Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Nýr kafli er nú að hafinn í sögu Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað. Stór draumur er orðinn að veruleika. Hollvina- samtökin með stuðn- ingi velunnara hafa fært Fjórðungssjúkra- húsinu að gjöf 16 sneiða fullkomið sneið- myndatæki, sem leysir af hólmi eldra 2ja sneiða tæki, sem gefið var árið 2005. Hollvinasamtök Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað hafa staðið fyrir söfnun til kaupa á þessu tæki og fengið stuðning víða til kaupanna af Austurlandi. Þetta nýja tæki er af gerðinni Optima 520 frá General Electric. Tækið kostaði hingað kom- ið og uppsett nálægt 50 milljónum. Það er nú þegar komið upp en grein- ing mynda mun fara fram á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta setur Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað í fremstu röð sjúkrahúsa á landsbyggðinni með slíkt tæki til framtíðar. Söfnun tækisins hefur staðið allt frá árinu 2010. Var með- fram stóru söfnuninni einnig staðið að því að kaupa önnur minni tæki til stofnunarinnar á þessum tíma til að viðhalda tækjakosti sem best og mest. Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað hefur veitt sérfræðiþjón- ustu á Austurlandi í áratugi. Þar er skurðstofa og fæðingardeild, bráða- móttaka, heilsugæsla og sjúkra- og hjúkrunardeild og endurhæfingar- deild. Mikil uppbygging og end- urnýjun á tækjabúnaði sjúkrahúss- ins hófst er Hollvinasamtök voru stofnuð árið 2000. Hafa þau beitt sér fyrir endurnýjun flestra tækja, sem snúa að klínískri þjónustu. Sérfræð- ingar margir hafa komið að þjónust- unni og slasaðir og bráðveikir sjúk- lingar hafa fengið aðstoð, sem veitt hefur verið og þjónusta sjúkrahúss- ins ávallt til fyrirmyndar. Því er staða þess sterk til framtíðar og þjónustan ávallt eins góð og best verður á kosið, þrátt fyrir þann nið- urskurð, sem átt hefur sér stað í heilsugæslu í landinu. Hefur Fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað ekki farið varhluta af því. Fyrir hið mik- ilvæga hlutverk Fjórðungssjúkra- hússins skiptir mestu að sem best tæki séu þar til staðar, við allar greiningar sjúklinga, til að hægt sé að veita sem besta meðhöndlun hverju sinni. Þetta vita austfirsk líknarfélög, einstaklingar og fyrir- tæki og sérstaklega Norðfirðingar sem hafa sýnt sjúkrahúsinu einstaka velvild og staðið vel að endurbótum með tækjakaupum í gegnum tíðina. Þetta hefur aukið allt öryggi til muna við skoðun bráðatilfella og réttrar meðhöndlunar í framhaldi af því. Ljóst var alltaf að til þess kæmi að endurnýja eldra tækið. Í janúar sl. kom bilun upp í því tæki og var þá nýja tækið þegar komið og beið afhendingar. Var því eldra tækið þannig leyst af hólmi eftir mjög árangursríkan endingartíma. Má segja að með því tæki hafi Fjórðungssjúkrahúsið tek- ið stökkbreytingum, á sínum tíma. Bæði læknar og sjúklingar hafa notið þess hvað varðar þjónustu og grein- ingar, að slíkt tæki var til staðar og jafnvel bjargað mannslífum. Er því tilkoma hins nýja fullkomna tækis enn mikilvægari, þar sem hægt er að greina með því mun nákvæmar en með því gamla. Það markaði þó brautina, ekki aðeins fyrir Fjórð- ungssjúkrahúsið hér, heldur varð hvatning fyrir önnur sjúkrahús á landsbyggðinni að koma sér líka upp sneiðmyndatækjum með aðstoð vel- unnara og hins opinbera. Beiðni um fjármagn til tækjakaupanna var send fjárlaganefnd Alþingis árið 2010, en því hefur ekki verið svarað. Rétt er að geta þess að vegna stöð- ugrar endurnýjunar tækja við Fjórð- ungssjúkrahúsið hefur tækjakostur þess verið til fyrirmyndar og læknar hafa sóst eftir því að koma til starfa og auðvelt hefur verið að fá lækna og hjúkrunarfólk til afleysinga eftir þessa endurnýjun alla. Þá hefur oft sparast sjúkraflug vegna góðrar greiningar við bráðatilfelli. Það hef- ur haft mikinn sparnað í för með sér. Varðandi eldra tækið þurfti að útbúa aðstöðu fyrir það tæki sem og ný röntgen-myndatæki sem voru einnig gefin á því sama ári. Aðstaðan sem þá þurfti að útbúa, var gerð af hálfu ríkisvaldsins og nýtist hún þar áfram. Þeir hollvinir og stuðnings- aðilar sem hafa styrkt kaupin á þessu tæki eru fyrst og fremst stór- fyrirtæki í Fjarðabyggð, og þar ber hæst framlag Síldarvinnslunnar h/f og SÚN í Neskaupstað auk Loðnu- vinnslunnar h/f á Fáskrúðsfirði og Alcoa Reyðarfirði, og ýmis samtök og einstaklingar. Það er því rík ástæða til að þakka það sem safnast hefur sem velunnarar og félagsmenn og fyrirtæki hafa lagt af mörkum til að gera þetta átak að veruleika. Á þeim árum sem Hollvinasamtökin hafa starfað lætur nærri að það fjár- magn, sem sjúkrahúsinu hefur verið fært nemi um 140-150 milljónum með þessu nýjasta framlagi. Hér sem annars staðar hafa líknar- samtök, velunnarar og velviljuð fyr- irtæki á Austurlandi ávallt lagt hönd á plóg þegar í slík stórverkefni er ráðist. Það er í raun verðugt um- hugsunar að ríkisvaldið sem á að sjá sjúkrahúsum fyrir endurnýjun tækja og fjármagni til tækjakaupa skuli ekki leggja lið í slíku stórvirki sem þessu. Það er því rík ástæða til að þakka öllum stuðningsaðilum og velunnurum stuðninginn við þetta verkefni. Hvet ég íbúa sem víðast á Austurlandi að skrá sig á netfangið annathora@hsa.is til að stuðla að frekari endurnýjun tækja Fjórð- ungssjúkrahússins okkur öllum til heilla. Velunnurum Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað þakkað Eftir Sigurð Rúnar Ragnarsson Sigurður Rúnar Ragnarsson » Það er í raun verðugt umhugsunar að ríkið, sem á að sjá sjúkrahúsum fyrir fjár- magni til tækjakaupa skuli ekki leggja lið í slíku stórvirki sem þessu. Höfundur er formaður Hollvina- samtaka Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. VANDAÐIR ÞÝSKIR PÓSTKASSAR, HENGILÁSAR OG HJÓLALÁSAR. MIKIÐ ÚRVAL Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919 Frambjóðendur ræðamálin Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sitja fyrir svörum í Kópavogi. Fundarstaður:Hlíðarsmári 19, Kópavogi Fundartími: Laugardagur 6. apríl kl. 10:00 til 12:00 Framsögumenn eru Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Friðjón Friðjónsson. Fundarefni: Skattalækkanir XD, hverjar og hvers vegna. Góðar veitingar í boði – Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi NÁNARÁ 2013.XD.IS Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.