að fara.
Partur af þeirri stjórnmálamenn-
ingu sem ríkir á Íslandi er að
stjórnmálaflokkar ganga jafnan
óbundnir til kosninga. Fyrir vikið
er ekki nokkur leið fyrir kjósendur
að vita með hverjum flokkurinn
sem þeir kjósa kunni að mynda rík-
isstjórn, komist flokkur þeirra í
slíka aðstöðu að kosningum lokn-
um. Þó stjórnmálamenn hafi, marg-
ir hverjir, áttað sig á því að auðveld
leið til valda sé að vera opinn í báða
enda er ekki þar með sagt að kjós-
endur vilji leggja upp í slíka óvissu-
för með sínum kjörnu fulltrúum.
Þess vegna hugsum við að framboð
sem gengur ekki óbundið til kosn-
inga sé tímabært. Tákn um nýja
tíma.
Hver erum við?
Við erum ört stækkandi hópur
fólks úr ýmsum áttum sem ætlar að
gera gagn og forgangsraða í sam-
ræmi við þjóðarvilja. Það sem sam-
einar okkur er að við erum reiðubú-
in að berjast fyrir réttlæti,
sanngirni og lýðræði í þágu al-
mannahagsmuna. Við höfum ekki
gleymt draumnum um nýja Ísland.
Við tökum stöðu með fólkinu í land-
inu og sameinumst í Dögun.
Við sameinumst
í Dögun
Eftir Andreu Ólafsdóttur, Gísla
Tryggvason, Guðrúnu Döddu
Ásmundsdóttur, Margréti
Tryggvadóttur, Ólöfu Guðnýju
Valdimarsdóttur og Þórð Björn
Sigurðsson.
»Dögun sker sig
úr framboðsflór-
unni fyrir að ætla að
afnema verðtrygg-
ingu, leiðrétta hús-
næðislán og setja á
fót öruggara hús-
næðislánakerfi fyrir
heimilin.
Höfundarnir eru oddvitar framboðs-
lista Dögunar fyrir alþingiskosningar
2013.
Andrea
Ólafsdóttir
Gísli
Tryggvason
Þórður Björn
Sigurðsson
Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir
Guðrún Dadda
Ásmundardóttir
Margrét
Tryggvadóttir