Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Aðeins þrjú verð: 690 kr.390 kr.290 kr. Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Opið 08.00 - 16.00 www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500 Í þeim kosningum sem senn fara fram eru ákveðnar línur farnar að myndast varðandi Evrópusam- bandið. Samfylkingin og Björt framtíð vilja halda aðildarviðræðum gangandi á meðan önn- ur framboð vilja ann- aðhvort hætta þeim strax eða fara með áframhald viðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og Hægri grænir hafa boðað. Reyndar er orðið samningaviðræður í besta falli rangnefni og í versta falli blekk- ing hvað varðar Ísland og Evrópu- sambandið. Ég hef allavega ekki orðið var við fréttir þess efnis frá Brussel að sambandið hafi breytt lögum sínum til að mæta kröfum Ís- lands í „samningaviðræðunum“. Flestir kaflar hafa verið opnaðir og aðeins örfáir eftir þegar rík- isstjórnin ákvað að draga í land í að- lögunarferlinu. Frjáls verslun Allir flokkar fyrir komandi kosningar hafa sína stefnu hvað varðar Evrópusam- bandið en Hægri græn- ir, flokkur fólksins er eini flokkurinn sem vill líta í báðar áttir í al- þjóðasamstarfi. Evr- ópusambandið er langt í frá eini valmöguleiki okkar. Í raun getur það verið okkur skaðlegt að lokast inni í toll- múrabandalagi Evrópusambands- ins. Nýverið var sagt frá fríversl- unarsamningi Íslands við Kína, sá samningur félli sjálfkrafa úr gildi ef við göngum inn í ESB, eins og aðrir alþjóðlegir samningar okkar við ríki utan Evrópusambandsins. Nýja norðrið Miklir möguleikar eru að opnast á norðurslóðum og þar eru hagsmunir okkar miklir vegna legu landsins. Lokum ekki á þau tækifæri með því að framselja samningavald okkar til Brussel. Við eigum að stefna að frekari fríverslunarsamningum við lönd vestan Atlantshafsins. Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur það á stefnu sinni að óska eftir viðræðum við NAFTA-ríkin um tvíhliða frí- verslunarsamninga. Eins eigum við að horfa til BRIKS-landanna, sem eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka. Við erum með EES-samninginn sem vissulega þarf að endurskoða en Ísland verður að hafa fleiri möguleika í alþjóðlegu samstarfi en fjarstýring frá Brussel býður upp á. Lítum til beggja átta. Að líta til beggja átta Eftir Sigursvein Þórðarson »Hægri grænir, flokk- ur fólksins, hefur það á stefnu sinni að óska eftir viðræðum við NAFTA-ríkin um tví- hliða fríverslunarsamn- inga. Sigursveinn Þórðarson Höfundur er viðskiptalögfræðingur og oddviti Hægri grænna í Suður- kjördæmi. Málefnalega sker Dögun sig úr hinni gróskumiklu framboðsflóru fyrir þær sakir að við ætlum að af- nema verðtryggingu, leiðrétta hús- næðislán og setja á fót öruggara húsnæðislánakerfi fyrir heimilin. Við ætlum að standa með vilja fólksins og setja nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlaga- ráðs. Jafnframt viljum við stokka upp stjórn fiskveiða og tryggja eignarhald og arð af auðlindum þjóðarinnar. Við erum eini flokk- urinn sem setur þessi þrjú mál í forgang. Samkvæmt könnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn- arskrána erum við sammála meiri- hluta þjóðarinnar. Við höfum sérstöðu Skipulag okkar byggist á gagnsæi og flötum strúktúr, slembivalið er að hluta í trún- aðarstöður og allir félagsmenn hafa sömu réttindi. Allir fundir eru opn- ir og fundargerðir birtar á heima- síðu. Við afþökkum fyrirtækj- astyrki og erum ekki í eigu flokkseigendafélaga í sérhags- munagæslu. Við tökum þannig mark á þeim leiðbeiningum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur gefið. Í skýrslu hennar segir: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórn- málaflokka og einstakra stjórn- málamanna. Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjár- málalífs og stjórnmála.“ Við virðum vilja þeirra 68% landsmanna sem vilja aðskilja stjórnmál og styrki viðskiptalífs. Við göngum ekki óbundin til kosninga Óvissuferðir geta verið skemmti- legar. Þær eru þó oftast nær hugs- aðar í afþreyingarskyni. Í lífinu vill fólk oftast vita hvert það er að fara. Partur af þeirri stjórnmálamenn- ingu sem ríkir á Íslandi er að stjórnmálaflokkar ganga jafnan óbundnir til kosninga. Fyrir vikið er ekki nokkur leið fyrir kjósendur að vita með hverjum flokkurinn sem þeir kjósa kunni að mynda rík- isstjórn, komist flokkur þeirra í slíka aðstöðu að kosningum lokn- um. Þó stjórnmálamenn hafi, marg- ir hverjir, áttað sig á því að auðveld leið til valda sé að vera opinn í báða enda er ekki þar með sagt að kjós- endur vilji leggja upp í slíka óvissu- för með sínum kjörnu fulltrúum. Þess vegna hugsum við að framboð sem gengur ekki óbundið til kosn- inga sé tímabært. Tákn um nýja tíma. Hver erum við? Við erum ört stækkandi hópur fólks úr ýmsum áttum sem ætlar að gera gagn og forgangsraða í sam- ræmi við þjóðarvilja. Það sem sam- einar okkur er að við erum reiðubú- in að berjast fyrir réttlæti, sanngirni og lýðræði í þágu al- mannahagsmuna. Við höfum ekki gleymt draumnum um nýja Ísland. Við tökum stöðu með fólkinu í land- inu og sameinumst í Dögun. Við sameinumst í Dögun Eftir Andreu Ólafsdóttur, Gísla Tryggvason, Guðrúnu Döddu Ásmundsdóttur, Margréti Tryggvadóttur, Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur og Þórð Björn Sigurðsson. »Dögun sker sig úr framboðsflór- unni fyrir að ætla að afnema verðtrygg- ingu, leiðrétta hús- næðislán og setja á fót öruggara hús- næðislánakerfi fyrir heimilin. Höfundarnir eru oddvitar framboðs- lista Dögunar fyrir alþingiskosningar 2013. Andrea Ólafsdóttir Gísli Tryggvason Þórður Björn Sigurðsson Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Guðrún Dadda Ásmundardóttir Margrét Tryggvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.